Formaður SGS segir efnahagslífið á leið í miklar ógöngur, verði vextir ekki lækkaðir strax og það hratt. Hann segir að viðskiptabankarnir gætu gengið á undan með góðu fordæmi.
Þá fjöllum við um undirritun samnings um nýjan Tækniskóla sem á að rísa við höfnina í Hafnarfirði.
Einnig hitum við upp fyrir kappræður Donalds Trump og Joes Biden í nótt en þar takast frambjóðendurnir á í beinni útsendingu á CNN.
Og í íþróttapakkanum fjöllum við um íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri en þeir eru komnar í átta liða úrslit á EM sem nú stendur yfir.