Sælkerasveppir ræktaðir í gróðrarstöð í Mosfellsdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. júní 2024 20:05 Magnús Magnússon, svepparæktandi í Dalsgarði, sem segir sveppi vera mat framtíðarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Athyglisverð tilraunaræktun á sveppum fer nú fram í gróðrarstöð í Mosfellsdal en um er að ræða sælkerasveppi, sem miklar vonir eru bundnar við að eigi eftir að slá í gegn hjá neytendum. Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð i í Mossfesbæ í Mosfellsdalnum, sem hefur hafið ræktun á sælkerasveppum í 15 gámum, sem lofa góðu. Maðurinn á bak við ræktunina er Magnús Magnússon, sem er allra manna fróðastur um svepparæktun. „Eftir að ég set þá í pokann þá hengi ég þá hér upp í 23 stiga hita í svona hálfan mánuð til þrjár vikur og þá eru þeir orðnir alveg þroskaðir. Þegar þessi poki er orðinn alveg hvítur þá tökum við hann í næsta gám og skerum á hann göt fyrir sveppina til að koma út. Sveppirnir stækka um sjálfan sig á sólarhring,” segir Magnús og bætir við. „Þetta er matur framtíðarinnar, ekkert land tekið, 15 lítrar af vatni til að framleiða kíló af sveppum og eingöngu notað hráefni, sem engin annar notar, umhverfisvænna getur það ekki verið, engin eiturefni, ekkert, bara úrvals matur.” Magnús segir að sveppir séu með því hollasta og besta, sem fólk fær þegar matur er annars vegar. „Þetta eru tíu tegundir, sem við ætlum að vera með. Ég hef alla tíð bara reynt að gera það sem er gott,” bætir Magnús við. Sælkerasveppirnir eru ræktaðir í 15 gámum í gróðrarstöðinni Dalsgarði í Mosfellsdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með lærling hjá sér enda segist hann sjálfur vera orðinn gamall og lúinn. En hvenær geta neytendur farið að kaupa nýju sveppina? „Það er bara núna strax í sumar og svo bara enn þá meira eftir því sem líður á. Ég held að þetta eigi eftir að taka svolítin tíma að komast inn á markaðinn en ef við höldum áfram að gera þetta að alvöru þá kemur að því,” segir Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði. Sveppirnir eru í allskonar litum, til dæmis bleikir, rauðir og bláir. „Núna eru þeir með blágráan keim þannig að það verður skemmtilegt að fá fleiri liti inn,” bætir Arnór við. Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði, sem er að læra allt í ræktun sveppa hjá Magnúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mosfellsbær Landbúnaður Sveppir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð i í Mossfesbæ í Mosfellsdalnum, sem hefur hafið ræktun á sælkerasveppum í 15 gámum, sem lofa góðu. Maðurinn á bak við ræktunina er Magnús Magnússon, sem er allra manna fróðastur um svepparæktun. „Eftir að ég set þá í pokann þá hengi ég þá hér upp í 23 stiga hita í svona hálfan mánuð til þrjár vikur og þá eru þeir orðnir alveg þroskaðir. Þegar þessi poki er orðinn alveg hvítur þá tökum við hann í næsta gám og skerum á hann göt fyrir sveppina til að koma út. Sveppirnir stækka um sjálfan sig á sólarhring,” segir Magnús og bætir við. „Þetta er matur framtíðarinnar, ekkert land tekið, 15 lítrar af vatni til að framleiða kíló af sveppum og eingöngu notað hráefni, sem engin annar notar, umhverfisvænna getur það ekki verið, engin eiturefni, ekkert, bara úrvals matur.” Magnús segir að sveppir séu með því hollasta og besta, sem fólk fær þegar matur er annars vegar. „Þetta eru tíu tegundir, sem við ætlum að vera með. Ég hef alla tíð bara reynt að gera það sem er gott,” bætir Magnús við. Sælkerasveppirnir eru ræktaðir í 15 gámum í gróðrarstöðinni Dalsgarði í Mosfellsdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með lærling hjá sér enda segist hann sjálfur vera orðinn gamall og lúinn. En hvenær geta neytendur farið að kaupa nýju sveppina? „Það er bara núna strax í sumar og svo bara enn þá meira eftir því sem líður á. Ég held að þetta eigi eftir að taka svolítin tíma að komast inn á markaðinn en ef við höldum áfram að gera þetta að alvöru þá kemur að því,” segir Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði. Sveppirnir eru í allskonar litum, til dæmis bleikir, rauðir og bláir. „Núna eru þeir með blágráan keim þannig að það verður skemmtilegt að fá fleiri liti inn,” bætir Arnór við. Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði, sem er að læra allt í ræktun sveppa hjá Magnúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mosfellsbær Landbúnaður Sveppir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira