Körfubolti

Sverð­fiskur í Boston og Andri Már fer á leik næturinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Már Eggertsson er harðasti Boston Celtics maður landsins.
Andri Már Eggertsson er harðasti Boston Celtics maður landsins. Getty Images/Vísir

Strákarnir í Körfuboltakvöldi ákváðu að gera sér glaðan dag og skella sér til Boston þar sem heimamenn í Celtics gætu tryggt sér sigur í NBA-deildinni í körfubolta. Það hefur gengið á ýmsu í ferð drengjanna en hér að ofan má sjá það helsta frá degi tvö.

„Andri Már Eggertsson reif upp veskið í gær og keypti sér miða á leik Boston Celtics og Dallas Mavericks, borgaði nokkuð góða summu fyrir þann miða,“ segir Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, áður en hann spyr drengina hvernig leikur kvöldsins fer. Fari svo að Boston vinni þá verður liðið meistari í fyrsta sinn síðan 2008.

Klippa: Körfuboltakvöld í Boston: Dagur 2

Spánna má sjá hér að ofan sem og allt annað sem hefur komið fyrir drengina í stórborginni en fimmti leikur úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar fer fram í nótt. Upphitun hefst á miðnætti og leikurinn klukkan hálf eitt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×