Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júní 2024 21:10 Hörður Guðmundsson við svipaða flugvél og hann byrjaði með á Ísafirði fyrir 54 árum. Þetta er einshreyfils stélhjólsvél af gerðinni Cessna 185. Egill Aðalsteinsson Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. „Þetta er nú vélin, strákar mínir,” segir Hörður þegar hann sýnir okkur Cessnu 185 í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Það var einmitt á svipaðri einshreyfils stélhjólsvél sem hann hóf flugrekstur sinn á Ísafirði vorið 1970. Flugfélagið er nefnt eftir tveimur samnefndum vestfirskum fjöllum, fjallinu Erni, sem er ofan Arnardals við Skutulsfjörð, þaðan sem Hörður er ættaður, og fjallinu Erni ofan Bolungarvíkur, þaðan sem eiginkona hans, Jónína Guðmundsdóttir, er ættuð. „Við flugum vítt og breitt með póst um alla Vestfirði. Og mikið sjúkraflug. Það voru algjörar vegleysur stóran hluta ársins fyrir vestan. Djúpvegurinn var ekki kominn, - ófært yfir heiðar sex mánuði að minnsta kosti.“ Twin Otter Ernis, TF-ÖRN, á Patreksfjarðarflugvelli árið 1993 í áætlunarflugi milli byggða Vestfjarða.skjáskot/Stöð 2 Flugvélarnar stækkuðu, í frétt Stöðvar 2 sjáum við nítján sæta Twin Otter lenda á Patreksfirði árið 1993. Póstflugið varð grunnurinn að áætlunarflugi til allra byggða á vestanverðum Vestfjörðum. „Milli allra fjarða frá Ísafirði til Patreksfjarðar fimm daga vikunnar allan ársins hring,“ segir Hörður en flug Ernis skóp atvinnu fyrir fjóra flugmenn á Ísafirði þegar mest var auk flugvirkja og afgreiðslufólks. Árið 1994 var hann sæmdur fálkaorðunni fyrir sjúkraflug. En svo breyttust forsendur á Vestfjörðum, vegirnir bötnuðu, hann missti sjúkraflugið, pósturinn fór landleiðina og fólkinu fækkaði þegar togararnir hurfu úr þorpunum. Eftir það gerði Hörður út flugvélar sínar erlendis um sjö ára skeið. Hörður við Dornier-skrúfuþotuna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Hann endurvakti svo Erni í Reykjavík, var með fjórar Jetstream-skrúfuþotur í áætlunarflugi á sex staði en flaggskipið var 32 sæta Dornier 328. Hún hefur núna verið seld úr landi, sem Hörður er ekki alveg sáttur við. „Ég veit til þess að það hefðu verið næg verkefni fyrir hana í sumar, bæði hér heima og í Grænlandi og jafnvel erlendis. En nýir fjárfestar tóku þá ákvörðun að selja vélina.“ Hörður segir rekstur Ernis lengst af hafa gengið vel. „Við komumst í gegnum flestar krísur og nánast því allar krísur hjálparlaust. Nema núna þegar covid kom.“ Jetstream-skrúfuþota Ernis á flugvellinum á Hornafirði.Arnar Halldórsson Hann var þá með milli 50 og 60 manns í vinnu, sem hann segir að ekki hafi verið hægt að segja upp nema taka fólkið af hlutabótaleið og greiða því full laun. Þetta hafi reynst félaginu ofviða. „Það varð til þess að við urðum að fá til okkar fjárfesta inn í félagið sem reka þetta núna.“ Þótt Hörður og fjölskylda eigi ennþá fjórðung í félaginu segist hann núna hættur almennum flugrekstri. „Já, ég held það. Ég held að mínum tíma sé lokið, sko. Ég get ekki sagt að minn tími muni koma. Hann er liðinn,“ segir Hörður og hlær. „Það eru góðar minningar. En ég varð ekki efnaður, sko. Ég get alveg sagt þér það. En allt í lagi. Ég tóri.“ Hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir, stofnendur Flugfélagsins Ernis.Egill Aðalsteinsson En hvað stendur upp úr? „Ætli það hafi ekki bara verið tíminn fyrir vestan,“ svarar Hörður en tekur fram að þau ár hafi jafnframt verið erfið. „Við misstum flugvélar líka. Það urðu hjá okkur óhöpp og áföll sem var ekkert létt að taka á.“ Hörður segist þó ekki hættur að fljúga. „Það rann út hjá mér læknisskoðunin, sem ég er reyndar að fara að endurnýja aftur. Og það er flugskóli hérna, Geirfugl. Þeir ætla að slípa mig til aftur núna. Þannig að ég gæti farið að fljúga þessu apparati hérna innan skamms,” segir hann og bendir á litlu Cessnuna fyrir aftan sig. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
„Þetta er nú vélin, strákar mínir,” segir Hörður þegar hann sýnir okkur Cessnu 185 í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Það var einmitt á svipaðri einshreyfils stélhjólsvél sem hann hóf flugrekstur sinn á Ísafirði vorið 1970. Flugfélagið er nefnt eftir tveimur samnefndum vestfirskum fjöllum, fjallinu Erni, sem er ofan Arnardals við Skutulsfjörð, þaðan sem Hörður er ættaður, og fjallinu Erni ofan Bolungarvíkur, þaðan sem eiginkona hans, Jónína Guðmundsdóttir, er ættuð. „Við flugum vítt og breitt með póst um alla Vestfirði. Og mikið sjúkraflug. Það voru algjörar vegleysur stóran hluta ársins fyrir vestan. Djúpvegurinn var ekki kominn, - ófært yfir heiðar sex mánuði að minnsta kosti.“ Twin Otter Ernis, TF-ÖRN, á Patreksfjarðarflugvelli árið 1993 í áætlunarflugi milli byggða Vestfjarða.skjáskot/Stöð 2 Flugvélarnar stækkuðu, í frétt Stöðvar 2 sjáum við nítján sæta Twin Otter lenda á Patreksfirði árið 1993. Póstflugið varð grunnurinn að áætlunarflugi til allra byggða á vestanverðum Vestfjörðum. „Milli allra fjarða frá Ísafirði til Patreksfjarðar fimm daga vikunnar allan ársins hring,“ segir Hörður en flug Ernis skóp atvinnu fyrir fjóra flugmenn á Ísafirði þegar mest var auk flugvirkja og afgreiðslufólks. Árið 1994 var hann sæmdur fálkaorðunni fyrir sjúkraflug. En svo breyttust forsendur á Vestfjörðum, vegirnir bötnuðu, hann missti sjúkraflugið, pósturinn fór landleiðina og fólkinu fækkaði þegar togararnir hurfu úr þorpunum. Eftir það gerði Hörður út flugvélar sínar erlendis um sjö ára skeið. Hörður við Dornier-skrúfuþotuna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Hann endurvakti svo Erni í Reykjavík, var með fjórar Jetstream-skrúfuþotur í áætlunarflugi á sex staði en flaggskipið var 32 sæta Dornier 328. Hún hefur núna verið seld úr landi, sem Hörður er ekki alveg sáttur við. „Ég veit til þess að það hefðu verið næg verkefni fyrir hana í sumar, bæði hér heima og í Grænlandi og jafnvel erlendis. En nýir fjárfestar tóku þá ákvörðun að selja vélina.“ Hörður segir rekstur Ernis lengst af hafa gengið vel. „Við komumst í gegnum flestar krísur og nánast því allar krísur hjálparlaust. Nema núna þegar covid kom.“ Jetstream-skrúfuþota Ernis á flugvellinum á Hornafirði.Arnar Halldórsson Hann var þá með milli 50 og 60 manns í vinnu, sem hann segir að ekki hafi verið hægt að segja upp nema taka fólkið af hlutabótaleið og greiða því full laun. Þetta hafi reynst félaginu ofviða. „Það varð til þess að við urðum að fá til okkar fjárfesta inn í félagið sem reka þetta núna.“ Þótt Hörður og fjölskylda eigi ennþá fjórðung í félaginu segist hann núna hættur almennum flugrekstri. „Já, ég held það. Ég held að mínum tíma sé lokið, sko. Ég get ekki sagt að minn tími muni koma. Hann er liðinn,“ segir Hörður og hlær. „Það eru góðar minningar. En ég varð ekki efnaður, sko. Ég get alveg sagt þér það. En allt í lagi. Ég tóri.“ Hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir, stofnendur Flugfélagsins Ernis.Egill Aðalsteinsson En hvað stendur upp úr? „Ætli það hafi ekki bara verið tíminn fyrir vestan,“ svarar Hörður en tekur fram að þau ár hafi jafnframt verið erfið. „Við misstum flugvélar líka. Það urðu hjá okkur óhöpp og áföll sem var ekkert létt að taka á.“ Hörður segist þó ekki hættur að fljúga. „Það rann út hjá mér læknisskoðunin, sem ég er reyndar að fara að endurnýja aftur. Og það er flugskóli hérna, Geirfugl. Þeir ætla að slípa mig til aftur núna. Þannig að ég gæti farið að fljúga þessu apparati hérna innan skamms,” segir hann og bendir á litlu Cessnuna fyrir aftan sig. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30 Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30
Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug. Flugfreyjur voru um borð í vél félagsins í fyrsta sinn. 5. desember 2018 20:45
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15