Tilkynntu um ekki yfirvofandi eldgos Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júní 2024 09:00 Veðurstofan hefur sent þónokkrar tilkynningar um alvöru eldgos undanfarið, en nýjasta tilkynningin varðaði gervi-eldgos. Vísir/Vilhelm Veðurstofan sendi fjölmiðlum rétt í þessu tilkynningu um eldgos sem gæti hafist innan skamms við Öræfajökul. Þó er allt með kyrrum kjörum við Öræfajökul og ekki búist við eldgosi í alvöru þar sem að þessi tilkynning var æfing. Viðfang tölvupóstsins, sem var skrifaður á ensku, var „EXERCISE EXERCISE EXERCISE“ eða „ÆFING ÆFING ÆFING“. Í honum sagði að miklir jarðskjálftar hefðu fundist við Öræfajökul síðan snemma í morgun, og að á síðasta klukkutíma hefði gosóróa verið vart. Búist væri við eldgosi innan skammt. Í kjölfar þessa tölvupóstar sendi Veðurstofan annan þar sem ítrekað var að ekki ætti að taka fyrri tölvupóstinn alvarlega. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að æfingar sem þessar séu algengar, þær séu gerðar um tíu sinnum á ári. „Þið hafið held ég ekki fengið svona pósta áður. Það voru kannski mistök að senda á ykkur,“ segir Böðvar við blaðamann og hlær. Þarna sé verið að æfa viðbragðsáætlun og að fjölmiðlar séu vitaskuld með í henni. „Það var sent á vitlaust á netfang. Við sendum yfirleitt bara á innanhúsnetfang af því að verum að líkja því nákvæmlega eftir þegar það er eitthvað í gangi. Það eina sem hefur vantað eru símhringingar frá ykkur þegar eitthvað gerist, sem við reyndar fáum núna.“ Spurður út í stöðuna við Öræfajökul segir Böðvar að þar sé allt rólegt þessa stundina. Eldgos og jarðhræringar Fjölmiðlar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Viðfang tölvupóstsins, sem var skrifaður á ensku, var „EXERCISE EXERCISE EXERCISE“ eða „ÆFING ÆFING ÆFING“. Í honum sagði að miklir jarðskjálftar hefðu fundist við Öræfajökul síðan snemma í morgun, og að á síðasta klukkutíma hefði gosóróa verið vart. Búist væri við eldgosi innan skammt. Í kjölfar þessa tölvupóstar sendi Veðurstofan annan þar sem ítrekað var að ekki ætti að taka fyrri tölvupóstinn alvarlega. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við fréttastofu að æfingar sem þessar séu algengar, þær séu gerðar um tíu sinnum á ári. „Þið hafið held ég ekki fengið svona pósta áður. Það voru kannski mistök að senda á ykkur,“ segir Böðvar við blaðamann og hlær. Þarna sé verið að æfa viðbragðsáætlun og að fjölmiðlar séu vitaskuld með í henni. „Það var sent á vitlaust á netfang. Við sendum yfirleitt bara á innanhúsnetfang af því að verum að líkja því nákvæmlega eftir þegar það er eitthvað í gangi. Það eina sem hefur vantað eru símhringingar frá ykkur þegar eitthvað gerist, sem við reyndar fáum núna.“ Spurður út í stöðuna við Öræfajökul segir Böðvar að þar sé allt rólegt þessa stundina.
Eldgos og jarðhræringar Fjölmiðlar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira