Ókeypis lán í hverjum mánuði Svandís Edda Hólm Jónudóttir skrifar 19. júní 2024 10:00 Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. Þannig er hægt að líta á kreditkort sem ágætis lánakost, sér í lagi í því vaxtastigi sem nú ríkir. Úttektirnar eru vaxtalausar og bera engin lántökugjöld. Þess ber þó að geta að ef kortareikningur er ekki greiddur á eindaga reiknast vextir og kostnaður ofan á skuldina. Tvö einföld dæmi um kosti þess að nota kreditkort Tökum einfalt dæmi um kreditkort: Sigga notar kortið sitt á hverju kortatímabili innanlands fyrir 350.000 kr. Að meðaltali fjármagnar bankinn hennar úttektirnar í 19 daga. Gefum okkur að Sigga leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hún peninginn sinn um 1.432 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 17.179 kr. Tökum annað dæmi: Hjá flestum bönkum er hægt að fá svokölluð premium kort. Tóti á þannig kort og notar það á hverju kortatímabili fyrir 700.000 kr. (innanlands og erlendis). Að meðaltali fjármagnar bankinn hans Tóta úttektirnar í 19 daga og ef við gefum okkur að hann leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hann peninginn um 2.862 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 34.359 kr. Bæði Sigga og Tóti gætu verið með kortin sín tengd einhvers konar veltutengdri söfnun sem veitir þeim t.d. punkta hjá flugfélagi og eykur þar með ábata þeirra umtalsvert í hverjum mánuði. Heyrðu, en hvað með árgjöldin? Nú gæti einhver sagt, heyrðu, hvað með árgjald kortsins? Jú vissulega bera kortin árgjöld en fyrir þau fá Sigga og Tóti ýmis fríðindi, s.s. ferðatryggingar sem er mjög mikilvægt að hafa ef alvarleg slys eða veikindi koma upp erlendis. Árgjöldin eru föst og tengjast ekki veltu kortsins. Þeir sem greiða hátt árgjald njóta jafnan meiri og víðtækari fríðinda en þeir sem greiða lægra árgjald. Kreditkorthafar hafa sömuleiðis aðgang að neyðarþjónustu sem er opin allan sólarhringinn og því mikilvægur öryggisþáttur. Af þessu sést að kreditkort eru um margt góður valkostur séu þau notuð skynsamlega og greidd á gjalddaga. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Fjármál heimilisins Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Sjá meira
Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. Þannig er hægt að líta á kreditkort sem ágætis lánakost, sér í lagi í því vaxtastigi sem nú ríkir. Úttektirnar eru vaxtalausar og bera engin lántökugjöld. Þess ber þó að geta að ef kortareikningur er ekki greiddur á eindaga reiknast vextir og kostnaður ofan á skuldina. Tvö einföld dæmi um kosti þess að nota kreditkort Tökum einfalt dæmi um kreditkort: Sigga notar kortið sitt á hverju kortatímabili innanlands fyrir 350.000 kr. Að meðaltali fjármagnar bankinn hennar úttektirnar í 19 daga. Gefum okkur að Sigga leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hún peninginn sinn um 1.432 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 17.179 kr. Tökum annað dæmi: Hjá flestum bönkum er hægt að fá svokölluð premium kort. Tóti á þannig kort og notar það á hverju kortatímabili fyrir 700.000 kr. (innanlands og erlendis). Að meðaltali fjármagnar bankinn hans Tóta úttektirnar í 19 daga og ef við gefum okkur að hann leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hann peninginn um 2.862 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 34.359 kr. Bæði Sigga og Tóti gætu verið með kortin sín tengd einhvers konar veltutengdri söfnun sem veitir þeim t.d. punkta hjá flugfélagi og eykur þar með ábata þeirra umtalsvert í hverjum mánuði. Heyrðu, en hvað með árgjöldin? Nú gæti einhver sagt, heyrðu, hvað með árgjald kortsins? Jú vissulega bera kortin árgjöld en fyrir þau fá Sigga og Tóti ýmis fríðindi, s.s. ferðatryggingar sem er mjög mikilvægt að hafa ef alvarleg slys eða veikindi koma upp erlendis. Árgjöldin eru föst og tengjast ekki veltu kortsins. Þeir sem greiða hátt árgjald njóta jafnan meiri og víðtækari fríðinda en þeir sem greiða lægra árgjald. Kreditkorthafar hafa sömuleiðis aðgang að neyðarþjónustu sem er opin allan sólarhringinn og því mikilvægur öryggisþáttur. Af þessu sést að kreditkort eru um margt góður valkostur séu þau notuð skynsamlega og greidd á gjalddaga. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar