Jafnframt gefst mönnum færi á að sjá slíka vél lenda á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Þriðji stríðsþristurinn er nefnilega á leið til landsins frá Prestwick í Skotlandi. Það er flugvélin Placid Lassie og er lending áætluð um klukkan 19:20.

Placid Lassie var í hópi þeirrra 800 Dakota-véla sem tóku þátt í innrásinni á D-deginum þann 6. júní 1944. Forystuvél flugflotans, „That's All, Brother", var önnur þeirra sem flugu frá Reykjavík fyrr í dag.
Þristarnir millilenda hér á leið sinni til Bandaríkjanna eftir að hafa tekið þátt í minningararathöfnum og flugsýningum í Evrópu vegna 80 ára afmælis innrásarinnar í Normandí. Þær fóru einnig um Reykjavíkurflugvöll fyrir rúmum mánuði á leið sinni til Evrópu.