Fólk ferðist alla leið frá Ástralíu til að sækja Víkingahátíðina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júní 2024 12:35 Búist er við um 25 til 30 þúsund manns á hátíðina í ár. vísir/vilhelm Víkingar um allan heim eru ýmist komnir eða á leið til landsins til að sækja hina árlegu Víkingahátíð sem fer fram í Hafnarfirði um helgina. Lengst hefur fólk ferðast frá Ástralíu til að taka þátt í dagskrárhöldum. Hátíðin fer fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Fjörið hefst klukkan ellefu á daginn og stendur fram á kvöld. Jökull Tandri Ámundason er jarl hjá Rimmugýgum víkingafélagi. „Hjá okkur er hægt að upplifa og fylgjast með víkingabardaga sem er bæði lið á móti liði og maður á móti manni. Svo er hægt að fá að prófa hjá okkur bogfimi og axarkast, það er handverk á svæðinu sem hægt er að læra og góðir matvagnar þarna með okkur.“ Auk þess sem fólk getur spreytt sig í víkingaleikjum, hlustað á víkingatónlist, stigið vikivaka dans og fylgst með dönsku hirðfífli. „Þar sem hann er að leika sér með eldbolta og hættulegasta ávöxt í heimi sem að hans sögn er eplið.“ Víkingatónlist mun óma um Víðistaðatún þar sem hátíðin fer fram.vísir/vilhelm Um 25 þúsund manns sækja hátíðina árlega sem vekur athygli um allan heim enda mæta erlendir víkingar til landsins einungis til að sækja hátíðina. „Það eru nokkrir sem eru að koma í sitt tuttugasta eða tuttugasta og fjórða skipti. Víkingar frá gjörvöllum Norðurlöndunum, Bretlandseyjum, Þýskalandi, Póllandi, Kanada og Bandaríkjunum. Svo höfum við verið svo heppin að eiga góða vini langt að, þeir koma alla leið frá Ástralíu til að sækja okkur.“ Fólk sæki í menningararfinn Jökull segir menningararfinn laða fólk að. „Það er svo gaman að geta rýnt aðeins inn í fortíðina, séð hvernig lifnaðarhættir eða fólk var á þessum tíma. Hvernig það bjó, klæddi sig og borðaði eða leysti úr rígum þess á milli, hvort sem það var í leik eða orrustu.“ Mikill metnaður er í klæðaburði.vísir/vilhelm Hann hvetur alla til að kíkja við um helgina en hátíðinni lýkur á þriðjudaginn. „Aðgangseyrir er enginn og það eru allir velkomnir. Dagskráin gengur frá ellefu til sex og svo er eitthvað húllumhæ fram eftir.“ Hafnarfjörður Grín og gaman Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Hátíðin fer fram á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Fjörið hefst klukkan ellefu á daginn og stendur fram á kvöld. Jökull Tandri Ámundason er jarl hjá Rimmugýgum víkingafélagi. „Hjá okkur er hægt að upplifa og fylgjast með víkingabardaga sem er bæði lið á móti liði og maður á móti manni. Svo er hægt að fá að prófa hjá okkur bogfimi og axarkast, það er handverk á svæðinu sem hægt er að læra og góðir matvagnar þarna með okkur.“ Auk þess sem fólk getur spreytt sig í víkingaleikjum, hlustað á víkingatónlist, stigið vikivaka dans og fylgst með dönsku hirðfífli. „Þar sem hann er að leika sér með eldbolta og hættulegasta ávöxt í heimi sem að hans sögn er eplið.“ Víkingatónlist mun óma um Víðistaðatún þar sem hátíðin fer fram.vísir/vilhelm Um 25 þúsund manns sækja hátíðina árlega sem vekur athygli um allan heim enda mæta erlendir víkingar til landsins einungis til að sækja hátíðina. „Það eru nokkrir sem eru að koma í sitt tuttugasta eða tuttugasta og fjórða skipti. Víkingar frá gjörvöllum Norðurlöndunum, Bretlandseyjum, Þýskalandi, Póllandi, Kanada og Bandaríkjunum. Svo höfum við verið svo heppin að eiga góða vini langt að, þeir koma alla leið frá Ástralíu til að sækja okkur.“ Fólk sæki í menningararfinn Jökull segir menningararfinn laða fólk að. „Það er svo gaman að geta rýnt aðeins inn í fortíðina, séð hvernig lifnaðarhættir eða fólk var á þessum tíma. Hvernig það bjó, klæddi sig og borðaði eða leysti úr rígum þess á milli, hvort sem það var í leik eða orrustu.“ Mikill metnaður er í klæðaburði.vísir/vilhelm Hann hvetur alla til að kíkja við um helgina en hátíðinni lýkur á þriðjudaginn. „Aðgangseyrir er enginn og það eru allir velkomnir. Dagskráin gengur frá ellefu til sex og svo er eitthvað húllumhæ fram eftir.“
Hafnarfjörður Grín og gaman Mest lesið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni Lífið „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira