Dró fram Yu-Gi-Oh!-spil og tryggði sig inn á Ólympíuleika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2024 12:31 Lyles og lukkugripurinn. Christian Petersen/Getty Images Noah Lyles, ríkjandi heimsmeistari í 100 metra hlaupi karla, tryggði sig um helgina inn á Ólympíuleikana sem fram fara í París síðar í sumar. Virðist lukkugripur hans hafa hjálpað honum að þessu sinni. Lyles tók ekki þátt í 100 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann jafnaði hins vegar sinn besta tíma um helgina þegar hann hljóp 100 metrana á 9,83 sekúndum. Um leið tryggði hann sér þátttökurétt í 100 metra hlaupinu í París. „Fyrir þremur árum endaði ég næst neðstur en í ár mætti ég og vann. Þetta er allt hluti af áætluninni, það hefur ekkert breyst. Þetta gæti komið öllum öðrum á óvart en þegar þú veist hvert endamarkið er þá veistu hvert endamarkið er,“ sagði Lyles eftir að Ólympíusætið var í höfn. Segja má að hann hafi ekki verið einn í hlaupinu því hann tók lukkugrip sinn með sér. Um er að ræða Yu-Gi-Oh!-spil. Er um að ræða karakterinn „Exodia the Forbidden One“ og var spilið lengi vel gríðarlega sjaldgæft. Yesterday, Noah Lyles pulled out a Blue-Eyes White Dragon Yu-Gi-Oh! card before his 100m race. Today, he brought out Exodia the Forbidden One. 👀 pic.twitter.com/NmjmO4l7K7— NBC Sports (@NBCSports) June 24, 2024 Lyles nældi í brons í 200 metra hlaupinu í Tókýó og segir það hvetja sig áfram. „Ef ekki væri þau verðlaun þá hefði ég ekki þennan vilja og þessa þrá. Ég hefði ekki verið búinn að áorka því sem ég hef áorkað undanfarið. Nú horfum við opnum augum fram veginn því allt getur gerst,“ sagði Lyles að lokum. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og standa til 11 ágúst. Þann 4. ágúst verður keppt í 100 metra hlaupi karla. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Lyles tók ekki þátt í 100 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann jafnaði hins vegar sinn besta tíma um helgina þegar hann hljóp 100 metrana á 9,83 sekúndum. Um leið tryggði hann sér þátttökurétt í 100 metra hlaupinu í París. „Fyrir þremur árum endaði ég næst neðstur en í ár mætti ég og vann. Þetta er allt hluti af áætluninni, það hefur ekkert breyst. Þetta gæti komið öllum öðrum á óvart en þegar þú veist hvert endamarkið er þá veistu hvert endamarkið er,“ sagði Lyles eftir að Ólympíusætið var í höfn. Segja má að hann hafi ekki verið einn í hlaupinu því hann tók lukkugrip sinn með sér. Um er að ræða Yu-Gi-Oh!-spil. Er um að ræða karakterinn „Exodia the Forbidden One“ og var spilið lengi vel gríðarlega sjaldgæft. Yesterday, Noah Lyles pulled out a Blue-Eyes White Dragon Yu-Gi-Oh! card before his 100m race. Today, he brought out Exodia the Forbidden One. 👀 pic.twitter.com/NmjmO4l7K7— NBC Sports (@NBCSports) June 24, 2024 Lyles nældi í brons í 200 metra hlaupinu í Tókýó og segir það hvetja sig áfram. „Ef ekki væri þau verðlaun þá hefði ég ekki þennan vilja og þessa þrá. Ég hefði ekki verið búinn að áorka því sem ég hef áorkað undanfarið. Nú horfum við opnum augum fram veginn því allt getur gerst,“ sagði Lyles að lokum. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og standa til 11 ágúst. Þann 4. ágúst verður keppt í 100 metra hlaupi karla.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira