Uppgjörið, viðtöl og myndir: Víkingur - Breiðablik 2-1 | Nýliðarnir fyrstir til að vinna Blika Andri Már Eggertsson skrifar 20. júní 2024 21:22 Selma Dögg og Shaina Faiena eru í mikilvægu hlutverki hjá Víkingum. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Víkings unnu frábæran 2-1 sigur er liðið tók á mót Breiðablik í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Víkingur varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Blikum á tímabilinu. Það gerðist afar lítið fyrstu tuttugu mínúturnar. Víkingur var þó í við sterkari aðilinn og var að skapa sér fínar stöður á vellinum. Mark Víkings á 21. mínútu var því nokkuð verðskuldað. Birta Guðlaugsdóttir stóð vaktina vel í marki VíkingsVísir/Pawel Cieslikiewicz Sigdís Eva Bárðardóttir fékk sendingu á vinstri kantinum og gerði vel í að renna boltanum fyrir markið þar sem Víkingur hélt áfram að liggja á Blikum eftir markið og heimakonur fengu meðal annars átta hornspyrnur. En þrátt fyrir það var staðan 1-0 í hálfleik. Selma Dögg Björgvinsdóttir skoraði annað mark VíkingsVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var meira líf í Blikum í síðari hálfleik. Eftir að hafa misst Öglu Maríu Albertsdóttur út vegna meiðsla á fimmtu mínútu urðu gestirnir aftur fyrir áfalli þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fór út af vegna meiðsla þegar tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þegar tólf mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma bætti fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, við forystu heimakvenna. Varamaðurinn Linda Líf Boama lyfti boltanum inn fyrir vörn Blika og í gegn á Selmu sem skoraði. Barbára Sól Gísladóttir fékk dauðafæri til þess að jafna leikinnVísir/Pawel Cieslikiewicz Uppbótartíminn var fimm mínútur og lokamínúturnar voru æsispennandi. Katrín Ásbjörnsdóttir kom inn á sem varamaður og minnkaði muninn með laglegri hælspyrnu. Barbára Sól fékk síðan algjört dauðafæri í blálokin en nýtti það ekki. Í kjölfarið var leikurinn flautaður af og Víkingur vann 2-1 sigur. Barbára Sól Gísladóttir fékk dauðafæri til þess að jafna leikinnVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Það var blóðtaka fyrir Breiðablik að missa Öglu Maríu Albertsdóttur út af vegna meiðsla eftir tæplega fimm mínútur. Agla lenti í samstuði og þetta leit strax illa út og henni var skipt út af í kjölfarið. Agla hafði skorað sjö mörk í átta leikjum og það fór því ansi mikill kraftur úr sóknarleik Breiðabliks. Stjörnur og skúrkar Sigdís Eva Bárðardóttir átti frábæran leik og var allt í öllu í sóknarleik Víkings. Sigdís lagði upp fyrsta mark leiksins. Hún gerði vel í að renna boltanum þvert fyrir markið á Bergdísi Sveinsdóttur. Bergdís Sveinsdóttir skoraði fyrsta mark Víkings í leiknum þar sem hún gerði afar vel í að fleygja sér á boltann á undan varnarmönnum Breiðabliks. Bergdís hljóp úr sér lungun og var skipt út af eftir 71 mínútu. Varnarleikur Breiðabliks var ekki góður, í fyrsta markinu vantaði dugnað til að ráðast á fyrirgjöfina og í öðru markinu var einnig lélegur varnarleikur í skyndisókn Víkings. Dómarinn Bergrós Lilja Unudóttir dæmdi leik kvöldsins. Bergrós hafði góða stjórn á leiknum og sló ekki feilnótu þrátt fyrir að oft hafi verið kallað af bekknum að biðja um hitt og þetta. Bergrós fær 8 í einkunn. Bergrós Lilja Unudóttir, dómari leiksins.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stemning og umgjörð Veðrið í Víkinni var ekki gott og það rigndi mikið sem setti strik í mætinguna. Það var þó heilt lið af bandarískum stelpum frá Wyoming sem kom með rútu og mætti á leikinn. Þetta voru stelpur úr sama skóla og Shaina Faiena Ashouri, leikmaður Víkings, var í. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir „Held það geri okkur að betri leikmönnum“ „Jú, það er svolítið erfitt að bera sig ekki við systur sína þegar maður er í sömu deild og sömu stöðu en ég held að það geri okkur að betri leikmönnum,“ sagði Birta Guðlaugsdóttir aðspurð hvernig það er að eiga systur sem er einnig markvörður. 20. júní 2024 15:31
Nýliðar Víkings unnu frábæran 2-1 sigur er liðið tók á mót Breiðablik í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Víkingur varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Blikum á tímabilinu. Það gerðist afar lítið fyrstu tuttugu mínúturnar. Víkingur var þó í við sterkari aðilinn og var að skapa sér fínar stöður á vellinum. Mark Víkings á 21. mínútu var því nokkuð verðskuldað. Birta Guðlaugsdóttir stóð vaktina vel í marki VíkingsVísir/Pawel Cieslikiewicz Sigdís Eva Bárðardóttir fékk sendingu á vinstri kantinum og gerði vel í að renna boltanum fyrir markið þar sem Víkingur hélt áfram að liggja á Blikum eftir markið og heimakonur fengu meðal annars átta hornspyrnur. En þrátt fyrir það var staðan 1-0 í hálfleik. Selma Dögg Björgvinsdóttir skoraði annað mark VíkingsVísir/Pawel Cieslikiewicz Það var meira líf í Blikum í síðari hálfleik. Eftir að hafa misst Öglu Maríu Albertsdóttur út vegna meiðsla á fimmtu mínútu urðu gestirnir aftur fyrir áfalli þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fór út af vegna meiðsla þegar tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þegar tólf mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma bætti fyrirliði Víkings, Selma Dögg Björgvinsdóttir, við forystu heimakvenna. Varamaðurinn Linda Líf Boama lyfti boltanum inn fyrir vörn Blika og í gegn á Selmu sem skoraði. Barbára Sól Gísladóttir fékk dauðafæri til þess að jafna leikinnVísir/Pawel Cieslikiewicz Uppbótartíminn var fimm mínútur og lokamínúturnar voru æsispennandi. Katrín Ásbjörnsdóttir kom inn á sem varamaður og minnkaði muninn með laglegri hælspyrnu. Barbára Sól fékk síðan algjört dauðafæri í blálokin en nýtti það ekki. Í kjölfarið var leikurinn flautaður af og Víkingur vann 2-1 sigur. Barbára Sól Gísladóttir fékk dauðafæri til þess að jafna leikinnVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Það var blóðtaka fyrir Breiðablik að missa Öglu Maríu Albertsdóttur út af vegna meiðsla eftir tæplega fimm mínútur. Agla lenti í samstuði og þetta leit strax illa út og henni var skipt út af í kjölfarið. Agla hafði skorað sjö mörk í átta leikjum og það fór því ansi mikill kraftur úr sóknarleik Breiðabliks. Stjörnur og skúrkar Sigdís Eva Bárðardóttir átti frábæran leik og var allt í öllu í sóknarleik Víkings. Sigdís lagði upp fyrsta mark leiksins. Hún gerði vel í að renna boltanum þvert fyrir markið á Bergdísi Sveinsdóttur. Bergdís Sveinsdóttir skoraði fyrsta mark Víkings í leiknum þar sem hún gerði afar vel í að fleygja sér á boltann á undan varnarmönnum Breiðabliks. Bergdís hljóp úr sér lungun og var skipt út af eftir 71 mínútu. Varnarleikur Breiðabliks var ekki góður, í fyrsta markinu vantaði dugnað til að ráðast á fyrirgjöfina og í öðru markinu var einnig lélegur varnarleikur í skyndisókn Víkings. Dómarinn Bergrós Lilja Unudóttir dæmdi leik kvöldsins. Bergrós hafði góða stjórn á leiknum og sló ekki feilnótu þrátt fyrir að oft hafi verið kallað af bekknum að biðja um hitt og þetta. Bergrós fær 8 í einkunn. Bergrós Lilja Unudóttir, dómari leiksins.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stemning og umgjörð Veðrið í Víkinni var ekki gott og það rigndi mikið sem setti strik í mætinguna. Það var þó heilt lið af bandarískum stelpum frá Wyoming sem kom með rútu og mætti á leikinn. Þetta voru stelpur úr sama skóla og Shaina Faiena Ashouri, leikmaður Víkings, var í.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir „Held það geri okkur að betri leikmönnum“ „Jú, það er svolítið erfitt að bera sig ekki við systur sína þegar maður er í sömu deild og sömu stöðu en ég held að það geri okkur að betri leikmönnum,“ sagði Birta Guðlaugsdóttir aðspurð hvernig það er að eiga systur sem er einnig markvörður. 20. júní 2024 15:31
„Held það geri okkur að betri leikmönnum“ „Jú, það er svolítið erfitt að bera sig ekki við systur sína þegar maður er í sömu deild og sömu stöðu en ég held að það geri okkur að betri leikmönnum,“ sagði Birta Guðlaugsdóttir aðspurð hvernig það er að eiga systur sem er einnig markvörður. 20. júní 2024 15:31
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti