Semja um 27 milljarða króna Tækniskóla í Hafnarfirði Árni Sæberg skrifar 27. júní 2024 10:58 Frá undirritun í Hafnarfirði í dag. Vísir Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis í dag. Næstu skref eru undirbúningur hönnunar og framkvæmdar með áætluð verklok haustið 2029. Heildarkostnaður er áætlaður 27 milljarðar króna. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Tækniskólinn sé einn af burðarásum iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæði hans sé komið til ára sinna en í dag fari starfsemi skólans fram í átta byggingum á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Bygging nýs Tækniskóla marki umbyltingu í aðstöðu til iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu og sé liður í aðgerðum stjórnvalda til að auka veg þess á Íslandi. Markmiðið sé að efla námið og aðstöðu, koma allri starfseminni fyrir á einum stað, bregðast við aukinni eftirspurn eftir náminu og mæta þörfum atvinnulífsins. Risavaxið skref „Þessi undirskrift hér í dag er risavaxið skref í eflingu verk- og starfsnáms, núna er loksins hægt að koma framkvæmdum af stað. Þetta hefur verið forgangsmál mitt sem menntamálaráðherra og ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili og er mikið gleðiefni að sjá enn einn áfangann á þeirri vegferð verða að veruleika. Eftirspurnin er til staðar, bæði meðal nemenda og atvinnulífsins og því ánægjulegt að við stígum þetta mikilvæga skref nú saman til að mæta þessari þörf,“ er haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Haft er eftir Agli Jónssyni, formanni stjórnar Tækniskólans að nú sé byggt af stórhug til framtíðar og það sé löngutímabært að sameina starfsemi skólans á einum stað. „Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi og við erum afar þakklát stjórnvöldum og Hafnarfjarðarbæ fyrir þann stuðning og traust sem þau sýna skólanum með aðkomu sinni að þessu stóra verkefni. Ábyrgð skólans er mikil og við höfum undirbúið verkefnið af kostgæfni og erum sannfærð um að nýbygging skólans og hugmyndafræðin að baki grunnhönnun hennar muni stórefla iðn-, starfs- og tækninám í landinu.“ Þrjátíu þúsund fermetrar Fyrirhuguð sé þrjátíu þúsnd fermetra bygging sem rúmi um þrjú þúsund nemendur á gróskumiklu hafnarsvæði í námunda við fjölbreytta atvinnustarfsemi. Framkvæmdin verði í tveimur áföngum, í fyrri áfanga verði byggð um 24 þúsund fermetra bygging og í seinni áfanga um sex þúsund í viðbót. Þá sé gert ráð fyrir frekari stækkunarmöguleikum á lóðinni í framtíðinni. „Lífið á hafnarbakkanum tekur miklum breytingum þegar Tækniskólinn rís við Suðurhöfnina og þúsundir nemenda sækja þangað nám. Skólinn mun falla vel inn í þá uppbyggingu sem framundan er á hafnarsvæðinu. Við Hafnfirðingar erum spennt að fá skólann í bæinn og erum viss um að koma hans mun auka umsvif og efla mannlíf enn frekar,“ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Í tilkynningu segir að áætlaður heildarkostnaður sé 27 milljarðar króna, á verðlagi í janúar 2023 samkvæmt áætlun verkefnisstjórnar. Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framhaldsskólar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Tækniskólinn sé einn af burðarásum iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæði hans sé komið til ára sinna en í dag fari starfsemi skólans fram í átta byggingum á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Bygging nýs Tækniskóla marki umbyltingu í aðstöðu til iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu og sé liður í aðgerðum stjórnvalda til að auka veg þess á Íslandi. Markmiðið sé að efla námið og aðstöðu, koma allri starfseminni fyrir á einum stað, bregðast við aukinni eftirspurn eftir náminu og mæta þörfum atvinnulífsins. Risavaxið skref „Þessi undirskrift hér í dag er risavaxið skref í eflingu verk- og starfsnáms, núna er loksins hægt að koma framkvæmdum af stað. Þetta hefur verið forgangsmál mitt sem menntamálaráðherra og ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili og er mikið gleðiefni að sjá enn einn áfangann á þeirri vegferð verða að veruleika. Eftirspurnin er til staðar, bæði meðal nemenda og atvinnulífsins og því ánægjulegt að við stígum þetta mikilvæga skref nú saman til að mæta þessari þörf,“ er haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Haft er eftir Agli Jónssyni, formanni stjórnar Tækniskólans að nú sé byggt af stórhug til framtíðar og það sé löngutímabært að sameina starfsemi skólans á einum stað. „Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi og við erum afar þakklát stjórnvöldum og Hafnarfjarðarbæ fyrir þann stuðning og traust sem þau sýna skólanum með aðkomu sinni að þessu stóra verkefni. Ábyrgð skólans er mikil og við höfum undirbúið verkefnið af kostgæfni og erum sannfærð um að nýbygging skólans og hugmyndafræðin að baki grunnhönnun hennar muni stórefla iðn-, starfs- og tækninám í landinu.“ Þrjátíu þúsund fermetrar Fyrirhuguð sé þrjátíu þúsnd fermetra bygging sem rúmi um þrjú þúsund nemendur á gróskumiklu hafnarsvæði í námunda við fjölbreytta atvinnustarfsemi. Framkvæmdin verði í tveimur áföngum, í fyrri áfanga verði byggð um 24 þúsund fermetra bygging og í seinni áfanga um sex þúsund í viðbót. Þá sé gert ráð fyrir frekari stækkunarmöguleikum á lóðinni í framtíðinni. „Lífið á hafnarbakkanum tekur miklum breytingum þegar Tækniskólinn rís við Suðurhöfnina og þúsundir nemenda sækja þangað nám. Skólinn mun falla vel inn í þá uppbyggingu sem framundan er á hafnarsvæðinu. Við Hafnfirðingar erum spennt að fá skólann í bæinn og erum viss um að koma hans mun auka umsvif og efla mannlíf enn frekar,“ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Í tilkynningu segir að áætlaður heildarkostnaður sé 27 milljarðar króna, á verðlagi í janúar 2023 samkvæmt áætlun verkefnisstjórnar.
Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framhaldsskólar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira