HSÍ er okkur öllum til skammar Björn B. Björnsson skrifar 27. júní 2024 10:30 Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir í viðtali við Stöð 2 (og Vísi) að fólk sem gagnrýni Handknattleikssamband Íslands fyrir að gera styrktarsamning við ísraelska fyrirtækið Rapyd viti ekkert hvað það sé að tala um. Guðmundur segir að það fólk virðist halda að HSÍ geti valið úr styrktaraðilum en svo sé alls ekki og ef fyrirtæki vilji styrkja HSÍ „þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.“ Undir stjórn Guðmundar er það semsagt klár stefna HSÍ að taka við peningum frá fyrirtækjum án nokkurra siðferðilegra viðmiða. Peningarnir eru það eina sem máli skiptir. Það má kannski segja Guðmundi til vorkunnar að fáum ef nokkrum formanni sambandsins hefur tekist eins illa til við rekstur HSÍ og honum. Allt eigið fé sambandsins er upp urið og gott betur því það er nú orðið neikvætt um tugi milljóna. Í viðtalinu segir Guðmundur að gagnrýni á HSÍ vegna samningsins við Rapyd sé brosleg. Þar skjátlast Guðmundi illilega því gagnrýnin er grafalvarleg og sætir furðu að maður sem er formaður HSÍ skuli ekki bera skynbragð á alvarleika málsins. Gagnrýnin á samning HSÍ við Rapyd er af þrennum toga: Í fyrsta lagi eru það ummæli stjórnarformanns Rapyd á Íslandi um óbilandi stuðning fyrirtækisins við ísraelska herinn og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli. Þetta eru ógeðfelld orð sem mikill meirihluti íslendinga er hjartanlega ósammála. Það er ekkert broslegt við það að formaður eins stærsta íþróttasambands á Íslandi vilji vinna með fyrirtæki sem gefur út slíkar yfirlýsingar. Í öðru lagi og alvarlegri er sú staða sem formaðurinn setur HSÍ í með því að gera samning við fyrirtæki sem stundar viðskipti í landtökubyggðunum í Palestínu eins og Rapyd gerir. Nýlega varaði utanríkisráðherra Noregs þarlend fyrirtæki við því að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðunum því með því væru þau að stuðla að brotum á alþjóðalögum, þar á meðal mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa margar ríkisstjórnir á Vesturlöndum gefið út og einnig Evrópusambandið. Þessar alvarlegu viðvaranir eiga líka við hér á landi. Það er ekkert broslegt við það að formaður HSÍ leiði sambandið niður þann veg að stuðla að brotum á alþjóðalögum eins og nú er. Í þriðja lagi og enn alvarlegri er sú staðreynd að Rapyd tekur beinan þátt í stríðinu á Gaza með því að setja á stofn og reka svokallað war room þar sem fyrirtækið vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stöðva peningasendingar til andstæðinga þeirra. Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur sagt að líklega sé ísraelski herinn að fremja þjóðarmorð á Gaza en endanlegur úrskurður dómstólsins kemur síðar á þessu ári. Ef það verður niðurstaðan hefur formaður HSÍ sett okkur í þá stöðu að á landsliðsbúningum Íslands í handbolta verður merki fyrirtækis sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Það er grafalvarlegt svo ekki sé meira sagt. Sú afstaða formanns HSÍ að siðferðileg viðmið skipti engu máli þegar kemur að styrktaraðilum sem skreyta landsliðsbúninga Íslands eru því miður ekki brosleg. Sú afstaða er siðferðilega óverjandi og handboltahreyfingunni til skammar. Þessi afstaða er líka í hróplegu ósamræmi við siðferðisvitund flestra Íslendinga. Ég fullyrði að það séu ekki margir sem kennni börnum sínum að siðferðileg sjónarmið skipti engu máli - heldur bara peningar. Bara ef þeir borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.” Samkvæmt orðum formanns HSÍ myndi sambandið gjarnan vilja vinna með rússnesku fyrirtæki sem tekur þátt í stríðinu í Úkraínu eða svo tekið sé eldra dæmi með þýsku fyrirtæki sem vann með þýska hernum í seinni heimstyrjöldinni. Bara ef þau borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar." Ég þekki dæmi um ungt fólk sem hefur neitað sér um að sækja um styrki innan handboltahreyfingarinnar vegna þess að þeir eru borgaðir af, og kenndir við Rapyd. Væntanlega finnst Guðmundi þessi afstaða unga fólksins vera brosleg. Flestum öðrum finnst það ekki vera gamanmál að HSÍ setji ungt fólk í þessa stöðu. Þegar handboltahreyfingin velur sér fólk til forystu sem hefur engin siðferðisleg viðmið verður til gjá milli handboltans og þjóðarinnar. Við höfum séð stuðningsmenn landsliða okkar í handbolta líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum og margir leikmenn myndu örugglega vilja gera slíkt hið sama. Samningur HSÍ við Rapyd er þjóðarskömm og ljótur blettur á íslenskri íþróttasögu. Sú skömm mun lengi uppi. Höfundur er áhugamaður um íslenskan handbolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handbolti Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir í viðtali við Stöð 2 (og Vísi) að fólk sem gagnrýni Handknattleikssamband Íslands fyrir að gera styrktarsamning við ísraelska fyrirtækið Rapyd viti ekkert hvað það sé að tala um. Guðmundur segir að það fólk virðist halda að HSÍ geti valið úr styrktaraðilum en svo sé alls ekki og ef fyrirtæki vilji styrkja HSÍ „þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.“ Undir stjórn Guðmundar er það semsagt klár stefna HSÍ að taka við peningum frá fyrirtækjum án nokkurra siðferðilegra viðmiða. Peningarnir eru það eina sem máli skiptir. Það má kannski segja Guðmundi til vorkunnar að fáum ef nokkrum formanni sambandsins hefur tekist eins illa til við rekstur HSÍ og honum. Allt eigið fé sambandsins er upp urið og gott betur því það er nú orðið neikvætt um tugi milljóna. Í viðtalinu segir Guðmundur að gagnrýni á HSÍ vegna samningsins við Rapyd sé brosleg. Þar skjátlast Guðmundi illilega því gagnrýnin er grafalvarleg og sætir furðu að maður sem er formaður HSÍ skuli ekki bera skynbragð á alvarleika málsins. Gagnrýnin á samning HSÍ við Rapyd er af þrennum toga: Í fyrsta lagi eru það ummæli stjórnarformanns Rapyd á Íslandi um óbilandi stuðning fyrirtækisins við ísraelska herinn og að mannfall óbreyttra borgara á Gaza skipti engu máli. Þetta eru ógeðfelld orð sem mikill meirihluti íslendinga er hjartanlega ósammála. Það er ekkert broslegt við það að formaður eins stærsta íþróttasambands á Íslandi vilji vinna með fyrirtæki sem gefur út slíkar yfirlýsingar. Í öðru lagi og alvarlegri er sú staða sem formaðurinn setur HSÍ í með því að gera samning við fyrirtæki sem stundar viðskipti í landtökubyggðunum í Palestínu eins og Rapyd gerir. Nýlega varaði utanríkisráðherra Noregs þarlend fyrirtæki við því að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðunum því með því væru þau að stuðla að brotum á alþjóðalögum, þar á meðal mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa margar ríkisstjórnir á Vesturlöndum gefið út og einnig Evrópusambandið. Þessar alvarlegu viðvaranir eiga líka við hér á landi. Það er ekkert broslegt við það að formaður HSÍ leiði sambandið niður þann veg að stuðla að brotum á alþjóðalögum eins og nú er. Í þriðja lagi og enn alvarlegri er sú staðreynd að Rapyd tekur beinan þátt í stríðinu á Gaza með því að setja á stofn og reka svokallað war room þar sem fyrirtækið vinnur með ísraelska hernum að því að rekja og stöðva peningasendingar til andstæðinga þeirra. Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur sagt að líklega sé ísraelski herinn að fremja þjóðarmorð á Gaza en endanlegur úrskurður dómstólsins kemur síðar á þessu ári. Ef það verður niðurstaðan hefur formaður HSÍ sett okkur í þá stöðu að á landsliðsbúningum Íslands í handbolta verður merki fyrirtækis sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Það er grafalvarlegt svo ekki sé meira sagt. Sú afstaða formanns HSÍ að siðferðileg viðmið skipti engu máli þegar kemur að styrktaraðilum sem skreyta landsliðsbúninga Íslands eru því miður ekki brosleg. Sú afstaða er siðferðilega óverjandi og handboltahreyfingunni til skammar. Þessi afstaða er líka í hróplegu ósamræmi við siðferðisvitund flestra Íslendinga. Ég fullyrði að það séu ekki margir sem kennni börnum sínum að siðferðileg sjónarmið skipti engu máli - heldur bara peningar. Bara ef þeir borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim.” Samkvæmt orðum formanns HSÍ myndi sambandið gjarnan vilja vinna með rússnesku fyrirtæki sem tekur þátt í stríðinu í Úkraínu eða svo tekið sé eldra dæmi með þýsku fyrirtæki sem vann með þýska hernum í seinni heimstyrjöldinni. Bara ef þau borga “þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar." Ég þekki dæmi um ungt fólk sem hefur neitað sér um að sækja um styrki innan handboltahreyfingarinnar vegna þess að þeir eru borgaðir af, og kenndir við Rapyd. Væntanlega finnst Guðmundi þessi afstaða unga fólksins vera brosleg. Flestum öðrum finnst það ekki vera gamanmál að HSÍ setji ungt fólk í þessa stöðu. Þegar handboltahreyfingin velur sér fólk til forystu sem hefur engin siðferðisleg viðmið verður til gjá milli handboltans og þjóðarinnar. Við höfum séð stuðningsmenn landsliða okkar í handbolta líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum og margir leikmenn myndu örugglega vilja gera slíkt hið sama. Samningur HSÍ við Rapyd er þjóðarskömm og ljótur blettur á íslenskri íþróttasögu. Sú skömm mun lengi uppi. Höfundur er áhugamaður um íslenskan handbolta.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar