Þeir sem „brjóta alvarlega af sér“ verði sviptir dvalarleyfum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2024 20:39 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra vill svipta þá flóttamenn sem „brjóta alvarlega af sér“ dvalarleyfum. Nýsamþykkt frumvarp segir hún stærstu breytingar á útlendingalögum til þessa. Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 42 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Guðrún var til viðtals á Reykjavík síðdegis í dag og sagði frumvarpið mikil tíðindi. Nefnir hún sérstaklega afnám lagagreinar sem gerir það að verkum að íslenska ríkinu beri að taka til skoðunar umsóknir þeirra sem þegar hafa fengið vernd í öðru ríki. „Þetta er það sem við höfum kallað tilhæfulausar umsóknir. Ef lífi þínu er ógnað og þú færð vernd, þá þarftu ekki að fara til annars lands ef þú hefur fengið vernd í öðru ríki. Við höfum verið með þessa séríslensku reglu, sem er felld úr gildi.“ Í öðru lagi nefnir Guðrún takmarkanir á fjölskyldusameiningar. „Þannig að það er ekki hægt að sækja um hana fyrr en eftir tvö ár. Sömuleiðis erum við að fækka í kærunefnd útlendingamála úr sjö í nefndinni í þrjá. Allir þrír nefndarmenn eiga að vera í fullu starfi. Við bindum vonir við að mál verði afgreidd þar með meiri hraða en nú er.“ Markmiðið segir hún að fækka „tilhæfulausum umsóknum“, sem Guðrún telur hlaupa á hundruðum. Mikilvægt að kerfið sinni fólki í neyð „Við þurfum sömuleiðis að ná niður kostnaði í þessu kerfi. Svo er annað sem við þurfum að gera betur og er vandamál á öllu Schengen-svæðinu. Að þeir sem fá synjun um vernd í Schengen-ríki, þeim ber að yfirgefa svæðið. Þeir sem fá synjun eru þá í ólögmætri dvöl og við þurfum að tryggja öruggan og farsælan brottflutning þeirra út af svæðinu,“ segir Guðrún og bætir við því að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið styrkt í þessum tilgangi. Hún áréttar að hún vilji standa vörð um það verndarkerfi sem var komið á fót innan Sameinuðu þjóðanna árið 1951. Hún segir mikilvægt að kerfið sé til staðar fyrir þá sem séu í „raunverulegri þörf fyrir vernd,“ og nefndir dauða, pyndingar og ofsóknir. „Ég hef áhyggjur af því að hér á Íslandi séum við búin að vera með fordæmalausa fjölgun inn í verndarkerfið okkar. Við höfum til dæmis séð nokkur þúsund koma hingað frá Venesúela,“ segir Guðrún. Hún hafi skilning á því að fólk vilji leita að betra lífi og velferðarkerfi. Það fólk geti hins vegar ekki komið inn í gegnum verndarkerfið. Ekki að tala um stöðumælabrot Hún býst við fækkun umsókna núna. Kostnaður og málsmeðferðartími muni í kjölfarið batna. Lögin taka strax gildi. „Þetta er málaflokkur sem verður að vera mjög vakandi yfir. En ég vil líka ítreka það að við höfum verið með séríslenskar málsmeðferðarreglur og það getur aldrei gengið til lengdar.“ Guðrún minnist jafnframt á nýtt frumvarp, sem lagt verður fram á Alþingi í haust, þar sem lagt verður til að einstaklingar með dvalarleyfi missi leyfi sitt þegar þeir „brjóta alvarlega af sér,“ segir Guðrún en treystir sér ekki til þess að draga mörkin. „En við höfum séð dæmi um, hér í íslensku samfélagi, alvarleg ofbeldisbrot, hótanir, líkamsmeiðingar og svo framvegis. Ég er ekki að tala um stöðumælabrot. Þetta er eitthvað sem löndin í kringum okkur hafa verið að gera og ég vil leggja það til sömuleiðis.“ Flóttamenn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 42 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu. Guðrún var til viðtals á Reykjavík síðdegis í dag og sagði frumvarpið mikil tíðindi. Nefnir hún sérstaklega afnám lagagreinar sem gerir það að verkum að íslenska ríkinu beri að taka til skoðunar umsóknir þeirra sem þegar hafa fengið vernd í öðru ríki. „Þetta er það sem við höfum kallað tilhæfulausar umsóknir. Ef lífi þínu er ógnað og þú færð vernd, þá þarftu ekki að fara til annars lands ef þú hefur fengið vernd í öðru ríki. Við höfum verið með þessa séríslensku reglu, sem er felld úr gildi.“ Í öðru lagi nefnir Guðrún takmarkanir á fjölskyldusameiningar. „Þannig að það er ekki hægt að sækja um hana fyrr en eftir tvö ár. Sömuleiðis erum við að fækka í kærunefnd útlendingamála úr sjö í nefndinni í þrjá. Allir þrír nefndarmenn eiga að vera í fullu starfi. Við bindum vonir við að mál verði afgreidd þar með meiri hraða en nú er.“ Markmiðið segir hún að fækka „tilhæfulausum umsóknum“, sem Guðrún telur hlaupa á hundruðum. Mikilvægt að kerfið sinni fólki í neyð „Við þurfum sömuleiðis að ná niður kostnaði í þessu kerfi. Svo er annað sem við þurfum að gera betur og er vandamál á öllu Schengen-svæðinu. Að þeir sem fá synjun um vernd í Schengen-ríki, þeim ber að yfirgefa svæðið. Þeir sem fá synjun eru þá í ólögmætri dvöl og við þurfum að tryggja öruggan og farsælan brottflutning þeirra út af svæðinu,“ segir Guðrún og bætir við því að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið styrkt í þessum tilgangi. Hún áréttar að hún vilji standa vörð um það verndarkerfi sem var komið á fót innan Sameinuðu þjóðanna árið 1951. Hún segir mikilvægt að kerfið sé til staðar fyrir þá sem séu í „raunverulegri þörf fyrir vernd,“ og nefndir dauða, pyndingar og ofsóknir. „Ég hef áhyggjur af því að hér á Íslandi séum við búin að vera með fordæmalausa fjölgun inn í verndarkerfið okkar. Við höfum til dæmis séð nokkur þúsund koma hingað frá Venesúela,“ segir Guðrún. Hún hafi skilning á því að fólk vilji leita að betra lífi og velferðarkerfi. Það fólk geti hins vegar ekki komið inn í gegnum verndarkerfið. Ekki að tala um stöðumælabrot Hún býst við fækkun umsókna núna. Kostnaður og málsmeðferðartími muni í kjölfarið batna. Lögin taka strax gildi. „Þetta er málaflokkur sem verður að vera mjög vakandi yfir. En ég vil líka ítreka það að við höfum verið með séríslenskar málsmeðferðarreglur og það getur aldrei gengið til lengdar.“ Guðrún minnist jafnframt á nýtt frumvarp, sem lagt verður fram á Alþingi í haust, þar sem lagt verður til að einstaklingar með dvalarleyfi missi leyfi sitt þegar þeir „brjóta alvarlega af sér,“ segir Guðrún en treystir sér ekki til þess að draga mörkin. „En við höfum séð dæmi um, hér í íslensku samfélagi, alvarleg ofbeldisbrot, hótanir, líkamsmeiðingar og svo framvegis. Ég er ekki að tala um stöðumælabrot. Þetta er eitthvað sem löndin í kringum okkur hafa verið að gera og ég vil leggja það til sömuleiðis.“
Flóttamenn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira