Neita að borga tjón eftir að hafa mokað snjó yfir bíl Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. júní 2024 15:25 Búið var að moka snjó upp að og undir bíl Þóris þegar hann kom erlendis frá Þórir Brynjúlfsson Þórir Brynjúlfsson varð fyrir miklu óláni fyrir rúmlega ári síðan, þegar hann kom heim til Íslands eftir að hafa lagt bíl sínum á bílastæði ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Snjó hafði verið mokað upp að og undir bílinn, sem fraus og þrýstist upp í undirvagninn. Bíllinn varð fyrir nokkru tjóni, en ISAVIA og verktakinn sem sá um snjómoksturinn neita að borga tjónið. Þórir vakti athygli á þessu á Feisbúkksíðunni Bakland Ferðaþjónustunnar, þar sem hann birti myndir af bílnum á kafi í snjó og sagði sögu sína. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi lagt bíl sínum utarlega á P1 bílastæði ISAVIA þegar hann fór til Tenerife. Þegar hann kom til baka var búið að moka snjó upp að og undir bílinn. Miklar skemmdir Hann hafi brotið sér leið inn í bílinn með tennisspaða og komið honum í gang, en svo kom á daginn að ekki var hægt að setja bílinn í drive, þar sem frosinn snjór undir bílnum hefði þrýst upp í gírinn. Alls konar ljós hafi verið í mælaborðinu, bremsuleiðsla farin í sundur, handbremsubarkar farnir og skipt hafi þurft um hitt og þetta. Þórir braut sér leið að bílnum með tennisspaðaÞórir Brynjúlfsson Hann segist hafa farið með málið til ISAVIA, sem bentu á verktakann. „Þá fór ég til tryggingarfélags verktakans, og þeir neituðu að borga þetta. Þá kærði ég þetta til úrskurðarnefndar og málið er þar í dag,“ segir Þórir. Tryggingarfélagið sé nýbúið að senda mótrök gegn honum. Hefði átt að gera sér grein fyrir því sem hann var að gera „Aðalatriðið er að verktakinn lokar bílinn inni af ásettu ráði. Maðurinn sem stýrir gröfinni á að vita það að bíllinn er lokaður inni. Það er búið að loka bílinn af fyrir manninn þegar hann kemur úr ferðalagi, það er svo augljóst,“ segir Þórir. Bíllinn var utarlega á bílastæði ISAVIAÞórir Brynjúlfsson Á Feisbúkk segir hann að næsta mál sé að kæra ISAVIA og verktakann fyrir skemmdarverk til lögreglu. „ÍSAVÍA hefur nánast einokunaraðstöðu á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll og þiggur gjald fyrir en neitar allri ábyrgð á skemmdum á bifreiðum sem lagt er í þeirra stæði, hvernig svo sem til skemmdanna er stofnað. Menn skildu hafa það í huga,“ segir Þórir. Keflavíkurflugvöllur Tryggingar Snjómokstur Bílastæði Neytendur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Þórir vakti athygli á þessu á Feisbúkksíðunni Bakland Ferðaþjónustunnar, þar sem hann birti myndir af bílnum á kafi í snjó og sagði sögu sína. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi lagt bíl sínum utarlega á P1 bílastæði ISAVIA þegar hann fór til Tenerife. Þegar hann kom til baka var búið að moka snjó upp að og undir bílinn. Miklar skemmdir Hann hafi brotið sér leið inn í bílinn með tennisspaða og komið honum í gang, en svo kom á daginn að ekki var hægt að setja bílinn í drive, þar sem frosinn snjór undir bílnum hefði þrýst upp í gírinn. Alls konar ljós hafi verið í mælaborðinu, bremsuleiðsla farin í sundur, handbremsubarkar farnir og skipt hafi þurft um hitt og þetta. Þórir braut sér leið að bílnum með tennisspaðaÞórir Brynjúlfsson Hann segist hafa farið með málið til ISAVIA, sem bentu á verktakann. „Þá fór ég til tryggingarfélags verktakans, og þeir neituðu að borga þetta. Þá kærði ég þetta til úrskurðarnefndar og málið er þar í dag,“ segir Þórir. Tryggingarfélagið sé nýbúið að senda mótrök gegn honum. Hefði átt að gera sér grein fyrir því sem hann var að gera „Aðalatriðið er að verktakinn lokar bílinn inni af ásettu ráði. Maðurinn sem stýrir gröfinni á að vita það að bíllinn er lokaður inni. Það er búið að loka bílinn af fyrir manninn þegar hann kemur úr ferðalagi, það er svo augljóst,“ segir Þórir. Bíllinn var utarlega á bílastæði ISAVIAÞórir Brynjúlfsson Á Feisbúkk segir hann að næsta mál sé að kæra ISAVIA og verktakann fyrir skemmdarverk til lögreglu. „ÍSAVÍA hefur nánast einokunaraðstöðu á bílastæðum við Keflavíkurflugvöll og þiggur gjald fyrir en neitar allri ábyrgð á skemmdum á bifreiðum sem lagt er í þeirra stæði, hvernig svo sem til skemmdanna er stofnað. Menn skildu hafa það í huga,“ segir Þórir.
Keflavíkurflugvöllur Tryggingar Snjómokstur Bílastæði Neytendur Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira