Dýrara að taka strætó til Hornafjarðar en að fljúga til Parísar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 09:11 Langferðir með strætó geta kostað alveg ótrúlegar upphæðir. Vísir/Samsett Að komast til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík í strætó kostar tæpar sautján þúsund krónur en það er í mörgum tilfellum dýrara en að fljúga erlendis, stundum yfir langar vegalengdir. Eins og DV greindi frá vakti netverji athygli á þessari stöðu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Í færslu á miðlinum birtir Einar Ólafsson skjáskot af Klappinu. Ekki nóg með það að ferðin kosti á annan tug þúsunda króna heldur tekur hún líka tæpar átta klukkustundir. Ódýrara að fljúga til Parísar en að taka rútu til Hafnar í Hornafirði. Getum við ekki gert betur? https://t.co/S98gy1jd6J— Björn Teitsson (@bjornteits) June 27, 2024 Einar bendir á að það sé ódýrara að ferðast einn í bíl. „Ástandið virðist bara versna ár eftir ár, ótrúlegt að það sé ekki enn þá búið að gera betur fyrir langferðir!“ skrifar Einar. Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl bendir þá á að það sé ódýrara í mörgum tilvikum að fljúga til Parísar en að taka rútuna til Hornafjarðar og spyr sig hvort ekki sé hægt að gera betur. Ef miðað við flugleitarvélina Dohop er það alveg rétt hjá honum. Hægt er að fljúga til fjarlægra og framandi áfangastaða á borð við Rómar, Parísar, Amsterdam og Kaupmannahafnar og oft og tíðum talsvert lægra verði. Til Dyflinnar er til að mynda hægt að komast á tæplega tíu þúsund krónur og til Mílanó á ellefu þúsund. Hægt er meira að segja að fljúga til Akureyrar á örlítið minna en strætóferðin til Hornafjarðar. Samgöngur Strætó Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Eins og DV greindi frá vakti netverji athygli á þessari stöðu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Í færslu á miðlinum birtir Einar Ólafsson skjáskot af Klappinu. Ekki nóg með það að ferðin kosti á annan tug þúsunda króna heldur tekur hún líka tæpar átta klukkustundir. Ódýrara að fljúga til Parísar en að taka rútu til Hafnar í Hornafirði. Getum við ekki gert betur? https://t.co/S98gy1jd6J— Björn Teitsson (@bjornteits) June 27, 2024 Einar bendir á að það sé ódýrara að ferðast einn í bíl. „Ástandið virðist bara versna ár eftir ár, ótrúlegt að það sé ekki enn þá búið að gera betur fyrir langferðir!“ skrifar Einar. Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl bendir þá á að það sé ódýrara í mörgum tilvikum að fljúga til Parísar en að taka rútuna til Hornafjarðar og spyr sig hvort ekki sé hægt að gera betur. Ef miðað við flugleitarvélina Dohop er það alveg rétt hjá honum. Hægt er að fljúga til fjarlægra og framandi áfangastaða á borð við Rómar, Parísar, Amsterdam og Kaupmannahafnar og oft og tíðum talsvert lægra verði. Til Dyflinnar er til að mynda hægt að komast á tæplega tíu þúsund krónur og til Mílanó á ellefu þúsund. Hægt er meira að segja að fljúga til Akureyrar á örlítið minna en strætóferðin til Hornafjarðar.
Samgöngur Strætó Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira