„Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2024 21:04 Helga Björg Heiðdal, íbúi í Laugardal og eigandi kattarins Lítils sem fannst dauður um helgina. Hún telur víst að hundar hafi banað honum. Vísir/bjarni Íbúi í Laugardal, sem telur að veiðihundar í hverfinu hafi drepið köttinn hennar, segir íbúa dauðhrædda við hundana og langþreytta á lausagöngu þeirra. Hún var fyrir tilviljun á vettvangi í gær þegar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana, sem þá gengu lausir enn einu sinni. Hundarnir, veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, komust í fréttir nú um helgina vegna gruns um að þrír þeirra hefðu drepið kött. Myndin sem fylgir fréttinni, þar sem kötturinn Litli sést liggja dauður í götunni, er tekin á horni Sundlaugavegar og Laugarnesvegar á fimmtudag. Við hittum Helgu Björgu Heiðdal, eiganda kattarins Litla, þar á horninu í dag. Hvernig varð þér við að sjá þessa mynd? „Konan sem tók hana varaði mig við henni. Hana langaði ekkert að senda mér hana. Og maður veit ekkert hvað gerðist eða hvað hann þurfti að upplifa áður en hann drapst,“ segir Helga. Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana sem gengu lausir í Laugardalnum í gær.Tinna Bjarnadóttir Ógnandi hegðun Rétt er þó að taka fram að ekki er sannað að hundarnir hafi drepið köttinn. Vitni segist einungis hafa séð þá með hann dauðan í kjaftinum. En Helga telur að hundarnir eigi sannarlega sökina, ekki síst í ljósi þess að grunur hefur áður kviknað um að hundar sömu eigenda hafi ráðist á og drepið ketti. Íbúar í hverfinu hafa lýst miklum áhyggjum af lausagöngu hundanna, á samfélagsmiðlum og í samtali við fréttastofu, og segja hana langvarandi vandamál. Sumir lýsa því að hundarnir hafi sýnt af sér ógnandi hegðun í garð fólks, annarra hunda og katta. Aðrir hafa beinlínis bannað börnum sínum að ganga götuna sem hundarnir búa við eða leika sér þar í nágrenninu. „Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín og önnur dýr sem er náttúrulega bara ógeðslega leiðinlegt,“ segir Helga. Rauk á eftir hundunum Hundarnir þrír fóru svo enn einu sinni á flakk í gær og Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með tvo þeirra í haldi, eftir að vegfarendur handsömuðu þá. Þar á meðal var Helga sjálf. Þú ert bara heima hjá þér í gær þegar þú sérð hundana út um gluggann? „Ég sé þá lausa út um gluggann fyrir einhverja fáránlega slysni og ákveð bara að fara á eftir þeim,“ segir Helga. „Þeir voru mjög æstir. Við hefðum ekki náð þeim ef við hefðum ekki verið með mat. Þeir hlupu út um allt og fundu einmitt einhverja kisu, eltu þarna einhvern kött. Og bara greyið þessir hundar, því miður þá litu þeir ekki vel út.“ Dýraþjónustan fer nú með mál hundanna, í samstarfi við MAST og Heilbrigðiseftirlitið. Eigandi hundanna vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag. Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. 23. júní 2024 11:28 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Hundarnir, veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, komust í fréttir nú um helgina vegna gruns um að þrír þeirra hefðu drepið kött. Myndin sem fylgir fréttinni, þar sem kötturinn Litli sést liggja dauður í götunni, er tekin á horni Sundlaugavegar og Laugarnesvegar á fimmtudag. Við hittum Helgu Björgu Heiðdal, eiganda kattarins Litla, þar á horninu í dag. Hvernig varð þér við að sjá þessa mynd? „Konan sem tók hana varaði mig við henni. Hana langaði ekkert að senda mér hana. Og maður veit ekkert hvað gerðist eða hvað hann þurfti að upplifa áður en hann drapst,“ segir Helga. Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana sem gengu lausir í Laugardalnum í gær.Tinna Bjarnadóttir Ógnandi hegðun Rétt er þó að taka fram að ekki er sannað að hundarnir hafi drepið köttinn. Vitni segist einungis hafa séð þá með hann dauðan í kjaftinum. En Helga telur að hundarnir eigi sannarlega sökina, ekki síst í ljósi þess að grunur hefur áður kviknað um að hundar sömu eigenda hafi ráðist á og drepið ketti. Íbúar í hverfinu hafa lýst miklum áhyggjum af lausagöngu hundanna, á samfélagsmiðlum og í samtali við fréttastofu, og segja hana langvarandi vandamál. Sumir lýsa því að hundarnir hafi sýnt af sér ógnandi hegðun í garð fólks, annarra hunda og katta. Aðrir hafa beinlínis bannað börnum sínum að ganga götuna sem hundarnir búa við eða leika sér þar í nágrenninu. „Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín og önnur dýr sem er náttúrulega bara ógeðslega leiðinlegt,“ segir Helga. Rauk á eftir hundunum Hundarnir þrír fóru svo enn einu sinni á flakk í gær og Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með tvo þeirra í haldi, eftir að vegfarendur handsömuðu þá. Þar á meðal var Helga sjálf. Þú ert bara heima hjá þér í gær þegar þú sérð hundana út um gluggann? „Ég sé þá lausa út um gluggann fyrir einhverja fáránlega slysni og ákveð bara að fara á eftir þeim,“ segir Helga. „Þeir voru mjög æstir. Við hefðum ekki náð þeim ef við hefðum ekki verið með mat. Þeir hlupu út um allt og fundu einmitt einhverja kisu, eltu þarna einhvern kött. Og bara greyið þessir hundar, því miður þá litu þeir ekki vel út.“ Dýraþjónustan fer nú með mál hundanna, í samstarfi við MAST og Heilbrigðiseftirlitið. Eigandi hundanna vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag.
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. 23. júní 2024 11:28 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54
Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. 23. júní 2024 11:28