Íbúar Grafarvogs óánægðir með þéttingaráform Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 13:49 Rúna Sif lýðheilsufræðingur er óánægð með áform um byggingu fjölbýlishúsa á grænum reit við Smárarima/Sóleyjarima. Hún segir græn svæði í nágrenni íbúabyggðar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima. Í gær greindi borgarstjóri frá áformum um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Borgarstjóri sagði að það ætti að vera hægt að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn á bletti sem nú er þakinn lúpínu. Í áætlunum borgarinnar er gert ráð fyrir að byggt verði allt frá einu til tveimur einbýlishúsum, raðhús, parhús og eða lítið fjölbýlishús. Tekið verði tillit til núverandi byggðar. Vilja reisa blokkir á grænum reit á móti Rimaskóla Stofnaður hefur verið undirskriftalisti til að mótmæla áformum um að byggja stórt fjölbýlishús með 65-96 íbúðum á lóð á móti Rimaskóla, við Smárarima/Sóleyjarima. Margir íbúar hafi áhyggjur af þessu, þar sem verið væri að skerða mikilvægt útivistarsvæði sem er mikið notað af íbúum. Einnig geti byggðin ofhlaðið skóla og leikskóla sem þegar eru fullnýttir, og aukið umferð á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir börn. Rúna Sif Stefánsdóttir lýðheilsufræðingur segir græn svæði íbúabyggðar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Rannsóknir sýni að nálægð við græn svæði geti dregið úr streitu, bætt andlega heilsu og aukið líkamlega virkni. Græn svæði séu lykilatriði í sjálfbærri þróun borgarsamfélaga og bæti lífsgæði íbúa á fjölbreyttan hátt. Grænu svæðin mikilvæg íbúum Rúna segir í samtali við Vísi að hún búi við hliðina á græna svæðinu á móti rimaskóla, og hún sjái þar daglega krakkana sem leika sér, hundaeigendurna sem ganga þar um og allt mannlíf sem þar fer um á degi hverjum. „Það eru allir að tala um umferðina sem myndi verða, en það er enginn að tala um þetta daglega sem er á grænu svæðunum. Það er það sem ég var að reyna setja í samhengi í pistlinum,“ segir Rúna. Íbúar muni sjá verulega eftir þessu svæði. „Allt í einu á að koma þangað einhver þétt byggð, með tilheyrandi mannmergð og umferð. Þarna á að byggja einhverjar fimm hæða blokkir. Það er það sem allir eru óánægðir með,“ segir Rúna. Heilmikil umræða hefur verið um málið á íbúasíðu Grafarvogs á Facebook. Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Í gær greindi borgarstjóri frá áformum um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Borgarstjóri sagði að það ætti að vera hægt að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn á bletti sem nú er þakinn lúpínu. Í áætlunum borgarinnar er gert ráð fyrir að byggt verði allt frá einu til tveimur einbýlishúsum, raðhús, parhús og eða lítið fjölbýlishús. Tekið verði tillit til núverandi byggðar. Vilja reisa blokkir á grænum reit á móti Rimaskóla Stofnaður hefur verið undirskriftalisti til að mótmæla áformum um að byggja stórt fjölbýlishús með 65-96 íbúðum á lóð á móti Rimaskóla, við Smárarima/Sóleyjarima. Margir íbúar hafi áhyggjur af þessu, þar sem verið væri að skerða mikilvægt útivistarsvæði sem er mikið notað af íbúum. Einnig geti byggðin ofhlaðið skóla og leikskóla sem þegar eru fullnýttir, og aukið umferð á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir börn. Rúna Sif Stefánsdóttir lýðheilsufræðingur segir græn svæði íbúabyggðar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Rannsóknir sýni að nálægð við græn svæði geti dregið úr streitu, bætt andlega heilsu og aukið líkamlega virkni. Græn svæði séu lykilatriði í sjálfbærri þróun borgarsamfélaga og bæti lífsgæði íbúa á fjölbreyttan hátt. Grænu svæðin mikilvæg íbúum Rúna segir í samtali við Vísi að hún búi við hliðina á græna svæðinu á móti rimaskóla, og hún sjái þar daglega krakkana sem leika sér, hundaeigendurna sem ganga þar um og allt mannlíf sem þar fer um á degi hverjum. „Það eru allir að tala um umferðina sem myndi verða, en það er enginn að tala um þetta daglega sem er á grænu svæðunum. Það er það sem ég var að reyna setja í samhengi í pistlinum,“ segir Rúna. Íbúar muni sjá verulega eftir þessu svæði. „Allt í einu á að koma þangað einhver þétt byggð, með tilheyrandi mannmergð og umferð. Þarna á að byggja einhverjar fimm hæða blokkir. Það er það sem allir eru óánægðir með,“ segir Rúna. Heilmikil umræða hefur verið um málið á íbúasíðu Grafarvogs á Facebook.
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33
Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“