Efast um að ráðherrar nái fram markmiði sínu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júní 2024 12:12 Finnur Ricart Andrason er formaður Ungra umhverfissinna. Vísir/Arnar Formaður Ungra umhverfissinna segir ýmislegt við boðaðar aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum skjóta skökku við. Ráðherra hafi meðal annars farið með rangt mál þegar aðgerðirnar voru kynntar í gær. Í gær kynntu fjórir ráðherrar hundrað og fimmtíu aðgerðir í nýrri áætlun í loftslagsmálum. Með aðgerðunum er vonast til þess að Ísland nái allt að 45 prósenta samdrætti í samfélagslosun til ársins 2030. Finnur Ricart Andrason, formaður Ungra umhverfissinna, fagnar því að nýjar aðgerðir hafi litið dagsins ljós. Hins vegar sé margt í pakkanum sem mætti betur fara. „Í fyrsta lagi þá er ljóst að það er verið að draga úr fjármagni til loftslagsaðgerða. Þetta kemur skýrt fram í núverandi fjármálaáætlun og fjárlögum. Það að það sé verið að fjölga aðgerðum úr 48 í 150 en draga úr fjármagni samhliða, það er ekki endilega til þess fallið að auka trúverðugleika á því að þau muni standa við þessa áætlun,“ segir Finnur. Þá samræmist samdráttarmarkmið stjórnvalda ekki skuldbindingum til Evrópusambandsins. „Áætlanirnar í fortíðinni hafa einnig verið með tölusettan samdrátt, sem búist var við að aðgerðirnar myndu ná en við sjáum það að heildarlosun Íslands stendur nánast í stað síðustu ár,“ segir Finnur. Hann segir Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra, hafa farið með rangt mál þegar hann ræddi um losun vegna landnotkunar í gær. „Ráðherra sagði að losun frá landnotkun á Íslandi væri ekki af mannavöldum heldur náttúruleg. Þetta er bara rangt frá honum. Þetta er losun sem kemur fram í losunarbókhaldi Íslands. Það eru Umhverfisstofnun og Land og skógur sem sjá um þetta bókhald. Losunin sem fellur undir þennan flokk, landnotkun, hún er af mannavöldum og er lang mesta losunin af allri losun á landinu. Svona tveir þriðju um það bil,“ segir Finnur. Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Í gær kynntu fjórir ráðherrar hundrað og fimmtíu aðgerðir í nýrri áætlun í loftslagsmálum. Með aðgerðunum er vonast til þess að Ísland nái allt að 45 prósenta samdrætti í samfélagslosun til ársins 2030. Finnur Ricart Andrason, formaður Ungra umhverfissinna, fagnar því að nýjar aðgerðir hafi litið dagsins ljós. Hins vegar sé margt í pakkanum sem mætti betur fara. „Í fyrsta lagi þá er ljóst að það er verið að draga úr fjármagni til loftslagsaðgerða. Þetta kemur skýrt fram í núverandi fjármálaáætlun og fjárlögum. Það að það sé verið að fjölga aðgerðum úr 48 í 150 en draga úr fjármagni samhliða, það er ekki endilega til þess fallið að auka trúverðugleika á því að þau muni standa við þessa áætlun,“ segir Finnur. Þá samræmist samdráttarmarkmið stjórnvalda ekki skuldbindingum til Evrópusambandsins. „Áætlanirnar í fortíðinni hafa einnig verið með tölusettan samdrátt, sem búist var við að aðgerðirnar myndu ná en við sjáum það að heildarlosun Íslands stendur nánast í stað síðustu ár,“ segir Finnur. Hann segir Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis- og loftslagsráðherra, hafa farið með rangt mál þegar hann ræddi um losun vegna landnotkunar í gær. „Ráðherra sagði að losun frá landnotkun á Íslandi væri ekki af mannavöldum heldur náttúruleg. Þetta er bara rangt frá honum. Þetta er losun sem kemur fram í losunarbókhaldi Íslands. Það eru Umhverfisstofnun og Land og skógur sem sjá um þetta bókhald. Losunin sem fellur undir þennan flokk, landnotkun, hún er af mannavöldum og er lang mesta losunin af allri losun á landinu. Svona tveir þriðju um það bil,“ segir Finnur.
Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira