„Tíu sinnum betra en mig dreymdi um“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 07:30 Jayson Tatum fagnar titlinum með syni sínum Jayson Christopher Tatum Jr. en sonur hans gengur jafnan undir nafninu Deuce. Getty/Elsa Það var svo sannarlega þungu fargi létt af Jayson Tatum þegar honum tókst loksins að vinna NBA titilinn með Boston Celtics í nótt. Tatum og Boston liðið var búið að vera lengi í fremstu röð í NBA en félagið hafði ekki unnið titilinn síðan árið 2008. 🗣️🗣️🗣️ https://t.co/577cz12luM pic.twitter.com/gFPQLgZm51— NBA (@NBA) June 18, 2024 Pressan var mikil og ekki síst á Tatum sjálfum. Það mátti líka sjá þetta á dramatískum viðbrögðum hans í leikslok. Aðeins fjórir leikmenn hafa skorað fleiri stig í sögu úrslitakeppninnar en Tatum eða þeir Jerry West, LeBron James, Dirk Nowitzki og Kevin Durant. Nú getur hann loksins kallað sig NBA meistara. Tatum talaði um aðdragandann að þessum fyrsta langþráða titli sínum. „Fólk hefur talað um það áður en af því að við höfum farið langt í úrslitakeppninni áður og ekki tekist að klára titilinn þá gerir það þessa stund svo miklu betri,“ sagði Tatum á blaðamannafundi eftir leikinn. "It took being relentless... I dreamed about what it would be like, but this is 10 times better."Jayson Tatum on what it took to win the title after coming up short in 2022 🏆 pic.twitter.com/ZrbZrCeadK— NBA (@NBA) June 18, 2024 „Þú veist hvernig það er að tapa og þekkir þá slæmu tilfinningu að vera í hinum klefanum og heyra í hinu liðinu fagna titlinum. Það var hræðilegt að heyra í liði fagna titli á þínum heimavelli,“ sagði Tatum og vísaði þá þegar liðið tapaði á móti Golden State Warriors í úrslitaeinvíginu 2022. „Nú er ég að komast upp í þennan hóp þar sem allir uppáhaldsleikmennirnir mínir eru. Allir sem teljast frábærir eða teljast til goðsagna hafa orðið meistarar. Allir þeir leikmanna sem ég leit upp til urðu meistarar og unnu margra titla. Nú get ég gengið inn í þau herbergi og deilt þeirri tilfinningu,“ sagði Tatum. „Þetta er rosaleg tilfinning. Mig dreymdi um hvernig þetta yrði en þetta er tíu sinnum betra,“ sagði Tatum. Hann fagnaði með syni sínum Deuce á gólfinu þegar titilinn var í höfn eins og sjá má hér fyrir neðan. Deuce & dad in #PhantomCam! 💚 https://t.co/i2gGBUKuVO pic.twitter.com/2AaGjWQ7Dj— NBA (@NBA) June 18, 2024 NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Tatum og Boston liðið var búið að vera lengi í fremstu röð í NBA en félagið hafði ekki unnið titilinn síðan árið 2008. 🗣️🗣️🗣️ https://t.co/577cz12luM pic.twitter.com/gFPQLgZm51— NBA (@NBA) June 18, 2024 Pressan var mikil og ekki síst á Tatum sjálfum. Það mátti líka sjá þetta á dramatískum viðbrögðum hans í leikslok. Aðeins fjórir leikmenn hafa skorað fleiri stig í sögu úrslitakeppninnar en Tatum eða þeir Jerry West, LeBron James, Dirk Nowitzki og Kevin Durant. Nú getur hann loksins kallað sig NBA meistara. Tatum talaði um aðdragandann að þessum fyrsta langþráða titli sínum. „Fólk hefur talað um það áður en af því að við höfum farið langt í úrslitakeppninni áður og ekki tekist að klára titilinn þá gerir það þessa stund svo miklu betri,“ sagði Tatum á blaðamannafundi eftir leikinn. "It took being relentless... I dreamed about what it would be like, but this is 10 times better."Jayson Tatum on what it took to win the title after coming up short in 2022 🏆 pic.twitter.com/ZrbZrCeadK— NBA (@NBA) June 18, 2024 „Þú veist hvernig það er að tapa og þekkir þá slæmu tilfinningu að vera í hinum klefanum og heyra í hinu liðinu fagna titlinum. Það var hræðilegt að heyra í liði fagna titli á þínum heimavelli,“ sagði Tatum og vísaði þá þegar liðið tapaði á móti Golden State Warriors í úrslitaeinvíginu 2022. „Nú er ég að komast upp í þennan hóp þar sem allir uppáhaldsleikmennirnir mínir eru. Allir sem teljast frábærir eða teljast til goðsagna hafa orðið meistarar. Allir þeir leikmanna sem ég leit upp til urðu meistarar og unnu margra titla. Nú get ég gengið inn í þau herbergi og deilt þeirri tilfinningu,“ sagði Tatum. „Þetta er rosaleg tilfinning. Mig dreymdi um hvernig þetta yrði en þetta er tíu sinnum betra,“ sagði Tatum. Hann fagnaði með syni sínum Deuce á gólfinu þegar titilinn var í höfn eins og sjá má hér fyrir neðan. Deuce & dad in #PhantomCam! 💚 https://t.co/i2gGBUKuVO pic.twitter.com/2AaGjWQ7Dj— NBA (@NBA) June 18, 2024
NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira