Enn glóð í gígnum og unnið að hraunkælingu Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2024 08:02 Enn er unnið við varnargarðana. Mynd/Almannavarnir Enn er glóð í gígnum í eldgosinu við Sundhnúk. Órói hefur minnkað en hraunflæðið virðist nokkuð stöðugt. Enn er unnið að hraunkælingu við varnargarða. „Þessu er ekki lokið. Næturvaktin sá glóð í gígnum í nótt og óróinn sem fór dvínandi er ekki dauður úr öllum æðum. Þessu er ekki alveg lokið en er greinilega að halda í seinustu líftaugina,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Enn er unnið að hraunkælingu þar sem hraun hefur runnið yfir varnargarða en auk þess vinna Verkís og Efla að því að koma upp öðrum varnargarði fyrir innan. Salóme segist skyggnið erfitt þannig það sjáist lítið frá gosstöðvum en þessu sé ekki alveg lokið. Í vefmyndavél almannavarna við varnargarðinn sést vel glóandi hraun og eitthvað af bílum frá slökkviliði. Salóme segist ekkert geta fullyrt um það hvenær eldgosinu lýkur en miðað við hvernig það hagar sér núna gæti því lokið um helgina. Hvað varðar hraunflæðið úr gosinu þá sé ólíklegt að það nái til orkuversins í Svartsengi en þó sé mikið að safnast saman við varnargarðana. Nær sér ekki aftur upp Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ólíklegt væri að gosið við Sundhnúk myndi nái sér upp aftur og að hægst hafi á landrisi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
„Þessu er ekki lokið. Næturvaktin sá glóð í gígnum í nótt og óróinn sem fór dvínandi er ekki dauður úr öllum æðum. Þessu er ekki alveg lokið en er greinilega að halda í seinustu líftaugina,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Enn er unnið að hraunkælingu þar sem hraun hefur runnið yfir varnargarða en auk þess vinna Verkís og Efla að því að koma upp öðrum varnargarði fyrir innan. Salóme segist skyggnið erfitt þannig það sjáist lítið frá gosstöðvum en þessu sé ekki alveg lokið. Í vefmyndavél almannavarna við varnargarðinn sést vel glóandi hraun og eitthvað af bílum frá slökkviliði. Salóme segist ekkert geta fullyrt um það hvenær eldgosinu lýkur en miðað við hvernig það hagar sér núna gæti því lokið um helgina. Hvað varðar hraunflæðið úr gosinu þá sé ólíklegt að það nái til orkuversins í Svartsengi en þó sé mikið að safnast saman við varnargarðana. Nær sér ekki aftur upp Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að ólíklegt væri að gosið við Sundhnúk myndi nái sér upp aftur og að hægst hafi á landrisi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent