Viðskipti innlent

Í maí voru 5800 at­vinnu­lausir

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hagstofa Íslands birti niðurstöður árstíðaleiðréttra niðurstaðna vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar.
Hagstofa Íslands birti niðurstöður árstíðaleiðréttra niðurstaðna vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Vísir/Hanna Andrésdóttir

Í maí á þessu ári voru 5800 einstaklingar atvinnulausir. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra einstaklinga var 2,5 prósent, hlutfall starfandi var áttatíu prósent og atvinnuþátttaka 82 prósent.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Er þetta samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar.

Þar kemur einnig fram að árstíðaleiðrétt atvinnuleysi hafi dregist saman um 1,2 prósentustig á milli mánaða á sama tíma og hlutfall starfandi hafi staði nánast alveg í stað og atvinnuþátttaka minnkað lítillega, um 0,8 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×