„Erum meðvitaðir um tímabilið okkar árið 2019“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. júní 2024 21:29 Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, með boltann í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink ÍA gerði 1-1 jafntefli gegn Blikum á Kópavogsvelli. Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, fagnaði þrítugsafmæli sínu í dag en var svekktur að hafa ekki nýtt dauðafæri í uppabótartíma til að vinna leikinn. „Það situr í mér. Ég ætlaði að stýra boltanum í nærhornið en hitti hann ekki betur en þetta sem var svekkjandi. En miðað við fyrri hálfleik var 1-1 jafntefli á útivelli gegn Blikum fínt og við tökum þessu.“ Staðan í hálfleik var 0-0 og Viktor var ekki sáttur með spilamennsku ÍA í fyrri hálfleik en fannst hún hafa batnað töluvert í síðari hálfleik. „Þetta var miklu betra í seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik að það vantaði ákefð í okkur. Við vorum að láta éta okkur á miðjunni og við Hinrik vorum ekki að ná að halda boltanum í fremstu línu en þetta var miklu betra í seinni hálfleik þar sem við náðum að skora og hefðum viljað halda því út en tökum þessu.“ Marko Vardic fékk dæmda á sig vítaspyrnu þar sem hann fékk boltann ansi klaufalega í höndina. Viktor vildi þó ekki kenna honum um jafnteflið. „Ég sá þetta ekki alveg nógu vel en mér sýndist boltinn hafa farið í höndina á honum en maður skilur ekkert í þessum reglum með hendi hvort þetta hafi verið ódýrt eða ekki. Þetta var klaufalegt en hann skoraði markið okkar og ef einhver hefði mátt gera þessi mistök þá var það hann.“ ÍA hefur byrjað tímabilið frábærlega og liðið er í fjórða sæti deildarinnar eftir ellefu umferðir. Viktor minntist á tímabilið 2019 þar sem ÍA byrjaði mótið frábærlega en endaði í tíunda sæti. „Ekki spurning. Við erum mjög sáttir með sautján stig eftir ellefu umferðir. Við höfum verið að spila betur með hverjum leiknum í sumar. Þetta lítur betur út en oft áður upp á Skaga en við erum meðvitaðir um tímabilið okkar árið 2019 þannig við pössum okkur á því að fara ekki of hátt upp heldur,“ sagði Viktor að lokum. ÍA Fótbolti Besta deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
„Það situr í mér. Ég ætlaði að stýra boltanum í nærhornið en hitti hann ekki betur en þetta sem var svekkjandi. En miðað við fyrri hálfleik var 1-1 jafntefli á útivelli gegn Blikum fínt og við tökum þessu.“ Staðan í hálfleik var 0-0 og Viktor var ekki sáttur með spilamennsku ÍA í fyrri hálfleik en fannst hún hafa batnað töluvert í síðari hálfleik. „Þetta var miklu betra í seinni hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik að það vantaði ákefð í okkur. Við vorum að láta éta okkur á miðjunni og við Hinrik vorum ekki að ná að halda boltanum í fremstu línu en þetta var miklu betra í seinni hálfleik þar sem við náðum að skora og hefðum viljað halda því út en tökum þessu.“ Marko Vardic fékk dæmda á sig vítaspyrnu þar sem hann fékk boltann ansi klaufalega í höndina. Viktor vildi þó ekki kenna honum um jafnteflið. „Ég sá þetta ekki alveg nógu vel en mér sýndist boltinn hafa farið í höndina á honum en maður skilur ekkert í þessum reglum með hendi hvort þetta hafi verið ódýrt eða ekki. Þetta var klaufalegt en hann skoraði markið okkar og ef einhver hefði mátt gera þessi mistök þá var það hann.“ ÍA hefur byrjað tímabilið frábærlega og liðið er í fjórða sæti deildarinnar eftir ellefu umferðir. Viktor minntist á tímabilið 2019 þar sem ÍA byrjaði mótið frábærlega en endaði í tíunda sæti. „Ekki spurning. Við erum mjög sáttir með sautján stig eftir ellefu umferðir. Við höfum verið að spila betur með hverjum leiknum í sumar. Þetta lítur betur út en oft áður upp á Skaga en við erum meðvitaðir um tímabilið okkar árið 2019 þannig við pössum okkur á því að fara ekki of hátt upp heldur,“ sagði Viktor að lokum.
ÍA Fótbolti Besta deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira