Neyddust til að farga tugum sendibíla og glæsijeppum Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2024 08:01 Einkum voru það sendibílar að tegundinni Proace sem lentu í pressunni. aðsend Rúmlega þrjátíu nýir Toyota-bílar; aðallega Proace sendibílar en einnig fáeinir af gerðinni Land Cruiser, hefur verið eða verður fargað. „Já, þetta eru 33 bílar. Þeim verður fargað og/eða byrjað er að farga þeim. Það er búið að farga um helmingi. Þá eru batteríin tekin úr þeim og þeir settir í pressu. Við sáum ekki fram á annað en að þetta væri það eina rétta. Þannig liggur í því,“ segir Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota. Lentu í maurasýru Að sögn Páls er aðallega um að ræða Toyota Proace-sendiferðabíla en einnig eru það nokkrir jeppar af Land Cruiser-tegund sem lentu í pressunni. Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota virðist ekki kippa sér mikið upp við þetta. En hvernig má þetta vera? „Bílarnir eru fluttir til landsins með sérstökum bílaflutningaskipum. Í þeim eru mörg þilför, fjögur eða sex og þangað er bílunum keyrt um borð og frá borði. Í þessari ferð var maurasýra sem lak niður á eitt af þilförunum. Það varð mengun af sýrunni sjálfri eða gufum sem frá henni og það smitaðist á 33 bíla til okkar,“ segir Páll. Þetta var í janúar á þessu ári en þetta uppgötvaðist svo þannig að þeir hjá Toyota fóru að fá inn bíla sem reyndust óeðlilega mikið ryðgaðir. „Þarna hafði eitthvað gerst og við eftirgrennslan kom í ljós að sýran hafði lekið þarna niður. Og bílarnir þar með ekki samkvæmt okkar gæðastöðlum,“ segir Páll. Gæðastálið öðlast framhaldslíf Þá var farið í að kalla bílana inn aftur og hefur það verk gengið vel. „Við fengum til baka 16 bíla og erum í þeim fasa að skipta þeim út. Ekki alveg öllum, við erum að bíða eftir því að sambærilegir bílar komi til landsins.“ Auk Proace lentu nokkrir Land Cruiserar í pressunni en þá má telja á fingrum annarrar handar. Þessum bílum verður öllum, vegna ryðs af völdum maurasýru, fargað. „Við höfum tekið bílana til skoðunar og farið yfir þetta allt vandlega. Þeir verða allir teknir úr umferð og pressaðir, fargað.“ Spurður hvort þetta sé ekki tilfinnanlegt tjón segist Páll nú reikna með því að gæðastálið í bílunum muni öðlast framhaldslíf. „Það var ekkert annað í stöðunni. Þessir bílar eiga að endast í ár og áratugi. Svona getur gerst.“ Bílar Skipaflutningar Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Já, þetta eru 33 bílar. Þeim verður fargað og/eða byrjað er að farga þeim. Það er búið að farga um helmingi. Þá eru batteríin tekin úr þeim og þeir settir í pressu. Við sáum ekki fram á annað en að þetta væri það eina rétta. Þannig liggur í því,“ segir Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota. Lentu í maurasýru Að sögn Páls er aðallega um að ræða Toyota Proace-sendiferðabíla en einnig eru það nokkrir jeppar af Land Cruiser-tegund sem lentu í pressunni. Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota virðist ekki kippa sér mikið upp við þetta. En hvernig má þetta vera? „Bílarnir eru fluttir til landsins með sérstökum bílaflutningaskipum. Í þeim eru mörg þilför, fjögur eða sex og þangað er bílunum keyrt um borð og frá borði. Í þessari ferð var maurasýra sem lak niður á eitt af þilförunum. Það varð mengun af sýrunni sjálfri eða gufum sem frá henni og það smitaðist á 33 bíla til okkar,“ segir Páll. Þetta var í janúar á þessu ári en þetta uppgötvaðist svo þannig að þeir hjá Toyota fóru að fá inn bíla sem reyndust óeðlilega mikið ryðgaðir. „Þarna hafði eitthvað gerst og við eftirgrennslan kom í ljós að sýran hafði lekið þarna niður. Og bílarnir þar með ekki samkvæmt okkar gæðastöðlum,“ segir Páll. Gæðastálið öðlast framhaldslíf Þá var farið í að kalla bílana inn aftur og hefur það verk gengið vel. „Við fengum til baka 16 bíla og erum í þeim fasa að skipta þeim út. Ekki alveg öllum, við erum að bíða eftir því að sambærilegir bílar komi til landsins.“ Auk Proace lentu nokkrir Land Cruiserar í pressunni en þá má telja á fingrum annarrar handar. Þessum bílum verður öllum, vegna ryðs af völdum maurasýru, fargað. „Við höfum tekið bílana til skoðunar og farið yfir þetta allt vandlega. Þeir verða allir teknir úr umferð og pressaðir, fargað.“ Spurður hvort þetta sé ekki tilfinnanlegt tjón segist Páll nú reikna með því að gæðastálið í bílunum muni öðlast framhaldslíf. „Það var ekkert annað í stöðunni. Þessir bílar eiga að endast í ár og áratugi. Svona getur gerst.“
Bílar Skipaflutningar Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira