Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur látinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júní 2024 18:06 Ragnar Stefánsson var landsþekktur jarðskjálftafræðingur. Vísir/Arnar Ragnar Kristján Stefánsson jarðskjálftafræðingur lést í gær á Landspítalanum. Ragnar var landsþekktur sem helsti jarðskjálftafræðingur þjóðarinnar og var einnig áberandi í félagsstörfum af ýmsu tagi. Ragnar Stefánsson var í augum margra andlit jarðskjálftafræðanna, enda var hann um langt skeið reglulegur álitsgjafi í fjölmiðlum þegar fjalla átti um jarðskjálfta. Fyrir vikið var hann mörgum kunnugur sem Ragnar skjálfti. Fyrir tveimur árum gaf Ragnar út bókina Hvenær kemur sá stóri?, þar sem gerð er grein fyrir þróun jarðskjálftafræðanna og jarðskjálftasaga Íslands reifuð. Efniviður bókarinnar er rannsóknir og ævistarf Ragnars, en rannsóknir hans hafa meðal annar snúið að því hvernig hægt er að spá fyrir um jarðskjálfta. Bókin hlaut hin íslensku bókmenntaverðlaun í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Ragnar var ekki síður þekktur fyrir félagsstörf, en hann var áberandi í þjóðmálaumræðunni sem róttækur vinstri maður. Hann var til að mynda í forystu æskulýðsfylkingarinnar á árunum 1966 - 1984, formaður framfarafélags Dalvíkurbyggðar frá stofnun þess 2002, og formaður samtakanna Landsbyggðin lifi á árunum 2003-2008. Hann var meðal stofnenda Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs árið 1999. Sjálfsævisaga Ragnars, Það skelfur, kom út árið 2013. Eiginkona Ragnars er Ingibjörg Hjartardóttir. Ragnar skilur eftir sig eiginkonu, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Andlát Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Ragnar Stefánsson var í augum margra andlit jarðskjálftafræðanna, enda var hann um langt skeið reglulegur álitsgjafi í fjölmiðlum þegar fjalla átti um jarðskjálfta. Fyrir vikið var hann mörgum kunnugur sem Ragnar skjálfti. Fyrir tveimur árum gaf Ragnar út bókina Hvenær kemur sá stóri?, þar sem gerð er grein fyrir þróun jarðskjálftafræðanna og jarðskjálftasaga Íslands reifuð. Efniviður bókarinnar er rannsóknir og ævistarf Ragnars, en rannsóknir hans hafa meðal annar snúið að því hvernig hægt er að spá fyrir um jarðskjálfta. Bókin hlaut hin íslensku bókmenntaverðlaun í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Ragnar var ekki síður þekktur fyrir félagsstörf, en hann var áberandi í þjóðmálaumræðunni sem róttækur vinstri maður. Hann var til að mynda í forystu æskulýðsfylkingarinnar á árunum 1966 - 1984, formaður framfarafélags Dalvíkurbyggðar frá stofnun þess 2002, og formaður samtakanna Landsbyggðin lifi á árunum 2003-2008. Hann var meðal stofnenda Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs árið 1999. Sjálfsævisaga Ragnars, Það skelfur, kom út árið 2013. Eiginkona Ragnars er Ingibjörg Hjartardóttir. Ragnar skilur eftir sig eiginkonu, börn, barnabörn og barnabarnabörn.
Andlát Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira