Ekki fyrir þá miklu athygli sem fylgir hjónabandinu Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júní 2024 10:17 Jennifer Lopez og Ben Affleck á frumsýningu kvikmyndarinnar AIR sem Affleck leikstýrði og lék í. EPA/ETIENNE LAURENT Bandaríski leikarinn Ben Affleck segist vera feiminn og að honum líði betur fyrir aftan myndavélina. Hann sé ekki fyrir mikla athygli, nóg sé þó búið að vera af henni síðan hann giftist Jennifer Lopez. Orðrómur um að hjónaband Affleck og Lopez standi á brauðfótum hefur verið þrálátur að undanförnu en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Þau hafa lítið verið að tjá sig um hjónabandið, þar til nú. Í gærkvöldi var frumsýndur fyrsti þátturinn í fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Hart to Heart en um er að ræða spjallþátt í umsjón leikarans Kevin Hart. Affleck opnaði sig meðal annars um hjónabandið í þættinum en hann talaði ekki um að þau væru skilin. Ekki kemur þó fram hvenær þátturinn var tekinn upp. Affleck talaði í viðtalinu um erfiðleikana sem fylgja því að vera giftur jafn frægri manneskju og Lopez. „Þegar fólk talar við mig segir það: Hey, mér finnst myndin þín góð,“ segir Affleck. Annað hafi hins vegar verið á teningnum þegar fólk sá Lopez. Fólk elski hana og hún sé virkilega mikilvæg í þeirra huga. Affleck gaf þá dæmi um hvernig fólk öskrar um leið og það sér Lopez. „AAAHHH! J-LO! Það er alveg magnað.“ Affleck útskýrir þá hvers vegna hann virðist oft vera pirraður á ljósmyndum sem teknar eru af honum. „Ég er ekki fyrir mikla athygli. Þess vegna sér fólk mig og hugsar að ég sé alltaf reiður. Vegna þess að það er einhver að troða myndavél í andlitið á mér,“ segir hann. „Mér er alveg sama þó svo að þú takir mynd af mér á skemmtistað, frumsýningu, hvað sem er. Taktu mynd af eiginkonunni minni, mér er slétt sama, láttu vaða. Ég tek ekki eftir þér. Börnin mín, það er hins vegar allt annað mál.“ Erfið leikhúsferð Affleck á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Garner. Þá er hann stjúpfaðir tvíbura Jennifer Lopez sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony. Hann minnist þess þegar fjölskyldan var á leiðinni á leikrit í New York í Bandaríkjunum og þurftu að ganga saman um götur borgarinnar. „Við fórum út úr bílnum, með öll börnin, í gegnum Times Square og þetta var alveg ruglað.“ Kona nokkur hafi tekið eftir þeim, byrjað að hlaupa afturábak og taka þau upp. Á meðan hafi hún öskrað á Lopez og við það hafi allir ferðamennirnir á staðnum farið af stað. „Þá fer ég af stað. Við erum með börnin okkar fimm, þetta virtust vera hundruð manna sem öskruðu á okkur.“ Kevin Hart skaut þá inn í að á svona augnablikum þurfi stjörnur að láta eins og allt sé í góðu lagi. „Já algjörlega, þess vegna er ég alltaf svona á svipinn,“ sagði Affleck þá, kíminn. Ben Affleck myndast gjarnan með svip svipaðan þessum. Hann hefur nú útskýrt ástæðuna fyrir því.EPA/ETIENNE LAURENT Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Orðrómur um að hjónaband Affleck og Lopez standi á brauðfótum hefur verið þrálátur að undanförnu en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum. Þau hafa lítið verið að tjá sig um hjónabandið, þar til nú. Í gærkvöldi var frumsýndur fyrsti þátturinn í fjórðu seríu sjónvarpsþáttarins Hart to Heart en um er að ræða spjallþátt í umsjón leikarans Kevin Hart. Affleck opnaði sig meðal annars um hjónabandið í þættinum en hann talaði ekki um að þau væru skilin. Ekki kemur þó fram hvenær þátturinn var tekinn upp. Affleck talaði í viðtalinu um erfiðleikana sem fylgja því að vera giftur jafn frægri manneskju og Lopez. „Þegar fólk talar við mig segir það: Hey, mér finnst myndin þín góð,“ segir Affleck. Annað hafi hins vegar verið á teningnum þegar fólk sá Lopez. Fólk elski hana og hún sé virkilega mikilvæg í þeirra huga. Affleck gaf þá dæmi um hvernig fólk öskrar um leið og það sér Lopez. „AAAHHH! J-LO! Það er alveg magnað.“ Affleck útskýrir þá hvers vegna hann virðist oft vera pirraður á ljósmyndum sem teknar eru af honum. „Ég er ekki fyrir mikla athygli. Þess vegna sér fólk mig og hugsar að ég sé alltaf reiður. Vegna þess að það er einhver að troða myndavél í andlitið á mér,“ segir hann. „Mér er alveg sama þó svo að þú takir mynd af mér á skemmtistað, frumsýningu, hvað sem er. Taktu mynd af eiginkonunni minni, mér er slétt sama, láttu vaða. Ég tek ekki eftir þér. Börnin mín, það er hins vegar allt annað mál.“ Erfið leikhúsferð Affleck á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Garner. Þá er hann stjúpfaðir tvíbura Jennifer Lopez sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum, Marc Anthony. Hann minnist þess þegar fjölskyldan var á leiðinni á leikrit í New York í Bandaríkjunum og þurftu að ganga saman um götur borgarinnar. „Við fórum út úr bílnum, með öll börnin, í gegnum Times Square og þetta var alveg ruglað.“ Kona nokkur hafi tekið eftir þeim, byrjað að hlaupa afturábak og taka þau upp. Á meðan hafi hún öskrað á Lopez og við það hafi allir ferðamennirnir á staðnum farið af stað. „Þá fer ég af stað. Við erum með börnin okkar fimm, þetta virtust vera hundruð manna sem öskruðu á okkur.“ Kevin Hart skaut þá inn í að á svona augnablikum þurfi stjörnur að láta eins og allt sé í góðu lagi. „Já algjörlega, þess vegna er ég alltaf svona á svipinn,“ sagði Affleck þá, kíminn. Ben Affleck myndast gjarnan með svip svipaðan þessum. Hann hefur nú útskýrt ástæðuna fyrir því.EPA/ETIENNE LAURENT
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira