Börn hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2024 12:35 Lögregla greinir talsverða aukningu í stórfelldum líkamsárásum sem ungmenni á aldrinum 13-15 ára fremja. Þær voru 69 talsins árið 2023, miðað við 33 árið 2007 þegar brotin voru sem flest. Getty Lögregla greinir mikla aukningu þegar kemur að stórfelldum líkamsárásum sem framin eru af ungmennum á aldrinum 10 til 17 ára. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. Niðurstöður nýrrar skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna leiða í ljós að heilt yfir hafi ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað frá árinu 2007. Hins vegar er aukning í aldurshópnum 13 til 15 ára þar sem fleiri fremja ítrekuð ofbeldisbrot. Þá hefur alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað og hafa raunar aldrei verið fleiri. „Lögreglan er að sjá að meiriháttar, stórfelldum líkamsárásum er að fjölga. Þær voru 69 talsins árið 2023 miðað við 33 árið 2007 þegar brotin voru sem flest,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Katrín Sif Oddgeirsdóttir hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra kom að gerð nýútkomnar skýrslu um ofbeldi meðal barna og ungmenna. Ríkislögreglustjóri Í skýrslunni kemur fram að lögregla hafi sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna í ofbeldismálum. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. „Þau eru þá aukaaðilar eða tengd málum þar sem líkamsárásir, hótanir eða fíkniefnasala fer fram. Við göngum út frá því þegar talað er um hagnýtingu að börn jafnvel viti ekki hvaða aðstæður þau eru komin í og eru jafnvel beitt þvingunum eða hótunum af eldri einstaklingum.“ Gróf ofbeldismyndbönd birt á samfélagsmiðlum Einnig eru uppi áhyggjur af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar eru birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Ofbeldi er markvisst tekið upp og streymt á miðla. Það er umhugsunarvert hvort samfélagsmiðlar hafi breytt birtingarmynd ofbeldis og jafnvel stuðlað að neikvæðri þróun,“ segir Katrín Sif. Aðspurð um hvað sé hægt að gera til að bregðast við þessari þróun, segir Katrín að lykilaðilar þurfi að taka höndum saman og halda áfram vitundarvakningu og afbrotavörnum. Þá sé einnig mikilvægt að greina betur áhrif samfélagsmiðla á alvarleg ofbeldisbrot. Jafnframt þurfi að huga að inngildingu barna af erlendum uppruna. Lögreglumál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Niðurstöður nýrrar skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna leiða í ljós að heilt yfir hafi ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað frá árinu 2007. Hins vegar er aukning í aldurshópnum 13 til 15 ára þar sem fleiri fremja ítrekuð ofbeldisbrot. Þá hefur alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað og hafa raunar aldrei verið fleiri. „Lögreglan er að sjá að meiriháttar, stórfelldum líkamsárásum er að fjölga. Þær voru 69 talsins árið 2023 miðað við 33 árið 2007 þegar brotin voru sem flest,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Katrín Sif Oddgeirsdóttir hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra kom að gerð nýútkomnar skýrslu um ofbeldi meðal barna og ungmenna. Ríkislögreglustjóri Í skýrslunni kemur fram að lögregla hafi sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna í ofbeldismálum. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. „Þau eru þá aukaaðilar eða tengd málum þar sem líkamsárásir, hótanir eða fíkniefnasala fer fram. Við göngum út frá því þegar talað er um hagnýtingu að börn jafnvel viti ekki hvaða aðstæður þau eru komin í og eru jafnvel beitt þvingunum eða hótunum af eldri einstaklingum.“ Gróf ofbeldismyndbönd birt á samfélagsmiðlum Einnig eru uppi áhyggjur af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar eru birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Ofbeldi er markvisst tekið upp og streymt á miðla. Það er umhugsunarvert hvort samfélagsmiðlar hafi breytt birtingarmynd ofbeldis og jafnvel stuðlað að neikvæðri þróun,“ segir Katrín Sif. Aðspurð um hvað sé hægt að gera til að bregðast við þessari þróun, segir Katrín að lykilaðilar þurfi að taka höndum saman og halda áfram vitundarvakningu og afbrotavörnum. Þá sé einnig mikilvægt að greina betur áhrif samfélagsmiðla á alvarleg ofbeldisbrot. Jafnframt þurfi að huga að inngildingu barna af erlendum uppruna.
Lögreglumál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira