Kjarnorkubréf Einsteins til sölu Jón Þór Stefánsson skrifar 25. júní 2024 18:14 Albert Einstein í þungum þönkum. Getty Bréf sem Albert Einstein skrifaði til Franklíns D. Roosevelt Bandaríkjaforseta árið 1939 verður falt á uppboði. Í bréfinu hvatti Einstein forsetann til að hefja þróun á kjarnorkusprengjum þar sem að Þýskaland nasismans væri farið að gera það. Þremur árum seinna byrjuðu Bandaríkjamenn að hanna kjarnorkuvopn með hinu svokallaða Manhattan-verkefni. Bandaríkin notuðu síðan afraksturinn í stríðsrekstri undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar í Hiroshima og Nagasaki í Japan árið 1945. Bréfið var þó ekki skrifað af sjálfum Einstein, heldur var það ungverski vísindamaðurinn Leo Szilard sem hélt um pennann, en hann er sagður hafa fengið hjálp frá öðru fræðafólki við skrifin. Einstein hins vegar skrifaði undir bréfið, en það þótti líklegri til að fanga athygli Roosevelt forseta. Það var skrifað annan ágúst 1939, örfáum vikum áður en seinni heimsstyrjöldin hófst. Talið er að bréfið hafi veitt Einstein eftirsjá. „Hefði ég vitað að Þjóðverjum myndi ekki takast að framleiða kjarnorkuvopn þá hefði ég ekki lyft fingri,“ á hann aða hafa sagt árið 1947. Bréfið var í eigu Paul Allen, eins stofnanda Microsoft, sem lést 65 ára gamall árið 2018. Fleiri munir Allen verða til sölu á uppboði sem mun fara fram í New York í september. Samkvæmt BBC verður umrætt bréf þó aðalgripurinn sem verður á boðstólnum, en búist er við því að verðmat á því hlaupi á fjórum til sex milljónum Bandaríkjadala. Jafngildi þess er frá rúmlega 500 milljónum íslenskra króna upp í rúmlega 800 milljónir. Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þremur árum seinna byrjuðu Bandaríkjamenn að hanna kjarnorkuvopn með hinu svokallaða Manhattan-verkefni. Bandaríkin notuðu síðan afraksturinn í stríðsrekstri undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar í Hiroshima og Nagasaki í Japan árið 1945. Bréfið var þó ekki skrifað af sjálfum Einstein, heldur var það ungverski vísindamaðurinn Leo Szilard sem hélt um pennann, en hann er sagður hafa fengið hjálp frá öðru fræðafólki við skrifin. Einstein hins vegar skrifaði undir bréfið, en það þótti líklegri til að fanga athygli Roosevelt forseta. Það var skrifað annan ágúst 1939, örfáum vikum áður en seinni heimsstyrjöldin hófst. Talið er að bréfið hafi veitt Einstein eftirsjá. „Hefði ég vitað að Þjóðverjum myndi ekki takast að framleiða kjarnorkuvopn þá hefði ég ekki lyft fingri,“ á hann aða hafa sagt árið 1947. Bréfið var í eigu Paul Allen, eins stofnanda Microsoft, sem lést 65 ára gamall árið 2018. Fleiri munir Allen verða til sölu á uppboði sem mun fara fram í New York í september. Samkvæmt BBC verður umrætt bréf þó aðalgripurinn sem verður á boðstólnum, en búist er við því að verðmat á því hlaupi á fjórum til sex milljónum Bandaríkjadala. Jafngildi þess er frá rúmlega 500 milljónum íslenskra króna upp í rúmlega 800 milljónir.
Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira