Sælkerasveppir ræktaðir í gróðrarstöð í Mosfellsdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. júní 2024 20:05 Magnús Magnússon, svepparæktandi í Dalsgarði, sem segir sveppi vera mat framtíðarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Athyglisverð tilraunaræktun á sveppum fer nú fram í gróðrarstöð í Mosfellsdal en um er að ræða sælkerasveppi, sem miklar vonir eru bundnar við að eigi eftir að slá í gegn hjá neytendum. Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð i í Mossfesbæ í Mosfellsdalnum, sem hefur hafið ræktun á sælkerasveppum í 15 gámum, sem lofa góðu. Maðurinn á bak við ræktunina er Magnús Magnússon, sem er allra manna fróðastur um svepparæktun. „Eftir að ég set þá í pokann þá hengi ég þá hér upp í 23 stiga hita í svona hálfan mánuð til þrjár vikur og þá eru þeir orðnir alveg þroskaðir. Þegar þessi poki er orðinn alveg hvítur þá tökum við hann í næsta gám og skerum á hann göt fyrir sveppina til að koma út. Sveppirnir stækka um sjálfan sig á sólarhring,” segir Magnús og bætir við. „Þetta er matur framtíðarinnar, ekkert land tekið, 15 lítrar af vatni til að framleiða kíló af sveppum og eingöngu notað hráefni, sem engin annar notar, umhverfisvænna getur það ekki verið, engin eiturefni, ekkert, bara úrvals matur.” Magnús segir að sveppir séu með því hollasta og besta, sem fólk fær þegar matur er annars vegar. „Þetta eru tíu tegundir, sem við ætlum að vera með. Ég hef alla tíð bara reynt að gera það sem er gott,” bætir Magnús við. Sælkerasveppirnir eru ræktaðir í 15 gámum í gróðrarstöðinni Dalsgarði í Mosfellsdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með lærling hjá sér enda segist hann sjálfur vera orðinn gamall og lúinn. En hvenær geta neytendur farið að kaupa nýju sveppina? „Það er bara núna strax í sumar og svo bara enn þá meira eftir því sem líður á. Ég held að þetta eigi eftir að taka svolítin tíma að komast inn á markaðinn en ef við höldum áfram að gera þetta að alvöru þá kemur að því,” segir Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði. Sveppirnir eru í allskonar litum, til dæmis bleikir, rauðir og bláir. „Núna eru þeir með blágráan keim þannig að það verður skemmtilegt að fá fleiri liti inn,” bætir Arnór við. Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði, sem er að læra allt í ræktun sveppa hjá Magnúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mosfellsbær Landbúnaður Sveppir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð i í Mossfesbæ í Mosfellsdalnum, sem hefur hafið ræktun á sælkerasveppum í 15 gámum, sem lofa góðu. Maðurinn á bak við ræktunina er Magnús Magnússon, sem er allra manna fróðastur um svepparæktun. „Eftir að ég set þá í pokann þá hengi ég þá hér upp í 23 stiga hita í svona hálfan mánuð til þrjár vikur og þá eru þeir orðnir alveg þroskaðir. Þegar þessi poki er orðinn alveg hvítur þá tökum við hann í næsta gám og skerum á hann göt fyrir sveppina til að koma út. Sveppirnir stækka um sjálfan sig á sólarhring,” segir Magnús og bætir við. „Þetta er matur framtíðarinnar, ekkert land tekið, 15 lítrar af vatni til að framleiða kíló af sveppum og eingöngu notað hráefni, sem engin annar notar, umhverfisvænna getur það ekki verið, engin eiturefni, ekkert, bara úrvals matur.” Magnús segir að sveppir séu með því hollasta og besta, sem fólk fær þegar matur er annars vegar. „Þetta eru tíu tegundir, sem við ætlum að vera með. Ég hef alla tíð bara reynt að gera það sem er gott,” bætir Magnús við. Sælkerasveppirnir eru ræktaðir í 15 gámum í gróðrarstöðinni Dalsgarði í Mosfellsdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Magnús er með lærling hjá sér enda segist hann sjálfur vera orðinn gamall og lúinn. En hvenær geta neytendur farið að kaupa nýju sveppina? „Það er bara núna strax í sumar og svo bara enn þá meira eftir því sem líður á. Ég held að þetta eigi eftir að taka svolítin tíma að komast inn á markaðinn en ef við höldum áfram að gera þetta að alvöru þá kemur að því,” segir Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði. Sveppirnir eru í allskonar litum, til dæmis bleikir, rauðir og bláir. „Núna eru þeir með blágráan keim þannig að það verður skemmtilegt að fá fleiri liti inn,” bætir Arnór við. Arnór Þrastarson, starfsmaður í Dalsgarði, sem er að læra allt í ræktun sveppa hjá Magnúsi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mosfellsbær Landbúnaður Sveppir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira