„Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 17. júní 2024 21:47 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir/Sigurjón Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. Áttatíu og tveimur starfsmönnum var sagt upp á skrifstofum félagsins í lok maí. Þær uppsagnir segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair að tengist ekki uppsögnum fyrir helgi. „Það er mikil árstíðarsveifla í okkar rekstri og í íslenskri ferðaþjónustu. Hún hefur eiginlega aukist eftir Covid. Við þurfum því færri flugmenn á veturna heldur en sumri. Þessar uppsagnir taka gildi frá og með október og við vonumst til þess að þessir flugmenn komi aftur til okkar í vor,“ segir Bogi sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er erfitt að grípa til uppsagna en það er engu að síður staðan núna,“ bætir Bogi við. Hann segir frekari uppsagnir ekki í kortunum. „Útlitið til lengri tíma er mjög gott. Við erum að sjá minni eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi núna heldur en við sáum í fyrra, og við reiknuðum með. Það eru nokkrir þættir sem spila þar inn í. Atburðirnir á Reykjanesi, Ísland er orðið dýrt í samanburði við samkeppnislöndin og síðan eru stjórnvöld hér að setja minni fjármuni í markaðssetningu á landinu.“ Markaðskerfið sé hins vegar svegjanlegt, með tengimörkuðum yfir hafið. „Þess vegna erum við með viðamikla áætlun núna og svo verður í vetur líka. Þannig til lengri tíma er útlitið mjög gott fyrir Icelandair og Ísland sem ferðamannaland. Fjárhagsstaða félagsins gríðarlega sterk þannig við erum bara mjög brött á framtíðina.“ Bogi viðurkennir að minni eftirspurn hafi haft áhrif á reksturinn. „En við getum nýtt sveigjanleika í leiðarkerfinu með því að breyta áherslum og það hefur bara gengið vel. En eftirspurnin hefur aðeins gefið eftir og við þurfum að bregðast við því í sameiningu,“ segir Bogi. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Áttatíu og tveimur starfsmönnum var sagt upp á skrifstofum félagsins í lok maí. Þær uppsagnir segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair að tengist ekki uppsögnum fyrir helgi. „Það er mikil árstíðarsveifla í okkar rekstri og í íslenskri ferðaþjónustu. Hún hefur eiginlega aukist eftir Covid. Við þurfum því færri flugmenn á veturna heldur en sumri. Þessar uppsagnir taka gildi frá og með október og við vonumst til þess að þessir flugmenn komi aftur til okkar í vor,“ segir Bogi sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er erfitt að grípa til uppsagna en það er engu að síður staðan núna,“ bætir Bogi við. Hann segir frekari uppsagnir ekki í kortunum. „Útlitið til lengri tíma er mjög gott. Við erum að sjá minni eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi núna heldur en við sáum í fyrra, og við reiknuðum með. Það eru nokkrir þættir sem spila þar inn í. Atburðirnir á Reykjanesi, Ísland er orðið dýrt í samanburði við samkeppnislöndin og síðan eru stjórnvöld hér að setja minni fjármuni í markaðssetningu á landinu.“ Markaðskerfið sé hins vegar svegjanlegt, með tengimörkuðum yfir hafið. „Þess vegna erum við með viðamikla áætlun núna og svo verður í vetur líka. Þannig til lengri tíma er útlitið mjög gott fyrir Icelandair og Ísland sem ferðamannaland. Fjárhagsstaða félagsins gríðarlega sterk þannig við erum bara mjög brött á framtíðina.“ Bogi viðurkennir að minni eftirspurn hafi haft áhrif á reksturinn. „En við getum nýtt sveigjanleika í leiðarkerfinu með því að breyta áherslum og það hefur bara gengið vel. En eftirspurnin hefur aðeins gefið eftir og við þurfum að bregðast við því í sameiningu,“ segir Bogi.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21