Pep Guardiola hjálpaði Boston Celtics að vinna NBA titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 09:31 Pep Guardiola þekkir ekkert annað en að vinna titla og nóg af þeim. Nú er hann líka farinn að hjálpa vinum sínum í öðrum íþróttum að vinna titla. Getty/Michael Regan Það vakti athygli þegar Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mætti til Boston fyrir fyrsta leikinn á móti Dallas Mavericks í úrslitaeinvíginu um NBA titilinn í körfubolta. Nú er komið í ljós að þessi frábæri knattspyrnuþjálfari kann sitthvað fyrir sér í körfuboltanum líka. Joe Mazzulla, þjálfari NBA-meistara Boston Celtics, talaði um það eftir að titilinn var í höfn að spænski knattspyrnustjórinn hefði hjálpað honum við það að finna leiðir í gegnum vörn Dallas. Boston vann úrslitaeinvígið á móti Dallas mjög sannfærandi 4-1 þar sem varnarleikur liðsins og liðssamvinna var í fyrirrúmi. Dallas burstaði reyndar einn leik og minnkaði þá muninn í 3-1 en í hinum var Boston í mjög góðum málum. Lokaleikinn vann Celtics mjög sannfærandi. Guardiola sást meðal annars vera að útskýra hluti fyrir Mazzulla inn á gólfinu og fyrir framan alla ljósmyndarana. Þar leit út fyrir að hann væri að sýna Boston þjálfurunum hvar væri réttu leiðirnar inn á vellinum. Mazzulla vottaði þær pælingar eftir að titilinn var í höfn því að hann þakkaði Guardiola fyrir góð ráð. „Dallas spilar einn klárasta og besta varnarleikinn í deildinni. Pep var að hjálpa mér með það, með því að búa til pláss inn á vellinum. Það var mjög mikilvægt. Hann hjálpaði mér að sjá hvernig væri best að hreyfa leikmenn okkar í hröðu sóknunum,“ sagði Joe Mazzulla. Er það eitthvað sem Guadriola getur ekki? Hann er búinn að vinna sautján titla á síðustu sex árum með Manchester City og alls 39 titla á þjálfaraferlinum. Hver veit nema að hann skipti bara yfir í körfuboltann þegar hann leitar sér að næstu áskorun. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NBA Enski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
Joe Mazzulla, þjálfari NBA-meistara Boston Celtics, talaði um það eftir að titilinn var í höfn að spænski knattspyrnustjórinn hefði hjálpað honum við það að finna leiðir í gegnum vörn Dallas. Boston vann úrslitaeinvígið á móti Dallas mjög sannfærandi 4-1 þar sem varnarleikur liðsins og liðssamvinna var í fyrirrúmi. Dallas burstaði reyndar einn leik og minnkaði þá muninn í 3-1 en í hinum var Boston í mjög góðum málum. Lokaleikinn vann Celtics mjög sannfærandi. Guardiola sást meðal annars vera að útskýra hluti fyrir Mazzulla inn á gólfinu og fyrir framan alla ljósmyndarana. Þar leit út fyrir að hann væri að sýna Boston þjálfurunum hvar væri réttu leiðirnar inn á vellinum. Mazzulla vottaði þær pælingar eftir að titilinn var í höfn því að hann þakkaði Guardiola fyrir góð ráð. „Dallas spilar einn klárasta og besta varnarleikinn í deildinni. Pep var að hjálpa mér með það, með því að búa til pláss inn á vellinum. Það var mjög mikilvægt. Hann hjálpaði mér að sjá hvernig væri best að hreyfa leikmenn okkar í hröðu sóknunum,“ sagði Joe Mazzulla. Er það eitthvað sem Guadriola getur ekki? Hann er búinn að vinna sautján titla á síðustu sex árum með Manchester City og alls 39 titla á þjálfaraferlinum. Hver veit nema að hann skipti bara yfir í körfuboltann þegar hann leitar sér að næstu áskorun. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NBA Enski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira