Merkasti stríðsþristurinn á heimleið frá Normandí Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2024 23:21 Forystuflugvél innrásarinnar í Normandí, Douglas Dakota-flugvélin „That's All, Brother" á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. KMU Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er núna stödd á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er Douglas Dakota-flugvélin „That's All, Brother", sem á D-deginum þann 6. júní árið 1944 fór fyrir flugi yfir áttahundruð slíkra véla með samtals um þrettán þúsund fallhlífahermenn um borð. Flugvélin er ásamt fjórum öðrum þristum úr síðari heimsstyrjöld á leið til Norður-Ameríku eftir að hafa tekið þátt í minningarathöfnum víða í Evrópu í tilefni þess að 80 ár voru liðin frá innrásinni sem breytti gangi styrjaldarinnar. Tveir þristanna eru núna í Reykjavík og von er á þeim þriðja á morgun, vél sem kallast Placid Lassie. Koma slíkra flugvéla til Reykjavíkur vekur jafnan athygli.KMU Flugvélarnar millilentu einnig í Reykjavík fyrir rétt rúmum mánuði á leið sinni frá Ameríku til Evrópu í leiðangri sem kallast D-Day Squadron 2024 Legacy Tour. Upphaflega var gert ráð fyrir að fimm stríðsþristar myndu fljúga um Ísland yfir Norður-Atlantshafið vegna þessa en aðeins fjórir komust. Sá fimmti bilaði í Narsarsuaq á Grænlandi. Frá Íslandi flugu vélarnar til Bretlands þar sem þær tóku þátt í ýmsum sýningum. Hápunkturinn var dagana í kringum 6. júní þegar þær flugu yfir Ermarsundið til Frakklands. Flugvélarnar héldu síðan áfram til Þýskalands og Ítalíu þar sem einnig fóru fram minningarathafnir. Flugvélarnar standa norðan við Loftleiðahótelið.KMU Hinn þristurinn sem núna stendur við Loftleiðahótelið gæti verið að setja nýtt met sem elsta flugvél til að fljúga til Íslands og yfir úthafið. Það er DC-3 vél með skrásetningarnúmerið N-33644. Hún er merkt Western Airlines og var upphaflega smíðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Flugvélin er því 83 ára gömul á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna, áforma áhafnir þeirra tveggja sem komnar eru til Reykjavíkur, brottför í fyrramálið, ef veðurspá leyfir. Þetta gætu verið einhver síðustu tækifæri til að sjá flugvélar úr síðari heimsstyrjöld millilenda á Íslandi því sífellt erfiðara verður að halda svo gömlum vélum flughæfum. Almenningi var boðið að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli í síðasta mánuði, eins og sagt var frá í þessari frétt: Forystuþristur Normandí-innrásarinnar millilenti einnig í Reykjavík fyrir fimm árum, þegar 75 ára afmælis D-dagsins var minnst. Flugstjórinn lýsti henni þá sem markverðustu flugvél sögunnar sem enn flygi: Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Fornminjar Tengdar fréttir Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53 Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Flugvélin er ásamt fjórum öðrum þristum úr síðari heimsstyrjöld á leið til Norður-Ameríku eftir að hafa tekið þátt í minningarathöfnum víða í Evrópu í tilefni þess að 80 ár voru liðin frá innrásinni sem breytti gangi styrjaldarinnar. Tveir þristanna eru núna í Reykjavík og von er á þeim þriðja á morgun, vél sem kallast Placid Lassie. Koma slíkra flugvéla til Reykjavíkur vekur jafnan athygli.KMU Flugvélarnar millilentu einnig í Reykjavík fyrir rétt rúmum mánuði á leið sinni frá Ameríku til Evrópu í leiðangri sem kallast D-Day Squadron 2024 Legacy Tour. Upphaflega var gert ráð fyrir að fimm stríðsþristar myndu fljúga um Ísland yfir Norður-Atlantshafið vegna þessa en aðeins fjórir komust. Sá fimmti bilaði í Narsarsuaq á Grænlandi. Frá Íslandi flugu vélarnar til Bretlands þar sem þær tóku þátt í ýmsum sýningum. Hápunkturinn var dagana í kringum 6. júní þegar þær flugu yfir Ermarsundið til Frakklands. Flugvélarnar héldu síðan áfram til Þýskalands og Ítalíu þar sem einnig fóru fram minningarathafnir. Flugvélarnar standa norðan við Loftleiðahótelið.KMU Hinn þristurinn sem núna stendur við Loftleiðahótelið gæti verið að setja nýtt met sem elsta flugvél til að fljúga til Íslands og yfir úthafið. Það er DC-3 vél með skrásetningarnúmerið N-33644. Hún er merkt Western Airlines og var upphaflega smíðuð sem farþegavél árið 1941 en tekin í þjónustu bandaríska hersins þegar Bandaríkjamenn gerðust aðilar að styrjöldinni. Flugvélin er því 83 ára gömul á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni ACE FBO, sem annast afgreiðslu vélanna, áforma áhafnir þeirra tveggja sem komnar eru til Reykjavíkur, brottför í fyrramálið, ef veðurspá leyfir. Þetta gætu verið einhver síðustu tækifæri til að sjá flugvélar úr síðari heimsstyrjöld millilenda á Íslandi því sífellt erfiðara verður að halda svo gömlum vélum flughæfum. Almenningi var boðið að skoða flugvélarnar á Reykjavíkurflugvelli í síðasta mánuði, eins og sagt var frá í þessari frétt: Forystuþristur Normandí-innrásarinnar millilenti einnig í Reykjavík fyrir fimm árum, þegar 75 ára afmælis D-dagsins var minnst. Flugstjórinn lýsti henni þá sem markverðustu flugvél sögunnar sem enn flygi:
Reykjavíkurflugvöllur Seinni heimsstyrjöldin Fréttir af flugi Fornminjar Tengdar fréttir Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53 Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30 Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. 6. júní 2024 20:53
Tækifærum fækkar til að sjá svona flugvélar fljúga Flugáhugamönnum bauðst í kvöld að skoða eldgamlar herflugvélar úr seinni heimsstyrjöld á Reykjavíkurflugvelli. Þrjár flugvélanna fljúga áleiðis til Bretlands í fyrramálið. 21. maí 2024 23:30
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00