Dró fram Yu-Gi-Oh!-spil og tryggði sig inn á Ólympíuleika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2024 12:31 Lyles og lukkugripurinn. Christian Petersen/Getty Images Noah Lyles, ríkjandi heimsmeistari í 100 metra hlaupi karla, tryggði sig um helgina inn á Ólympíuleikana sem fram fara í París síðar í sumar. Virðist lukkugripur hans hafa hjálpað honum að þessu sinni. Lyles tók ekki þátt í 100 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann jafnaði hins vegar sinn besta tíma um helgina þegar hann hljóp 100 metrana á 9,83 sekúndum. Um leið tryggði hann sér þátttökurétt í 100 metra hlaupinu í París. „Fyrir þremur árum endaði ég næst neðstur en í ár mætti ég og vann. Þetta er allt hluti af áætluninni, það hefur ekkert breyst. Þetta gæti komið öllum öðrum á óvart en þegar þú veist hvert endamarkið er þá veistu hvert endamarkið er,“ sagði Lyles eftir að Ólympíusætið var í höfn. Segja má að hann hafi ekki verið einn í hlaupinu því hann tók lukkugrip sinn með sér. Um er að ræða Yu-Gi-Oh!-spil. Er um að ræða karakterinn „Exodia the Forbidden One“ og var spilið lengi vel gríðarlega sjaldgæft. Yesterday, Noah Lyles pulled out a Blue-Eyes White Dragon Yu-Gi-Oh! card before his 100m race. Today, he brought out Exodia the Forbidden One. 👀 pic.twitter.com/NmjmO4l7K7— NBC Sports (@NBCSports) June 24, 2024 Lyles nældi í brons í 200 metra hlaupinu í Tókýó og segir það hvetja sig áfram. „Ef ekki væri þau verðlaun þá hefði ég ekki þennan vilja og þessa þrá. Ég hefði ekki verið búinn að áorka því sem ég hef áorkað undanfarið. Nú horfum við opnum augum fram veginn því allt getur gerst,“ sagði Lyles að lokum. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og standa til 11 ágúst. Þann 4. ágúst verður keppt í 100 metra hlaupi karla. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Lyles tók ekki þátt í 100 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann jafnaði hins vegar sinn besta tíma um helgina þegar hann hljóp 100 metrana á 9,83 sekúndum. Um leið tryggði hann sér þátttökurétt í 100 metra hlaupinu í París. „Fyrir þremur árum endaði ég næst neðstur en í ár mætti ég og vann. Þetta er allt hluti af áætluninni, það hefur ekkert breyst. Þetta gæti komið öllum öðrum á óvart en þegar þú veist hvert endamarkið er þá veistu hvert endamarkið er,“ sagði Lyles eftir að Ólympíusætið var í höfn. Segja má að hann hafi ekki verið einn í hlaupinu því hann tók lukkugrip sinn með sér. Um er að ræða Yu-Gi-Oh!-spil. Er um að ræða karakterinn „Exodia the Forbidden One“ og var spilið lengi vel gríðarlega sjaldgæft. Yesterday, Noah Lyles pulled out a Blue-Eyes White Dragon Yu-Gi-Oh! card before his 100m race. Today, he brought out Exodia the Forbidden One. 👀 pic.twitter.com/NmjmO4l7K7— NBC Sports (@NBCSports) June 24, 2024 Lyles nældi í brons í 200 metra hlaupinu í Tókýó og segir það hvetja sig áfram. „Ef ekki væri þau verðlaun þá hefði ég ekki þennan vilja og þessa þrá. Ég hefði ekki verið búinn að áorka því sem ég hef áorkað undanfarið. Nú horfum við opnum augum fram veginn því allt getur gerst,“ sagði Lyles að lokum. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og standa til 11 ágúst. Þann 4. ágúst verður keppt í 100 metra hlaupi karla.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira