Fólk hvatt til að sýna aðgát vegna skriðufallahættu á Norðurlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 22:41 Í forgrunni er Eyjafjarðará. Skriðan á upptök sín í miðri hlíð og nemur staðar neðarlega í hlíðinni. Veðurstofa Íslands Ofanflóðssérfræðingar Veðurstofu Íslands brýna til fólks að sýna aðgát og fylgjast vel með aðstæðum í fjallshlíðum þar sem fólk er að störfum. Í dag slapp bóndi í Eyjafjarðardal naumlega undan aurskriðu sem féll við Halldórsstaði þar sem hann var að þvæla fé upp á fjöll. Í kjölfar þess að Veðurstofu barst melding um aurskriðuna sem féll í Eyjafirði fór skriðusérfræðingur á vettvang til að kanna aðstæður. Þetta kemur fram í færslu á ofanflóðavef Veðurstofunnar. Tvær skriður til viðbótar Á vettvangi tók skriðusérfræðingurinn eftir tveimur nýlegum skriðum innst inni í Eyjafjarðardal til viðbótar við þá sem féll síðdegis í dag. Þær skriður voru þó efnislitlar og ollu engu tjóni. Í samtali við fréttastofu segir Martina Stefani, ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar, að mat Ragnars Jónssonar bónda á upptökum skriðunnar við Halldórsstaði hafi verið í meginatriðum rétt. „Vatn rennur um flesta lækjarfarvegi og snjór er efst í fjöllum innarlega í dalnum. Jarðvegur er víða blautur eftir leysingar síðustu vikna og því ekki hægt að útiloka að fleiri skriður geti fallið,“ segir í færslunni. Veðurspáin geri þó ráð fyrir svölu veðri næsta sólarhringinn og lítilli úrkomu sem dregur úr líkum á skriðuföllum. Jarðvegur víða blautur á Norðurlandi Fyrr í vikunni barst Veðurstofunni einnig tilkynning um skriðu sem féll í farvegi í Langadal, skammt frá Húnaveri. Skriðan náði þó ekki niður á veg. „Þessir atburði gefa til kynna að jarðvegurinn er víða blautur á norðanverðu landinu og sumstaðar er snjór enn efst til fjalla. Þegar að staðbundin úrkoma verður geta skriður fallið án mikils fyrirvara og því er best að sýna aðgát og fylgjast með vel með aðstæðum í fjallshlíðum þar sem fólk er að störfum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Aurskriðan sem féll við Halldórsstaði síðdegis í dag.Veðurstofa Íslands „Ef fólk verður vart við skriður er best að halda sig í fjarlægð og vera meðvituð um að skriður geta komið niður í púlsum. Erfitt er að spá fyrir um leysingarskriður þar sem snjóalög eru breytileg eftir landshlutum og erfitt er að spá fyrir um staðbunda úrkomu,“ segir jafnframt. Veðurstofan heldur utan um skráningar á skriðuföllum í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Þeir sem verða varir við skriður eða grjóthrun eru beðnir um að koma þeim upplýsingum til Veðurstofunnar. Eyjafjarðarsveit Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í kjölfar þess að Veðurstofu barst melding um aurskriðuna sem féll í Eyjafirði fór skriðusérfræðingur á vettvang til að kanna aðstæður. Þetta kemur fram í færslu á ofanflóðavef Veðurstofunnar. Tvær skriður til viðbótar Á vettvangi tók skriðusérfræðingurinn eftir tveimur nýlegum skriðum innst inni í Eyjafjarðardal til viðbótar við þá sem féll síðdegis í dag. Þær skriður voru þó efnislitlar og ollu engu tjóni. Í samtali við fréttastofu segir Martina Stefani, ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar, að mat Ragnars Jónssonar bónda á upptökum skriðunnar við Halldórsstaði hafi verið í meginatriðum rétt. „Vatn rennur um flesta lækjarfarvegi og snjór er efst í fjöllum innarlega í dalnum. Jarðvegur er víða blautur eftir leysingar síðustu vikna og því ekki hægt að útiloka að fleiri skriður geti fallið,“ segir í færslunni. Veðurspáin geri þó ráð fyrir svölu veðri næsta sólarhringinn og lítilli úrkomu sem dregur úr líkum á skriðuföllum. Jarðvegur víða blautur á Norðurlandi Fyrr í vikunni barst Veðurstofunni einnig tilkynning um skriðu sem féll í farvegi í Langadal, skammt frá Húnaveri. Skriðan náði þó ekki niður á veg. „Þessir atburði gefa til kynna að jarðvegurinn er víða blautur á norðanverðu landinu og sumstaðar er snjór enn efst til fjalla. Þegar að staðbundin úrkoma verður geta skriður fallið án mikils fyrirvara og því er best að sýna aðgát og fylgjast með vel með aðstæðum í fjallshlíðum þar sem fólk er að störfum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Aurskriðan sem féll við Halldórsstaði síðdegis í dag.Veðurstofa Íslands „Ef fólk verður vart við skriður er best að halda sig í fjarlægð og vera meðvituð um að skriður geta komið niður í púlsum. Erfitt er að spá fyrir um leysingarskriður þar sem snjóalög eru breytileg eftir landshlutum og erfitt er að spá fyrir um staðbunda úrkomu,“ segir jafnframt. Veðurstofan heldur utan um skráningar á skriðuföllum í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Þeir sem verða varir við skriður eða grjóthrun eru beðnir um að koma þeim upplýsingum til Veðurstofunnar.
Eyjafjarðarsveit Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira