Neyddust til að farga tugum sendibíla og glæsijeppum Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2024 08:01 Einkum voru það sendibílar að tegundinni Proace sem lentu í pressunni. aðsend Rúmlega þrjátíu nýir Toyota-bílar; aðallega Proace sendibílar en einnig fáeinir af gerðinni Land Cruiser, hefur verið eða verður fargað. „Já, þetta eru 33 bílar. Þeim verður fargað og/eða byrjað er að farga þeim. Það er búið að farga um helmingi. Þá eru batteríin tekin úr þeim og þeir settir í pressu. Við sáum ekki fram á annað en að þetta væri það eina rétta. Þannig liggur í því,“ segir Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota. Lentu í maurasýru Að sögn Páls er aðallega um að ræða Toyota Proace-sendiferðabíla en einnig eru það nokkrir jeppar af Land Cruiser-tegund sem lentu í pressunni. Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota virðist ekki kippa sér mikið upp við þetta. En hvernig má þetta vera? „Bílarnir eru fluttir til landsins með sérstökum bílaflutningaskipum. Í þeim eru mörg þilför, fjögur eða sex og þangað er bílunum keyrt um borð og frá borði. Í þessari ferð var maurasýra sem lak niður á eitt af þilförunum. Það varð mengun af sýrunni sjálfri eða gufum sem frá henni og það smitaðist á 33 bíla til okkar,“ segir Páll. Þetta var í janúar á þessu ári en þetta uppgötvaðist svo þannig að þeir hjá Toyota fóru að fá inn bíla sem reyndust óeðlilega mikið ryðgaðir. „Þarna hafði eitthvað gerst og við eftirgrennslan kom í ljós að sýran hafði lekið þarna niður. Og bílarnir þar með ekki samkvæmt okkar gæðastöðlum,“ segir Páll. Gæðastálið öðlast framhaldslíf Þá var farið í að kalla bílana inn aftur og hefur það verk gengið vel. „Við fengum til baka 16 bíla og erum í þeim fasa að skipta þeim út. Ekki alveg öllum, við erum að bíða eftir því að sambærilegir bílar komi til landsins.“ Auk Proace lentu nokkrir Land Cruiserar í pressunni en þá má telja á fingrum annarrar handar. Þessum bílum verður öllum, vegna ryðs af völdum maurasýru, fargað. „Við höfum tekið bílana til skoðunar og farið yfir þetta allt vandlega. Þeir verða allir teknir úr umferð og pressaðir, fargað.“ Spurður hvort þetta sé ekki tilfinnanlegt tjón segist Páll nú reikna með því að gæðastálið í bílunum muni öðlast framhaldslíf. „Það var ekkert annað í stöðunni. Þessir bílar eiga að endast í ár og áratugi. Svona getur gerst.“ Bílar Skipaflutningar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
„Já, þetta eru 33 bílar. Þeim verður fargað og/eða byrjað er að farga þeim. Það er búið að farga um helmingi. Þá eru batteríin tekin úr þeim og þeir settir í pressu. Við sáum ekki fram á annað en að þetta væri það eina rétta. Þannig liggur í því,“ segir Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota. Lentu í maurasýru Að sögn Páls er aðallega um að ræða Toyota Proace-sendiferðabíla en einnig eru það nokkrir jeppar af Land Cruiser-tegund sem lentu í pressunni. Páll Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Toyota virðist ekki kippa sér mikið upp við þetta. En hvernig má þetta vera? „Bílarnir eru fluttir til landsins með sérstökum bílaflutningaskipum. Í þeim eru mörg þilför, fjögur eða sex og þangað er bílunum keyrt um borð og frá borði. Í þessari ferð var maurasýra sem lak niður á eitt af þilförunum. Það varð mengun af sýrunni sjálfri eða gufum sem frá henni og það smitaðist á 33 bíla til okkar,“ segir Páll. Þetta var í janúar á þessu ári en þetta uppgötvaðist svo þannig að þeir hjá Toyota fóru að fá inn bíla sem reyndust óeðlilega mikið ryðgaðir. „Þarna hafði eitthvað gerst og við eftirgrennslan kom í ljós að sýran hafði lekið þarna niður. Og bílarnir þar með ekki samkvæmt okkar gæðastöðlum,“ segir Páll. Gæðastálið öðlast framhaldslíf Þá var farið í að kalla bílana inn aftur og hefur það verk gengið vel. „Við fengum til baka 16 bíla og erum í þeim fasa að skipta þeim út. Ekki alveg öllum, við erum að bíða eftir því að sambærilegir bílar komi til landsins.“ Auk Proace lentu nokkrir Land Cruiserar í pressunni en þá má telja á fingrum annarrar handar. Þessum bílum verður öllum, vegna ryðs af völdum maurasýru, fargað. „Við höfum tekið bílana til skoðunar og farið yfir þetta allt vandlega. Þeir verða allir teknir úr umferð og pressaðir, fargað.“ Spurður hvort þetta sé ekki tilfinnanlegt tjón segist Páll nú reikna með því að gæðastálið í bílunum muni öðlast framhaldslíf. „Það var ekkert annað í stöðunni. Þessir bílar eiga að endast í ár og áratugi. Svona getur gerst.“
Bílar Skipaflutningar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira