Uppgjör: Keflavík - Breiðablik 0-2 | Toppliðið aftur á sigurbraut Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. júní 2024 17:16 Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik gegn Keflavík. Vísir/Vilhelm Breiðablik vann öruggan sigur á Keflavík í Keflavík í kvöld í 10. umferð Bestu deildar kvenna. Lokatölur 0-2 þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir kláraði leikinn í fyrri hálfleik. Allt frá upphafsflauti var ljóst í hvað stefndi og ekki leið að löngu að Breiðablik komst í forystu. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði þá eftir fyrirgjöf af hægri kantinum, en var leikurinn fyrsti byrjunarliðsleikur Katrínar í Bestu deildinni í sumar. Keflavíkur liðið átti erfitt með að komast yfir miðju í fyrri hálfleik og lék Breiðabliks liðið á allsoddi. Á 27. mínútu leiksins jók Breiðablik forystu sína þegar Katrín skoraði sitt annað mark eftir hornspyrnu Írenu Héðinsdóttur Gonzalez. Twana Khalid Ahmed, dómari leiksins, bætti engu við fyrri hálfleikinn og staðan því 0-2 í hálfleik. Keflavík fékk sitt lang besta færi á 50. mínútu þegar Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, átti misheppnaða sendingu til baka sem Melanie Claire komst inn í og var því komin ein í gegn. Skot hennar var þó beint á Telmu Ívarsdóttur, markvörð Blika. Fátt markvert gerðist eftir það. Blikar reyndu að sækja á þetta vörn Keflavíkur og sömuleiðis reyndu heimakonur að skora úr sínum skyndisóknum og föstu leikatriðum, en allt kom þó fyrir ekki. Atvik leiksins Dauðafærið sem Melanie Claire klikkaði á. Markið hefði veitt heimakonum byr í seglin og spurning hvernig Blikar hefðu tekið þessu óvænta mótlæti miðað við þá einstefnu sem fyrri hálfleikurinn var. Stjörnur og skúrkar Katrín Ásbjörnsdóttir, í sínum fyrsta byrjunarliðs leik í Bestu deildinni í sumar, var stjarna leiksins og í raun eina stjarnan á vellinum. Hún kláraði þessi þrjú stig fyrir Breiðablik. Frammistaða Keflavíkur í fyrri hálfleik var agaleg. Menn í blaðamannastúkunni voru að giska á að lokatölur leiksins yrðu 6-0 eða meira í fyrri hálfleik, svo illa gekk heimakonum í þeim hálfleik. Dómarar Twana Khalid Ahmed og hans teymi með fína frammistöðu í Keflavík í kvöld, í nokkuð rólegum leik. Stemning og umgjörð Það var ekki hátt risið hvað varðar stemningu og umgjörð á þessum leik. Mættu aðeins 90 manns á leikinn, sem verður að teljast nokkuð dapurt. Jonathan Glenn: Svekktur Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Diego „Ég er dálítið svekktur, af því að mér fannst við byrja leikinn ekki nægilega vel,“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, beint eftir leik. „Mér fannst við ekki vera gera nægilega vel í því að stöðva fyrirgjafir út á köntunum. Mér fannst við ekki aðstoða bakverði okkar nægilega vel með hjálparvörn og þeir voru að einangrast. Þannig að fyrstu 35 mínúturnar var ég alls ekki ánægður, en eftir það löguðum við það og svo í seinni hálfleik fannst mér við verjast mjög vel og við sköpuðum okkur meira en þær og hefðum getað skorað nokkrum sinnum.“ Melanie Claire klúðraði dauðafæri í upphafi seinni hálfleiks sem Glenn var svekktur með að hafi ekki orðið að marki. „Það var svekkjandi. Líka eins og á móti liði eins og Breiðablik þá verður maður að nýta alla sénsa. Við hefðum átt að skora, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem við sköpuðum okkur mörg færi og vörðumst mjög vel. Þær voru líka hættar að komast aftur fyrir bakverðina okkar. Þær reyndu að margmenna á kantanna og að láta miðjumennina sína koma hátt á völlinn. Þær reyndu ýmislegt en við höndluðum það allt mjög vel og náðum einnig að komast í skyndisóknir.“ Keflavík er að spila á mjög ungu liði um þessar mundir vegna meiðsla. Glenn telur þó þá reynslu sem þeir ungu leikmenn eru að fá vera eitt af jákvæðu punktunum sem þau geta tekið út úr leiknum ásamt öðru. „Hvernig við kláruðum leikinn. Margt jákvætt úr seinni hálfleiknum. Auðvitað eru mikil meiðsli hjá okkur, en í staðin spila margir ungir leikmenn og jafnvel enn yngri leikmenn. Þessi reynsla fer öll í bankann hjá þeim og mun nýtast okkur í framtíðinni.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Keflavík ÍF Breiðablik
Breiðablik vann öruggan sigur á Keflavík í Keflavík í kvöld í 10. umferð Bestu deildar kvenna. Lokatölur 0-2 þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir kláraði leikinn í fyrri hálfleik. Allt frá upphafsflauti var ljóst í hvað stefndi og ekki leið að löngu að Breiðablik komst í forystu. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði þá eftir fyrirgjöf af hægri kantinum, en var leikurinn fyrsti byrjunarliðsleikur Katrínar í Bestu deildinni í sumar. Keflavíkur liðið átti erfitt með að komast yfir miðju í fyrri hálfleik og lék Breiðabliks liðið á allsoddi. Á 27. mínútu leiksins jók Breiðablik forystu sína þegar Katrín skoraði sitt annað mark eftir hornspyrnu Írenu Héðinsdóttur Gonzalez. Twana Khalid Ahmed, dómari leiksins, bætti engu við fyrri hálfleikinn og staðan því 0-2 í hálfleik. Keflavík fékk sitt lang besta færi á 50. mínútu þegar Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, átti misheppnaða sendingu til baka sem Melanie Claire komst inn í og var því komin ein í gegn. Skot hennar var þó beint á Telmu Ívarsdóttur, markvörð Blika. Fátt markvert gerðist eftir það. Blikar reyndu að sækja á þetta vörn Keflavíkur og sömuleiðis reyndu heimakonur að skora úr sínum skyndisóknum og föstu leikatriðum, en allt kom þó fyrir ekki. Atvik leiksins Dauðafærið sem Melanie Claire klikkaði á. Markið hefði veitt heimakonum byr í seglin og spurning hvernig Blikar hefðu tekið þessu óvænta mótlæti miðað við þá einstefnu sem fyrri hálfleikurinn var. Stjörnur og skúrkar Katrín Ásbjörnsdóttir, í sínum fyrsta byrjunarliðs leik í Bestu deildinni í sumar, var stjarna leiksins og í raun eina stjarnan á vellinum. Hún kláraði þessi þrjú stig fyrir Breiðablik. Frammistaða Keflavíkur í fyrri hálfleik var agaleg. Menn í blaðamannastúkunni voru að giska á að lokatölur leiksins yrðu 6-0 eða meira í fyrri hálfleik, svo illa gekk heimakonum í þeim hálfleik. Dómarar Twana Khalid Ahmed og hans teymi með fína frammistöðu í Keflavík í kvöld, í nokkuð rólegum leik. Stemning og umgjörð Það var ekki hátt risið hvað varðar stemningu og umgjörð á þessum leik. Mættu aðeins 90 manns á leikinn, sem verður að teljast nokkuð dapurt. Jonathan Glenn: Svekktur Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.Vísir/Diego „Ég er dálítið svekktur, af því að mér fannst við byrja leikinn ekki nægilega vel,“ sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, beint eftir leik. „Mér fannst við ekki vera gera nægilega vel í því að stöðva fyrirgjafir út á köntunum. Mér fannst við ekki aðstoða bakverði okkar nægilega vel með hjálparvörn og þeir voru að einangrast. Þannig að fyrstu 35 mínúturnar var ég alls ekki ánægður, en eftir það löguðum við það og svo í seinni hálfleik fannst mér við verjast mjög vel og við sköpuðum okkur meira en þær og hefðum getað skorað nokkrum sinnum.“ Melanie Claire klúðraði dauðafæri í upphafi seinni hálfleiks sem Glenn var svekktur með að hafi ekki orðið að marki. „Það var svekkjandi. Líka eins og á móti liði eins og Breiðablik þá verður maður að nýta alla sénsa. Við hefðum átt að skora, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem við sköpuðum okkur mörg færi og vörðumst mjög vel. Þær voru líka hættar að komast aftur fyrir bakverðina okkar. Þær reyndu að margmenna á kantanna og að láta miðjumennina sína koma hátt á völlinn. Þær reyndu ýmislegt en við höndluðum það allt mjög vel og náðum einnig að komast í skyndisóknir.“ Keflavík er að spila á mjög ungu liði um þessar mundir vegna meiðsla. Glenn telur þó þá reynslu sem þeir ungu leikmenn eru að fá vera eitt af jákvæðu punktunum sem þau geta tekið út úr leiknum ásamt öðru. „Hvernig við kláruðum leikinn. Margt jákvætt úr seinni hálfleiknum. Auðvitað eru mikil meiðsli hjá okkur, en í staðin spila margir ungir leikmenn og jafnvel enn yngri leikmenn. Þessi reynsla fer öll í bankann hjá þeim og mun nýtast okkur í framtíðinni.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti