Brjóta rúður í Grafarvogi vegna Tiktok-æðis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 09:00 Furðuleg tískubylgja gengur nú yfir þar sem unglingar skemmta sér við að sparka í útidyrahurðir fólks og hlaupa burt. Þau taka upp myndband af athæfinu og birta á Tiktok. Í vikunni brutu unglingar rúður heima hjá fólki í Grafarvogi. Getty/Vísir Unglingar í Grafarvogi hafa undanfarnar vikur gert Erlu Ríkharðsdóttur lífið leitt með því að berja og sparka aftur og aftur í útidyrahurð hennar og hlaupa burt. Í fyrrakvöld brutu unglingarnir rúðu í hamaganginum. Athæfið er í tísku á samfélagsmiðlinum Tiktok, þar sem unglingar um heim allan eru að taka upp myndbönd þar sem þeir sparka í hurðir og hlaupa burt. Erla segir að unglingarnir hafi komið eitt föstudagskvöld fyrir um mánuði síðan, og byrjað um sexleytið að sparka í hurðina. Svo hafi þeir alltaf flúið vettvang yfir á bæjarlóðina við hliðina. „Þeir báru allt af sér þegar við töluðum við þá, en þeir komu alltaf aftur og aftur þetta kvöld,“ segir Erla. Hún hafi svo hringt á lögregluna sem kom og tók skýrslu. Í fyrrakvöld hafi krakkarnir komið aftur, og þau sparkað svo fast að rúða í hurðinni brotnaði. „Í gærkvöldi komu svo tvær stelpur og þrusuðu í hurðina. Þetta er mjög óþægilegt, og þetta var sérstaklega óþægilegt þetta föstudagskvöld, og ekkert hægt að tala við þá með góðu eða neitt,“ segir Erla. Erla vakti fyrst athygli á þessu á Feisbúkksíðunni íbúar í Grafarvogi. Handteknir í Bandaríkjunum vegna athæfisins Fyrir viku síðan var greint frá því á Vísi að tveir táningar hefðu verið handteknir í Flórída í Bandaríkjunum eftir svipað athæfi. Fox News fjallaði upphaflega um málið. Unglingarnir í Flórída voru gripnir glóðvolgir á öryggismyndavél. Watch the latest video at foxnews.com Til eru fleiri dæmi um krakka sem hafa verið handteknir vegna svipaðra atvika, en í Bandaríkjunum hefur nokkuð verið fjallað um þessa furðulegu tísku sem nú gengur yfir. Samfélagsmiðlar Reykjavík TikTok Tengdar fréttir Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. 14. júní 2024 08:15 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Erla segir að unglingarnir hafi komið eitt föstudagskvöld fyrir um mánuði síðan, og byrjað um sexleytið að sparka í hurðina. Svo hafi þeir alltaf flúið vettvang yfir á bæjarlóðina við hliðina. „Þeir báru allt af sér þegar við töluðum við þá, en þeir komu alltaf aftur og aftur þetta kvöld,“ segir Erla. Hún hafi svo hringt á lögregluna sem kom og tók skýrslu. Í fyrrakvöld hafi krakkarnir komið aftur, og þau sparkað svo fast að rúða í hurðinni brotnaði. „Í gærkvöldi komu svo tvær stelpur og þrusuðu í hurðina. Þetta er mjög óþægilegt, og þetta var sérstaklega óþægilegt þetta föstudagskvöld, og ekkert hægt að tala við þá með góðu eða neitt,“ segir Erla. Erla vakti fyrst athygli á þessu á Feisbúkksíðunni íbúar í Grafarvogi. Handteknir í Bandaríkjunum vegna athæfisins Fyrir viku síðan var greint frá því á Vísi að tveir táningar hefðu verið handteknir í Flórída í Bandaríkjunum eftir svipað athæfi. Fox News fjallaði upphaflega um málið. Unglingarnir í Flórída voru gripnir glóðvolgir á öryggismyndavél. Watch the latest video at foxnews.com Til eru fleiri dæmi um krakka sem hafa verið handteknir vegna svipaðra atvika, en í Bandaríkjunum hefur nokkuð verið fjallað um þessa furðulegu tísku sem nú gengur yfir.
Samfélagsmiðlar Reykjavík TikTok Tengdar fréttir Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. 14. júní 2024 08:15 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. 14. júní 2024 08:15