„Landrisið er hægara en það hefur verið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2024 21:37 Þorvaldur fór yfir málin í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ólíklegt að gosið við Sundhnjúka nái sér upp aftur. Hann segir landris sem mælst hefur vera hægara en það hefur áður verið. Eldfjallafræðingurinn Þorvaldur Þórðarson mætti til Sindra Sindrasonar í Kvöldfréttatíma Stöðvar 2 til að ræða eldgosið við Sundhnjúka. Hann segir að gosið sem hófst 29. maí virðist vera að deyja út. „Það virðist vera að draga mjög mikið úr því. Seinni partinn í dag hefur í raun og veru verið mjög lítil virkni í gígnum. Ég held þetta sé í andarslitrunum og mér finnst ólíklegt að þetta nái sér upp aftur.“ „Landrisið núna er hægara en það hefur verið. Það er svona um 1,3-1,4 millimetrar á dag og til þess að ná þeirri hæð sem við teljum að það þurfi til að það verði gos þá þarf það svona rúma þrjá mánuði. Þá erum við komin inn í haustið.“ Þorvaldur segir að sömuleiðis sé að draga úr flæði úr svokallaðri neðri kvikugeymslu sem flytur kviku í annað hólf sem liggur grynnra í jarðskorpunni. „Svo er líka að draga úr flæðinu úr þessari neðri kvikugeymslu á 9-12 kílómetra dýpi, það hefur verið jafnt og þétt að draga úr flæðinu úr því og inn í þetta grynnra geymsluhólf sem er á 4-5 kílómetra dýpi.“ „Nú er bara eins og keppni, hvenær dettur flæðið úr neðra geymsluhólfinu nægilega langt niður þannig að þetta bara stoppi. Ef það gerist áður en við náum þessum mörkum sem við þurfum í grynnra hólfið til að kvikan komist út úr því, þá stoppar þetta allt saman.“ Hann segir það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga að kvikuflæðið úr neðra geymsluhólfinu virðist vera að minnka. „Þetta á bara við um Sundhnjúkareinina sem hefur verið virk núna undanfarið. Ef hún stöðvast þá eru það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga og í Svartsengi. Virknin mun færast yfir í einhverja aðra gosrein en hún er lengra í burtu.“ Allt viðtalið við Þorvald má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem hann fer meðal annars yfir aðra staði sem gætu tekið við ef virkni dettur niður við Sundhnjúka. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira
Eldfjallafræðingurinn Þorvaldur Þórðarson mætti til Sindra Sindrasonar í Kvöldfréttatíma Stöðvar 2 til að ræða eldgosið við Sundhnjúka. Hann segir að gosið sem hófst 29. maí virðist vera að deyja út. „Það virðist vera að draga mjög mikið úr því. Seinni partinn í dag hefur í raun og veru verið mjög lítil virkni í gígnum. Ég held þetta sé í andarslitrunum og mér finnst ólíklegt að þetta nái sér upp aftur.“ „Landrisið núna er hægara en það hefur verið. Það er svona um 1,3-1,4 millimetrar á dag og til þess að ná þeirri hæð sem við teljum að það þurfi til að það verði gos þá þarf það svona rúma þrjá mánuði. Þá erum við komin inn í haustið.“ Þorvaldur segir að sömuleiðis sé að draga úr flæði úr svokallaðri neðri kvikugeymslu sem flytur kviku í annað hólf sem liggur grynnra í jarðskorpunni. „Svo er líka að draga úr flæðinu úr þessari neðri kvikugeymslu á 9-12 kílómetra dýpi, það hefur verið jafnt og þétt að draga úr flæðinu úr því og inn í þetta grynnra geymsluhólf sem er á 4-5 kílómetra dýpi.“ „Nú er bara eins og keppni, hvenær dettur flæðið úr neðra geymsluhólfinu nægilega langt niður þannig að þetta bara stoppi. Ef það gerist áður en við náum þessum mörkum sem við þurfum í grynnra hólfið til að kvikan komist út úr því, þá stoppar þetta allt saman.“ Hann segir það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga að kvikuflæðið úr neðra geymsluhólfinu virðist vera að minnka. „Þetta á bara við um Sundhnjúkareinina sem hefur verið virk núna undanfarið. Ef hún stöðvast þá eru það góðar fréttir fyrir Grindvíkinga og í Svartsengi. Virknin mun færast yfir í einhverja aðra gosrein en hún er lengra í burtu.“ Allt viðtalið við Þorvald má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem hann fer meðal annars yfir aðra staði sem gætu tekið við ef virkni dettur niður við Sundhnjúka.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira