Það verði „drulluerfitt“ að rífa VG úr lægðinni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. júní 2024 12:52 Guðmundur segir að stundum sé erfitt að vera prinsipmanneskja í pólitík. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn þurfi að fara í innra uppgjör og leita í ræturnar, en flokkurinn mælist aðeins með um þriggja prósenta fylgi í skoðanakönnunum og myndi því detta út af þingi ef kosið yrði í dag. Hann er ekki svartsýnn á framhaldið þó það verði „drulluerfitt“ að rífa sig upp úr lægðinni. Guðmundur var í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðmundur segir að setja þurfi fylgistap flokksins meðal annars í samhengi við hægrisveiflu sem hann segir hafa átt sér stað í Evrópu. Pólitíkin sé almennt að færast í hægri átt, og Samfylkingin hafi fært sig nær hægri flokkunum. Samfylkingin færst til hægri „Mér finnst til dæmis málflutningur formanns Samfylkingarinnar,Kristrúnar Frostadóttur eins og hann birtist í eldhúsdagsumræðunum, hvernig hún rammar inn efnahagsmál, að fyrst þurfum við að ná tökum á efnahagsmálum og síðan getum við farið að einbeita okkur að velferðarmálum,“ segir Guðmundur. Hann telur sjálfur að efnahagsstöðugleiki þurfi að haldast í hendur við félagslegan stöðugleika. Samfylkingin hafi einnig sagt að fara þurfi hægt í kerfisbreytingar í sjávarútvegi, og þetta sé stefna sem færir hana lengra frá félagslegum gildum. Einnig hafi algjör viðsnúningur verið í stefnu flokksins í orkumálum. „Ég hef líka áhyggjur af því að hinar pólitísku hreyfingar og flokkar á Íslandi, eru kannski að færa sig meira inn á miðjuna og til hægri, og þá þarf að vera skýr valkostur til vinstri,“ segir Guðmundur. En hvað telurðu þá að VG hafi gert í þessu ríkisstjórnarsamstarfi nema færst í þessa átt? „Enda hef ég verið að tala um það að við þurfum að leita í okkar rætur, og ég er algjörlega hreinskilinn með það að við þurfum að fara í þess háttar uppgjör,“ segir Guðmundur. Vinstri græn hafi einnig náð talsverðum árangri í ríkisstjórnarsamstarfinu á síðastliðnum árum. Mikill árangur Vinstri grænna í ríkisstjórn „Við getum nefnt sem dæmi þriggja þrepa skattkerfið, sem hefur skilað launafólki í landinu miklum ávinningi. Ég vil líka nefna kjarasamningana 2019 og núna 2024 sem hafa fært efnaminnafólki auknar ráðstöfunartekjur. Maður getur líka nefnt málefni sem snúa að heilbrigðiskerfinu, við höfum dregið úr greiðsluþáttöku sjúklinga,“ segir Guðmundur. Flokkurinn hafi komið á geðheilbrigðisteymi, endurhannað örorkulífeyriskerfið, endurbætt þjónustu við eldra fólk með verkefninu gott að eldast, Mannréttindastofnun hafi verið komið á laggirnar, þungunarrofsfrumvarpið lagt fram, málefni hinsegin fólks sett á oddinn o.s.frv. Vinstri græn hafi einnig náð miklum árangri í umhverfisvernd, sem er eitt helsta mál flokksins. Guðmundur nefnir fjöldann allan af friðlýsingum, og loftslagsmálin hafi verið sett á oddinn. Mikil áhersla hafi verið á vernd víðernis og hálendisins. Einnig sé loksins farið að flokka lífrænt sorp á heimilum. Endurvinnsla lífræns úrgangs á höfuðborgarsvæðinu hófst í ráðherratíð Guðmundar í umhverfisráðuneytinu.Sorpa Erfitt að vera friðarflokkur á ófriðartímum Guðmundur segir að Vinstri græn þurfi að taka miklu dýpri umræðu um utanríkismál varðandi til dæmis NATO. Aðrir vinstri flokkar í Skandinavíu hafi einnig verið að takast á við þessa umræðu, hvernig friðarheyfing ætli að fóta sig í þessu umhverfi sem nú er. „Á sama tíma og þú vilt stuðla að friði, þá er stundum einhver einn aðili sem gengu lengra fram og er kannski meira vondi gæinn í stríði, ætlarðu að taka afstöðu í því eða ætlarðu að standa með konseptinu friði?“ segir Guðmundur. Honum fellur ekki í geð vopnakaup Íslands fyrir Úkraínu. Hann segir meginhluta stuðnings Íslands vera annars eðlis. Vinstri græn Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Guðmundur segir að setja þurfi fylgistap flokksins meðal annars í samhengi við hægrisveiflu sem hann segir hafa átt sér stað í Evrópu. Pólitíkin sé almennt að færast í hægri átt, og Samfylkingin hafi fært sig nær hægri flokkunum. Samfylkingin færst til hægri „Mér finnst til dæmis málflutningur formanns Samfylkingarinnar,Kristrúnar Frostadóttur eins og hann birtist í eldhúsdagsumræðunum, hvernig hún rammar inn efnahagsmál, að fyrst þurfum við að ná tökum á efnahagsmálum og síðan getum við farið að einbeita okkur að velferðarmálum,“ segir Guðmundur. Hann telur sjálfur að efnahagsstöðugleiki þurfi að haldast í hendur við félagslegan stöðugleika. Samfylkingin hafi einnig sagt að fara þurfi hægt í kerfisbreytingar í sjávarútvegi, og þetta sé stefna sem færir hana lengra frá félagslegum gildum. Einnig hafi algjör viðsnúningur verið í stefnu flokksins í orkumálum. „Ég hef líka áhyggjur af því að hinar pólitísku hreyfingar og flokkar á Íslandi, eru kannski að færa sig meira inn á miðjuna og til hægri, og þá þarf að vera skýr valkostur til vinstri,“ segir Guðmundur. En hvað telurðu þá að VG hafi gert í þessu ríkisstjórnarsamstarfi nema færst í þessa átt? „Enda hef ég verið að tala um það að við þurfum að leita í okkar rætur, og ég er algjörlega hreinskilinn með það að við þurfum að fara í þess háttar uppgjör,“ segir Guðmundur. Vinstri græn hafi einnig náð talsverðum árangri í ríkisstjórnarsamstarfinu á síðastliðnum árum. Mikill árangur Vinstri grænna í ríkisstjórn „Við getum nefnt sem dæmi þriggja þrepa skattkerfið, sem hefur skilað launafólki í landinu miklum ávinningi. Ég vil líka nefna kjarasamningana 2019 og núna 2024 sem hafa fært efnaminnafólki auknar ráðstöfunartekjur. Maður getur líka nefnt málefni sem snúa að heilbrigðiskerfinu, við höfum dregið úr greiðsluþáttöku sjúklinga,“ segir Guðmundur. Flokkurinn hafi komið á geðheilbrigðisteymi, endurhannað örorkulífeyriskerfið, endurbætt þjónustu við eldra fólk með verkefninu gott að eldast, Mannréttindastofnun hafi verið komið á laggirnar, þungunarrofsfrumvarpið lagt fram, málefni hinsegin fólks sett á oddinn o.s.frv. Vinstri græn hafi einnig náð miklum árangri í umhverfisvernd, sem er eitt helsta mál flokksins. Guðmundur nefnir fjöldann allan af friðlýsingum, og loftslagsmálin hafi verið sett á oddinn. Mikil áhersla hafi verið á vernd víðernis og hálendisins. Einnig sé loksins farið að flokka lífrænt sorp á heimilum. Endurvinnsla lífræns úrgangs á höfuðborgarsvæðinu hófst í ráðherratíð Guðmundar í umhverfisráðuneytinu.Sorpa Erfitt að vera friðarflokkur á ófriðartímum Guðmundur segir að Vinstri græn þurfi að taka miklu dýpri umræðu um utanríkismál varðandi til dæmis NATO. Aðrir vinstri flokkar í Skandinavíu hafi einnig verið að takast á við þessa umræðu, hvernig friðarheyfing ætli að fóta sig í þessu umhverfi sem nú er. „Á sama tíma og þú vilt stuðla að friði, þá er stundum einhver einn aðili sem gengu lengra fram og er kannski meira vondi gæinn í stríði, ætlarðu að taka afstöðu í því eða ætlarðu að standa með konseptinu friði?“ segir Guðmundur. Honum fellur ekki í geð vopnakaup Íslands fyrir Úkraínu. Hann segir meginhluta stuðnings Íslands vera annars eðlis.
Vinstri græn Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira