Svar við bréfi Ingós: 3.233.700.000 krónur Runólfur Ágústsson skrifar 14. júní 2024 13:30 Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi sjóðs sem beitir sér fyrir banni við laxeldi í sjó á Vestfjörðum sendir mér og Vestfirðingum tóninn í aðsendri grein á Vísi. Í greininni gerir hann lítið úr áhrifum laxeldis á efnahag, búsetu og lífskjör fólks á Vestfjörðum. Samhliða birtingu greinarinnar, kostar vel fjármagnaður sjóður hans umfangsmikla deilingu hennar á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni „Hvað gerðu Vestfirðingar Runólfi Ágústssyni?“ Það er mér bæði ljúft og skylt að svara þeirri spurningu. Ég og fjölskylda mín höfum frá því við fórum að dveljast á Flateyri við Önundarfjörð í Ísafjarðarbæ, notið þess að vera boðin þar velkomin og tekin inn í samfélag heimafólks. Vestfirðingar hafa gert mér allt gott og til þess að vera ekki eingöngu þiggjendur, höfum við leitast við að taka þátt í jákvæðri samfélagsumræðu og samfélagsuppbyggingu á svæðinu. Þannig benti ég á í nýlegri grein minni, sem Ingólfur svarar, á mikilvægan þátt laxeldis í nýrri atvinnusókn Vestfjarðar þar sem laun hækka, fólki fjölgar og vor er í byggðaþróun og atvinnulífi fjórðungsins í fyrsta sinn í áratugi. Að lokum langar mig að segja þetta: Ég skrifa grein um afmarkað málefni sem eru efnahagsleg- og samfélagsleg áhrif fiskeldis á Vestfjörðum. Þau eru óumdeild og augljós öllum sem þar búa, dvelja og koma. Á þessu flókna máli eru svo aðrar og umdeildari hliðar, sem ég fjallaði ekki um. Það að nýta öflugan sjóð til að kosta atlögu að minni lítilmótlegu persónu á samfélagsmiðlum í stað þess að ræða málin faglega og efnislega, er auðvitað ekkert annað en þöggun þeirra sem vilja stýra samfélagsáróðri en ekki taka þátt í samfélagsumræðu. Ég þakka Íslenska náttúruverndarsjóðnum fyrir það flóð kommenta og skilaboða sem stuðningsfólk hans hefur sent mér. Þau eru ekki öll jafn ánægjuleg. Við þetta má því bæta að nýjar tölur Hagstofunnar um útflutning fiskeldisafurða í maí sl. sýna að hann var rúmir 3,2 milljarðar króna og hafði vaxið um 80% frá sama mánuði í fyrra. Þessar tekjur urðu að langmestu leyti til á Vestfjörðum. Höfundur er Flateyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Runólfur Ágústsson Tengdar fréttir Hvers eiga Vestfirðingar að gjalda? Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar. 13. júní 2024 11:30 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi sjóðs sem beitir sér fyrir banni við laxeldi í sjó á Vestfjörðum sendir mér og Vestfirðingum tóninn í aðsendri grein á Vísi. Í greininni gerir hann lítið úr áhrifum laxeldis á efnahag, búsetu og lífskjör fólks á Vestfjörðum. Samhliða birtingu greinarinnar, kostar vel fjármagnaður sjóður hans umfangsmikla deilingu hennar á samfélagsmiðlum undir fyrirsögninni „Hvað gerðu Vestfirðingar Runólfi Ágústssyni?“ Það er mér bæði ljúft og skylt að svara þeirri spurningu. Ég og fjölskylda mín höfum frá því við fórum að dveljast á Flateyri við Önundarfjörð í Ísafjarðarbæ, notið þess að vera boðin þar velkomin og tekin inn í samfélag heimafólks. Vestfirðingar hafa gert mér allt gott og til þess að vera ekki eingöngu þiggjendur, höfum við leitast við að taka þátt í jákvæðri samfélagsumræðu og samfélagsuppbyggingu á svæðinu. Þannig benti ég á í nýlegri grein minni, sem Ingólfur svarar, á mikilvægan þátt laxeldis í nýrri atvinnusókn Vestfjarðar þar sem laun hækka, fólki fjölgar og vor er í byggðaþróun og atvinnulífi fjórðungsins í fyrsta sinn í áratugi. Að lokum langar mig að segja þetta: Ég skrifa grein um afmarkað málefni sem eru efnahagsleg- og samfélagsleg áhrif fiskeldis á Vestfjörðum. Þau eru óumdeild og augljós öllum sem þar búa, dvelja og koma. Á þessu flókna máli eru svo aðrar og umdeildari hliðar, sem ég fjallaði ekki um. Það að nýta öflugan sjóð til að kosta atlögu að minni lítilmótlegu persónu á samfélagsmiðlum í stað þess að ræða málin faglega og efnislega, er auðvitað ekkert annað en þöggun þeirra sem vilja stýra samfélagsáróðri en ekki taka þátt í samfélagsumræðu. Ég þakka Íslenska náttúruverndarsjóðnum fyrir það flóð kommenta og skilaboða sem stuðningsfólk hans hefur sent mér. Þau eru ekki öll jafn ánægjuleg. Við þetta má því bæta að nýjar tölur Hagstofunnar um útflutning fiskeldisafurða í maí sl. sýna að hann var rúmir 3,2 milljarðar króna og hafði vaxið um 80% frá sama mánuði í fyrra. Þessar tekjur urðu að langmestu leyti til á Vestfjörðum. Höfundur er Flateyringur.
Hvers eiga Vestfirðingar að gjalda? Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar. 13. júní 2024 11:30
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar