Markmiðið sé að útrýma smábátasjómönnum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2024 12:22 Kjartan Páll segir engin fiskifræðileg rök liggja á bak við kvótasetningu grásleppunnar. Kvótasetningin séu hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum. Vísir/Vilhelm Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar. Kjartan birti pistil á Vísi í vikunni þar sem hann sagði hið fornkveðna hafa sannast, að kvótakerfið hefði ekkert með fiskvernd að gera. Tillögurnar væru hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum í hinum dreifðu byggðum og kæmi til með að hafa fyrirséðar afleiðingar fyrir smábátasjómenn um allt land. Markmið laganna sé að senda hrognkelsið sömu leið og alla aðra nytjastofna: í einkaeigu örfárra aðila. Frumvarpið marki upphaf „verksmiðjuveiða“ í grásleppu og „grásleppukarlinn“ heyri nú sögunni til. Samþjöppun í grásleppuveiðum fjölgi strandveiðibátum Kjartan segir að það sé alveg ljóst að þegar menn fara að selja sig út úr grásleppunni, muni fjölga í strandveiðum. Grásleppumenn muni hægt og bítandi selja sig úr greininni, og þá vilji þeir nota bátana sína í eitthvað annað. Strandveiðar séu þá eini möguleikinn. „Strandveiðikerfið er náttúrulega komið alveg út að þanmörkum nú þegar. Það á að fara stoppa okkur núna í næstu viku, það á að slá enn eitt metið í ótímabærri stöðvun strandveiða. Þeir virðast ekki hafa hugsað þetta til enda,“ segir Kjartan. Hann segir að fjölgun strandveiðibáta sé hið besta mál, allir séu velkomnir þangað. En stjórnvöld verði þá að grípa til einhverra aðgerða til að auka hlut þeirra. Kvótinn muni safnast á fárra hendur Kjartan segir að það sem komi klárlega til með að gerast hægt og rólega yfir árin, sé að kvótin muni safnast á fárra hendur. „Þessi varnagli um 1,5 prósent kvótaþak, það er bara blaður út í loftið af því það er alltaf hægt að breyta því seinna. Um leið og það er búið að geirnegla grásleppuna í kvóta, þá verður hægt að hækka þetta kvótaþak,“ segir Kjartan. Kjartan segir ljóst að grásleppukvótinn muni smám saman safnast á fárra hendur á næstu árum.Egill Aðalsteinsson Aðalmálið sé að geirnegla kvótasetninguna til að byrja með, og svo verði seinna hægt að breyta öllu hinu, til að mynda kvótaþakinu. Það sé létt að breyta ákvæðum um kvótaþak og þess háttar, en mjög erfitt að vinda ofan af kvótasetningunni sjálfri. Kjartan bendir á að kvótaþakið hafi oft verið hækkað í almenna kvótakerfinu, og nú sé frumvarp til umræðu um að hækka kvótaþakið úr 12 prósentum upp í 15 prósent. „Það er alveg pottþétt, að eftir nokkur ár verði þetta kvótaþak langt fyrir ofan þetta 1,5 prósent. En það er alveg liður í stóra planinu hjá þessum kvótasinnum“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu. 23. júní 2024 07:32 Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. 23. júní 2024 11:52 Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. 7. júní 2024 15:53 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Kjartan birti pistil á Vísi í vikunni þar sem hann sagði hið fornkveðna hafa sannast, að kvótakerfið hefði ekkert með fiskvernd að gera. Tillögurnar væru hluti af aðför stjórnvalda að smábátaveiðum í hinum dreifðu byggðum og kæmi til með að hafa fyrirséðar afleiðingar fyrir smábátasjómenn um allt land. Markmið laganna sé að senda hrognkelsið sömu leið og alla aðra nytjastofna: í einkaeigu örfárra aðila. Frumvarpið marki upphaf „verksmiðjuveiða“ í grásleppu og „grásleppukarlinn“ heyri nú sögunni til. Samþjöppun í grásleppuveiðum fjölgi strandveiðibátum Kjartan segir að það sé alveg ljóst að þegar menn fara að selja sig út úr grásleppunni, muni fjölga í strandveiðum. Grásleppumenn muni hægt og bítandi selja sig úr greininni, og þá vilji þeir nota bátana sína í eitthvað annað. Strandveiðar séu þá eini möguleikinn. „Strandveiðikerfið er náttúrulega komið alveg út að þanmörkum nú þegar. Það á að fara stoppa okkur núna í næstu viku, það á að slá enn eitt metið í ótímabærri stöðvun strandveiða. Þeir virðast ekki hafa hugsað þetta til enda,“ segir Kjartan. Hann segir að fjölgun strandveiðibáta sé hið besta mál, allir séu velkomnir þangað. En stjórnvöld verði þá að grípa til einhverra aðgerða til að auka hlut þeirra. Kvótinn muni safnast á fárra hendur Kjartan segir að það sem komi klárlega til með að gerast hægt og rólega yfir árin, sé að kvótin muni safnast á fárra hendur. „Þessi varnagli um 1,5 prósent kvótaþak, það er bara blaður út í loftið af því það er alltaf hægt að breyta því seinna. Um leið og það er búið að geirnegla grásleppuna í kvóta, þá verður hægt að hækka þetta kvótaþak,“ segir Kjartan. Kjartan segir ljóst að grásleppukvótinn muni smám saman safnast á fárra hendur á næstu árum.Egill Aðalsteinsson Aðalmálið sé að geirnegla kvótasetninguna til að byrja með, og svo verði seinna hægt að breyta öllu hinu, til að mynda kvótaþakinu. Það sé létt að breyta ákvæðum um kvótaþak og þess háttar, en mjög erfitt að vinda ofan af kvótasetningunni sjálfri. Kjartan bendir á að kvótaþakið hafi oft verið hækkað í almenna kvótakerfinu, og nú sé frumvarp til umræðu um að hækka kvótaþakið úr 12 prósentum upp í 15 prósent. „Það er alveg pottþétt, að eftir nokkur ár verði þetta kvótaþak langt fyrir ofan þetta 1,5 prósent. En það er alveg liður í stóra planinu hjá þessum kvótasinnum“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu. 23. júní 2024 07:32 Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. 23. júní 2024 11:52 Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. 7. júní 2024 15:53 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Lilja Rafney Magnúsdóttir varaþingmaður Vinstri grænna hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði Lilja Rafney eftir að samþykkt var á þingi frumvarp um kvótasetningu grásleppu. Í aðsendri grein segir Lilja Rafney að hún segi sig úr flokknum vegna svika hans við eigin sjávarútvegsstefnu. 23. júní 2024 07:32
Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. 23. júní 2024 11:52
Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. 7. júní 2024 15:53