Ellefu sundmenn í Ólympíuhópnum voru í hópi þeirra 23 sem féllu á lyfjaprófi í aðdraganda Ólympíuleikanna í Tókýó árið 2021. Norska ríkissjónvarpið segir frá.
Vísbendingar um notkun hjartalyfsins trimetazidine fannst hjá þeim öllum. Lyfið eykur súrefnisupptöku íþróttafólksins og bætir um leið getu þess í sundlauginni.
Sundfólkið var hins vegar sýknað þegar kínversk yfirvöld og Alþjóðalyfjaeftirliðið (Wada) komust að þeirri niðurstöðu að lyfið hefði komist í íþróttafólkið í gegnum neyslu á menguðum mat á hóteli kínverska landsliðsins.
Bandaríkjamenn voru meðal þeirra sem mótmæltu niðurstöðunni harðlega.
Á meðal þessara ellefu eru bæði Zhang Yufei og Wang Shun sem unnu gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókyó.
Zhang Yufei er nú 25 ára gömul en hún vann tvö gull og tvö silfur á ÓL í Tókýó. Gullverðlaunin komu í 200 metra flugsundi og í 4 x 200 metra boðsundi.
Wang Shun er nú þrítugur en hann vann eitt gull og eitt brons á leikunum í Tókýó. Gullverðlaunin komu í 200 metra fjórsundi.