Hver verður fyrst/ur að maka vaselíni á markmannshanskana sína í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2024 09:02 Vaselín má nota í margt og mikið. Michael Regan/Getty Images Þau sem fylgdust vel með ensku úrvalsdeild karla á nýafstaðinni leiktíð sáu ef til vill André Onana, markvörð Manchester United, maka vaselíni júgurá markmannshanska sína. Hver er tilgangurinn og gæti verið að við sjáum markverði í Bestu deildum karla eða kvenna taka þetta upp í sumar? Það má segja margt um frammistöðu Onana á sínu fyrsta tímabili með Man United. Hann hafði í nægu að snúast, fékk á sig fjölda marka og gerði talsvert af mistökum ásamt því að hann varði oft á tíðum meistaralega. Náðust nokkrar myndir af Onana á leiktíðinni þar sem hann stóð í mestu makindum sínum með dollu af vaselíni og var að setja á markmannshanska sína. Onana og vaselínið góða.Robin Jones/Getty Images Vaselín er „feitt smyrsl“ samkvæmt Árnastofnun. Af hverju vaselín? Í hlaðvarpsþætti Ben Foster, fyrrverandi markvarðar Manchester United, enska landsliðsins sem og annarra liða, er farið yfir ástæður þess af hverju markverðir setja vaselín á hanskana sína. @benfcyclinggk The SECRET Pro GK’s want to keep to themselves… 😱 #coventry #coventrycity #championship #fozcast ♬ original sound - Ben Foster The Cycling GK Foster sjálfur segist fyrst hafa séð þetta á HM í Brasilíu árið 2014 þegar Joe Hart nýtti sér „nýjustu tækni og vísindi.“ Hart sjálfur hefur viðurkennt að kollegi hans Kasper Schmeichel hafi kynnt hann fyrir þessu. En af hverju? Þannig er mál með vexti að þegar það rignir duglega, eins og gerist reglulega hér á landi sem og á Englandi þá verða nútíma fótbolti mjög svo sleipur. Þó svo að markverðir séu í glænýjum markmannshönskum þá verður boltinn gríðarlega erfiður viðureignar og erfitt að halda skotum eða fyrirgjöfum. Þetta staðfesti landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson í stuttu spjalli við Vísi. Hann sagði vaselín „svínvirka í bleytu.“ Hannes Þór í einum af sínum 77 A-landsleikjum.Vísir/Hulda Margrét Vaselín hrindir nefnilega frá sér vatni og þó ekki hafi fengist vísindaleg útskýring á hvernig eða af hverju þá er auðveldara fyrir markverði að meðhöndla boltann í gríðarlegri bleytu ef það er vaselín á hönskunum. Markvörðurinn fyrrverandi þakkar Kára Árnasyni, samherja sínum í landsliðinu, fyrir þetta „trikk“ þar sem hann sá markvörð sinn í félagsliði gera þetta. Það vekur hins vegar athygli að Onana virðist maka vaselíni á hanska sína í rigningu sem og sólskini. Nú er bara að bíða og sjá hvort einhver markvörðurinn í Bestu deild karla eða kvenna taki upp á þessu í næsta rigningarleik. Það ætti allavega ekki vera löng bið eftir þeim leik. Fanney Inga Birkisdóttir í leik með Val í sumar. Kannski mætir hún með dollu af vaselíni með í næsta leik sem fram fer við svipaðar aðstæður.Vísir/Anton Brink Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
Það má segja margt um frammistöðu Onana á sínu fyrsta tímabili með Man United. Hann hafði í nægu að snúast, fékk á sig fjölda marka og gerði talsvert af mistökum ásamt því að hann varði oft á tíðum meistaralega. Náðust nokkrar myndir af Onana á leiktíðinni þar sem hann stóð í mestu makindum sínum með dollu af vaselíni og var að setja á markmannshanska sína. Onana og vaselínið góða.Robin Jones/Getty Images Vaselín er „feitt smyrsl“ samkvæmt Árnastofnun. Af hverju vaselín? Í hlaðvarpsþætti Ben Foster, fyrrverandi markvarðar Manchester United, enska landsliðsins sem og annarra liða, er farið yfir ástæður þess af hverju markverðir setja vaselín á hanskana sína. @benfcyclinggk The SECRET Pro GK’s want to keep to themselves… 😱 #coventry #coventrycity #championship #fozcast ♬ original sound - Ben Foster The Cycling GK Foster sjálfur segist fyrst hafa séð þetta á HM í Brasilíu árið 2014 þegar Joe Hart nýtti sér „nýjustu tækni og vísindi.“ Hart sjálfur hefur viðurkennt að kollegi hans Kasper Schmeichel hafi kynnt hann fyrir þessu. En af hverju? Þannig er mál með vexti að þegar það rignir duglega, eins og gerist reglulega hér á landi sem og á Englandi þá verða nútíma fótbolti mjög svo sleipur. Þó svo að markverðir séu í glænýjum markmannshönskum þá verður boltinn gríðarlega erfiður viðureignar og erfitt að halda skotum eða fyrirgjöfum. Þetta staðfesti landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson í stuttu spjalli við Vísi. Hann sagði vaselín „svínvirka í bleytu.“ Hannes Þór í einum af sínum 77 A-landsleikjum.Vísir/Hulda Margrét Vaselín hrindir nefnilega frá sér vatni og þó ekki hafi fengist vísindaleg útskýring á hvernig eða af hverju þá er auðveldara fyrir markverði að meðhöndla boltann í gríðarlegri bleytu ef það er vaselín á hönskunum. Markvörðurinn fyrrverandi þakkar Kára Árnasyni, samherja sínum í landsliðinu, fyrir þetta „trikk“ þar sem hann sá markvörð sinn í félagsliði gera þetta. Það vekur hins vegar athygli að Onana virðist maka vaselíni á hanska sína í rigningu sem og sólskini. Nú er bara að bíða og sjá hvort einhver markvörðurinn í Bestu deild karla eða kvenna taki upp á þessu í næsta rigningarleik. Það ætti allavega ekki vera löng bið eftir þeim leik. Fanney Inga Birkisdóttir í leik með Val í sumar. Kannski mætir hún með dollu af vaselíni með í næsta leik sem fram fer við svipaðar aðstæður.Vísir/Anton Brink
Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira