Jón sat hjá Árni Sæberg skrifar 20. júní 2024 12:50 Jón Gunnarsson greiddi ekki atkvæði um tillöguna. Vísir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi ekki atkvæði um vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Tillagan var felld með talsverðum meirihluta greiddra atkvæða. Talsverð eftirvænting var eftir því hvernig Jón myndi haga atkvæði sínu enda hefur hann verið mjög harðorður í garð Bjarkeyjar í kjölfar ákvörðunar hennar um að leyfa hvalveiðar. Jón var ekki óánægður með ákvörðunina sem slíka en gagnrýndi stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar harðlega. Jón gerði grein fyrir atkvæði sínu í pontu Alþingis þegar atkvæði voru greidd um tillöguna. Hann sagði eðlilega kröfu að ráðherra víki úr embætti ef rétt reynist að hann hafi misbeitt valdi sínu. Vinstri græn eigi ekki erindi á Alþingi „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga. Virðulegur forseti, það eru viðsjárverðir tímar í íslenskri pólitík og ábyrgðarhlutur að rjúfa ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á þessum degi. Ég treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og ég greiði því ekki atkvæði.“ Óli Björn sagði nei en vildi helst hafa VG annars staðar Tveir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks höfðu ekki farið í grafgötur með óánægju sína með stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar. Teitur Björn Einarsson var fjarverandi vegna veikinda og þurfti því ekki að taka afstöðu á þingi í dag. Óli Björn Kárason ákvað að gera grein fyrir atkvæði sínu á þingfundinum. Hann sagði að hann telji það enn mistök að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samþykkt að atvinnuvegaráðuneytið [matvælaráðuneytið] væri í höndum Vinstri grænna. „En eftir að hafa hlustað á þann málflutning stjórnarandstöðunnar og máltilbúnað, ef málatilbúnað skyldi kalla, þá get ég aldrei slegist í lið með slíku fólki. Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem reyna að fella ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Og ég mun, þegar ég vakna í fyrramálið, líta glaður í spegil og sáttur við sjálfan mig eftir að hafa sagt nei.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Talsverð eftirvænting var eftir því hvernig Jón myndi haga atkvæði sínu enda hefur hann verið mjög harðorður í garð Bjarkeyjar í kjölfar ákvörðunar hennar um að leyfa hvalveiðar. Jón var ekki óánægður með ákvörðunina sem slíka en gagnrýndi stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar harðlega. Jón gerði grein fyrir atkvæði sínu í pontu Alþingis þegar atkvæði voru greidd um tillöguna. Hann sagði eðlilega kröfu að ráðherra víki úr embætti ef rétt reynist að hann hafi misbeitt valdi sínu. Vinstri græn eigi ekki erindi á Alþingi „Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremst hjá þingflokki þeim sem ráðherrann situr í umboði fyrir. Flókin staða VG í þeim efnum, tveir af þremur ráðherrum eru með hæstaréttardóm á bakinu fyrir að brjóta á réttindum sveitarfélaga og almennings og nú má segja að fleiri dómar séu væntanlegir. Staðreyndin er augljóslega sú að stjórnmálaflokkur sem styður og lætur slík vinnubrögð átölulaus á kannski takmarkað erindi á Alþingi Íslendinga. Virðulegur forseti, það eru viðsjárverðir tímar í íslenskri pólitík og ábyrgðarhlutur að rjúfa ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á þessum degi. Ég treysti forsætisráðherra og mörgum ráðherrum ríkisstjórnarinnar og ég greiði því ekki atkvæði.“ Óli Björn sagði nei en vildi helst hafa VG annars staðar Tveir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks höfðu ekki farið í grafgötur með óánægju sína með stjórnsýsluhætti Bjarkeyjar. Teitur Björn Einarsson var fjarverandi vegna veikinda og þurfti því ekki að taka afstöðu á þingi í dag. Óli Björn Kárason ákvað að gera grein fyrir atkvæði sínu á þingfundinum. Hann sagði að hann telji það enn mistök að Sjálfstæðisflokkurinn hafi samþykkt að atvinnuvegaráðuneytið [matvælaráðuneytið] væri í höndum Vinstri grænna. „En eftir að hafa hlustað á þann málflutning stjórnarandstöðunnar og máltilbúnað, ef málatilbúnað skyldi kalla, þá get ég aldrei slegist í lið með slíku fólki. Ég mun aldrei vera í liði með þeim sem reyna að fella ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Og ég mun, þegar ég vakna í fyrramálið, líta glaður í spegil og sáttur við sjálfan mig eftir að hafa sagt nei.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira