Mun ekki leyfa kaup og sölur á uppsprengdu verði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2024 13:00 Nýjasti leikmaður Everton, ykkur er fyrirgefið ef þið hafið aldrei séð kauða. Tony McArdle/Getty Images Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa gefið skýrt til kynna að deildin mun ekki leyfa liðum deildarinnar að beygja fjárhagsregluverk hennar með því að selja unga og uppalda leikmenn á uppsprengdu verði. Breska ríkisútvarpið, BBC, birti frétt þess efnis að nokkur lið deildarinnar hefðu svo gott sem skipt á ungum og uppöldum leikmönnum. Skiptin fóru hins vegar þannig fram að liðin borguðu uppsprengt verð en um er að ræða leikmenn sem hafa lítið sem ekkert áorkað á knattspyrnuvellinum. Clubs warned not to breach Premier League ‘good faith’ rules over ‘PSR loophole’ dealshttps://t.co/HDypknTMlF— Martyn Ziegler (@martynziegler) June 24, 2024 Ástæðan er sú að uppaldir leikmenn skila meira í kassann þegar kemur að PSR-reglum deildarinnar en þær skera úr um hvað lið deildarinnar mega vera mikið í mínus yfir þriggja ára tímabil. Var reglunum ætlað að hjálpa þeim liðum sem ekki ættu ótæmanlegar hirslur en það virðist ekki vera raunin. Þar sem uppaldir leikmenn flokkast sem „hreinn gróði“ þá telja þeir allt að þrisvar sinnum meira í bókhaldi félaganna. Ef uppalinn leikmaður er seldur fyrir 5 milljónir má félagið kaupa fyrir 15 milljónir án þess að brjóta téðar fjármálareglur. Þetta virðast lið deildarinnar nú vera að nýta sér í gríð og erg. Everton er eitt þeirra félaga sem nefnt er í greininni en félagið keypti hinn tvítuga Tim Iroegbunam á níu milljónir punda, rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna, frá Aston Villa. Hinn 21 árs gamli Lewis Dobbin fór í hina áttina fyrir sömu upphæð. Þá var Villa nálægt því að selja táninginn Omari Kellyman til Chelsea á 19 milljónir punda, rúma 3,3 milljarða íslenskra króna. Aston Villa is pleased to announce the signing of Lewis Dobbin from Everton. 🤝— Aston Villa (@AVFCOfficial) June 23, 2024 Skömmu eftir að Villa hafði selt Iroegbunam var tilkynnt að félagið væri að festa kaup á Ian Maatsen, vinstri bakverði Chelsea sem spilaði með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð. Kaupverðið 37,5 milljónir punda, rúmlega 6,6 milljarða íslenskra króna. Á svipuðum tíma var Everton sagt vera að íhuga að kaupa táninginn Yankuba Minteh frá Newcastle United en síðarnefnda liðið var á sama tíma sagt vilja kaupa framherjann Dominic Calvert-Lewin. Í frétt BBC kemur fram að eitt lið deildarinnar hafi miklar áhyggjur af þessu og hafi lagt inn kvörtun. Á sama tíma hefur The Times greint frá að deildin muni ekki leyfa liðum að komast upp með þetta. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Breska ríkisútvarpið, BBC, birti frétt þess efnis að nokkur lið deildarinnar hefðu svo gott sem skipt á ungum og uppöldum leikmönnum. Skiptin fóru hins vegar þannig fram að liðin borguðu uppsprengt verð en um er að ræða leikmenn sem hafa lítið sem ekkert áorkað á knattspyrnuvellinum. Clubs warned not to breach Premier League ‘good faith’ rules over ‘PSR loophole’ dealshttps://t.co/HDypknTMlF— Martyn Ziegler (@martynziegler) June 24, 2024 Ástæðan er sú að uppaldir leikmenn skila meira í kassann þegar kemur að PSR-reglum deildarinnar en þær skera úr um hvað lið deildarinnar mega vera mikið í mínus yfir þriggja ára tímabil. Var reglunum ætlað að hjálpa þeim liðum sem ekki ættu ótæmanlegar hirslur en það virðist ekki vera raunin. Þar sem uppaldir leikmenn flokkast sem „hreinn gróði“ þá telja þeir allt að þrisvar sinnum meira í bókhaldi félaganna. Ef uppalinn leikmaður er seldur fyrir 5 milljónir má félagið kaupa fyrir 15 milljónir án þess að brjóta téðar fjármálareglur. Þetta virðast lið deildarinnar nú vera að nýta sér í gríð og erg. Everton er eitt þeirra félaga sem nefnt er í greininni en félagið keypti hinn tvítuga Tim Iroegbunam á níu milljónir punda, rúmlega einn og hálfan milljarð íslenskra króna, frá Aston Villa. Hinn 21 árs gamli Lewis Dobbin fór í hina áttina fyrir sömu upphæð. Þá var Villa nálægt því að selja táninginn Omari Kellyman til Chelsea á 19 milljónir punda, rúma 3,3 milljarða íslenskra króna. Aston Villa is pleased to announce the signing of Lewis Dobbin from Everton. 🤝— Aston Villa (@AVFCOfficial) June 23, 2024 Skömmu eftir að Villa hafði selt Iroegbunam var tilkynnt að félagið væri að festa kaup á Ian Maatsen, vinstri bakverði Chelsea sem spilaði með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð. Kaupverðið 37,5 milljónir punda, rúmlega 6,6 milljarða íslenskra króna. Á svipuðum tíma var Everton sagt vera að íhuga að kaupa táninginn Yankuba Minteh frá Newcastle United en síðarnefnda liðið var á sama tíma sagt vilja kaupa framherjann Dominic Calvert-Lewin. Í frétt BBC kemur fram að eitt lið deildarinnar hafi miklar áhyggjur af þessu og hafi lagt inn kvörtun. Á sama tíma hefur The Times greint frá að deildin muni ekki leyfa liðum að komast upp með þetta.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira