Gerum það mögulegt fyrir íslenskar barnafjölskyldur að flytja heim! Dóra Sóldís Ásmundardóttir skrifar 20. júní 2024 21:45 Ég fagna umræðunni um stöðu ungra barnafjölskyldna á Íslandi í dag, enda löngu orðið ljóst að staðan er grafalvarleg. Ég og maðurinn minn eigum tvö börn, strák sem 2,5 árs og 3 mánaða stelpu. Þrátt fyrir þessa staðreynd þá byrjaði strákurinn minn í leikskóla 12 mánaða og stelpan mín fær pláss á leikskóla 15 mánaða (í seinasta lagi). Við erum einnig svo lánsöm að þurfa ekki að taka á okkur tekjumissi á meðan við erum í fæðingarorlofi. Einnig er vert að minnast á það að fæðingarorlofið mitt byrjarði á 37 viku meðgöngu og ég var því bara nokkuð tilbúin að takast á við það stóra verkefni að fæða barn og hugsa um ungbarn. Hvernig í ósköpunum má það vera? Jú, ég bý nefnilega í Noregi. Áður en ég eignaðist barn sjálf fékk ég oft að heyra að lífssýn manns breytist við það að eignast barn. Það gerðist svo sannarlega hjá mér þegar strákurinn okkar kom í heiminn í Noregi, haustið 2021. Skyndilega kom löngunin til þess að flytja aftur til Íslands og vera nær ömmum, öfum og vinum. Það væri voðaloga notalegt að geta skroppið í mat til mömmu og pappa á sunnudegi og fengið pössun eftir vinnu á þriðjudegi. Við fórum að velta fyrir okkur möguleikanum að flytja aftur heim. Atvinna? Spennandi tækifæri Húsnæði? Sársaukafullt, en myndi líklega reddast Leikskólamál? Þar stoppar reikningsdæmið einfaldlega Án dagvistunar getum við ekki bæði unnið. Við áttum ekki efni á taka langt launalaust orlof. Við áttum í rauninni ekki efni á að flytja heim til Íslands. Matur hjá mömmu og pabba á sunnudögum og ömmudekur eftir leikskóla á þriðjudögum bíður því betri tíma. Í dag, tæpum þremur árum seinna eru bæði ég og maðurinn minn búin að fá spennandi tækifæri í Noregi og göngum að því vísu að fá leikskólapláss fyrir börnin okkar. Hvort og hvenær við komum heim er enn óráðið. Því miður horfum við til Íslands og erum fegin að þurfa ekki að standa í því púsluspili sem það er að eiga ungt barn á Íslandi í dag. Við erum bara ein af þeim mörg þúsund íslensku barnafjölskyldum sem búa erlendis. Nokkrar staðreyndir - Fæðingarorlof byrjar á 37. viku meðgöngu í Noregi og konur komast því hjá því að höggva á veikindaleyfi. - Tekjuþak í fæðingarorlofi er u.þ.b 820 þúsund krónur íslenskar á mánuði í Noregi. Hinsvegar er það orðið algent að vinnuveitandi borgi mismun milli launa einstaklings fyrir fæðingarorlof og fæðingarorlofsgreiðslna. - Ef barnið er 12 mánaða og ekki á leikskóla veitir norska ríkið 7500 NOK styrk á mánuði (u.þ.b. 100 þúsund kr) til 2 ára aldurs - Skv vinnuverndarlögum í Noregi er atvinnurekandi skuldbundinn til þess að veita mæðrum með barn á brjósti leyfi í a.m.k. 1 klukkustund á dag til gefa barninu brjóst þar til barnið nær 2 ára aldri (Hjá hinu opinbera eru þetta 2 klst á dag) - Réttur til leikskólapláss í Noregi - Börn fædd í janúar til ágúst fá (a.m.k.)leikskólapláss í ágúst sama ár og þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í september-nóvember fá (a.m.k) leikskólaplássi þann mánuð sem þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í desember fá (a.m.k) leikskólaplássi í ágúst árið eftir að þau verða 12 mánaða (Það er vissulega mjög óheppilegt að eignast desemberbarn í Noregi) Ég skora á íslensk stjórnvöld til þess að gera Ísland að aðlaðandi kosti fyrir ungar barnafjölskyldur! Höfundur er foreldri í Noregi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Leikskólar Noregur Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fagna umræðunni um stöðu ungra barnafjölskyldna á Íslandi í dag, enda löngu orðið ljóst að staðan er grafalvarleg. Ég og maðurinn minn eigum tvö börn, strák sem 2,5 árs og 3 mánaða stelpu. Þrátt fyrir þessa staðreynd þá byrjaði strákurinn minn í leikskóla 12 mánaða og stelpan mín fær pláss á leikskóla 15 mánaða (í seinasta lagi). Við erum einnig svo lánsöm að þurfa ekki að taka á okkur tekjumissi á meðan við erum í fæðingarorlofi. Einnig er vert að minnast á það að fæðingarorlofið mitt byrjarði á 37 viku meðgöngu og ég var því bara nokkuð tilbúin að takast á við það stóra verkefni að fæða barn og hugsa um ungbarn. Hvernig í ósköpunum má það vera? Jú, ég bý nefnilega í Noregi. Áður en ég eignaðist barn sjálf fékk ég oft að heyra að lífssýn manns breytist við það að eignast barn. Það gerðist svo sannarlega hjá mér þegar strákurinn okkar kom í heiminn í Noregi, haustið 2021. Skyndilega kom löngunin til þess að flytja aftur til Íslands og vera nær ömmum, öfum og vinum. Það væri voðaloga notalegt að geta skroppið í mat til mömmu og pappa á sunnudegi og fengið pössun eftir vinnu á þriðjudegi. Við fórum að velta fyrir okkur möguleikanum að flytja aftur heim. Atvinna? Spennandi tækifæri Húsnæði? Sársaukafullt, en myndi líklega reddast Leikskólamál? Þar stoppar reikningsdæmið einfaldlega Án dagvistunar getum við ekki bæði unnið. Við áttum ekki efni á taka langt launalaust orlof. Við áttum í rauninni ekki efni á að flytja heim til Íslands. Matur hjá mömmu og pabba á sunnudögum og ömmudekur eftir leikskóla á þriðjudögum bíður því betri tíma. Í dag, tæpum þremur árum seinna eru bæði ég og maðurinn minn búin að fá spennandi tækifæri í Noregi og göngum að því vísu að fá leikskólapláss fyrir börnin okkar. Hvort og hvenær við komum heim er enn óráðið. Því miður horfum við til Íslands og erum fegin að þurfa ekki að standa í því púsluspili sem það er að eiga ungt barn á Íslandi í dag. Við erum bara ein af þeim mörg þúsund íslensku barnafjölskyldum sem búa erlendis. Nokkrar staðreyndir - Fæðingarorlof byrjar á 37. viku meðgöngu í Noregi og konur komast því hjá því að höggva á veikindaleyfi. - Tekjuþak í fæðingarorlofi er u.þ.b 820 þúsund krónur íslenskar á mánuði í Noregi. Hinsvegar er það orðið algent að vinnuveitandi borgi mismun milli launa einstaklings fyrir fæðingarorlof og fæðingarorlofsgreiðslna. - Ef barnið er 12 mánaða og ekki á leikskóla veitir norska ríkið 7500 NOK styrk á mánuði (u.þ.b. 100 þúsund kr) til 2 ára aldurs - Skv vinnuverndarlögum í Noregi er atvinnurekandi skuldbundinn til þess að veita mæðrum með barn á brjósti leyfi í a.m.k. 1 klukkustund á dag til gefa barninu brjóst þar til barnið nær 2 ára aldri (Hjá hinu opinbera eru þetta 2 klst á dag) - Réttur til leikskólapláss í Noregi - Börn fædd í janúar til ágúst fá (a.m.k.)leikskólapláss í ágúst sama ár og þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í september-nóvember fá (a.m.k) leikskólaplássi þann mánuð sem þau verða 12 mánaða. - Börn fædd í desember fá (a.m.k) leikskólaplássi í ágúst árið eftir að þau verða 12 mánaða (Það er vissulega mjög óheppilegt að eignast desemberbarn í Noregi) Ég skora á íslensk stjórnvöld til þess að gera Ísland að aðlaðandi kosti fyrir ungar barnafjölskyldur! Höfundur er foreldri í Noregi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun