Miðflokksmenn íhuga að leggja fram vantrauststillögu Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júní 2024 06:45 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf leyfi til hvalveiða fyrr í vikunni. Stöð 2/Einar Þingflokkur Miðflokksins er með það til skoðunar hjá sér að leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna ákvarðanatöku hennar um hvalveiðar Þetta hefur Morgunblaðið eftir Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins. Í vikunni veitti Bjarkey Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Veiðileyfið nær aðeins yfir þetta ár. Síðan hefur Kristján Loftsson, stærsti eigandi Hvals hf. sagt að sér þyki ólíklegt að hann muni veiða hval í sumar, aðallega vegna þess hversu langt er liðið á veiðitímabilið. Rætt var um málið á Alþingi í gær. Þar spurði Bergþór Bjarkeyju út í hvort aðrir ráðherrar hefðu beitt hana þrýstingi við ákvarðanatökuna. „Þeir beittu mig ekki þrýstingi og ég er þakklát fyrir það. Ég tel að það séu eðlileg vinnubrögð innan ríkisstjórnar að ráðherrar fái tækifæri og rými til að taka sínar ákvarðanir, hvort sem það snýr að hvalveiðum eða einhverju öðru slíku. Ég myndi ekki beita annan ráðherra þrýstingi vegna þess að mér fyndist eitthvað um eitthvert tiltekið mál sem væri til umfjöllunar. Svo svarið er nei,“ sagði Bjarkey. Bergþór spurði jafnframt út í lengd veiðileyfisins. Hann vildi fá að vita til hversu langs tíma henni hefði verið ráðlagt að veita leyfið. Bjarkey sagði að þeir hefðu ráðlagt henni að fara ekki fram yfir tvö ár, og því hafi í raun verið í boði að velja eitt ár eða tvö ár og hún valið fyrri kostinn. „Hún fór eins og köttur í kringum heitan graut í svari sínu en gat ekki sagt að hún hefði fengið ráðgjöf um að veita hvalveiðileyfi til eins árs,“ sagði Bergþór við Morgunblaðið um svar hennar. „Þetta segir mér að ráðherrann hefur ekki farið að ráðleggingum sérfræðinga sinna í ráðuneytinu heldur spilað pólitískan leik þvert á lög og reglur. Það kom líka á óvart þegar ráðherrann upplýsti eftir ríkisstjórnarfund síðastliðinn þriðjudag að hún hefði ekki verið beitt neinum þrýstingi í málinu af öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar.” Bergþór segir að hafi aðrir ráðherrar ekki þrýst á hana sé það til marks um að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn séu hættir að líta til með málinu. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Þetta hefur Morgunblaðið eftir Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins. Í vikunni veitti Bjarkey Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Veiðileyfið nær aðeins yfir þetta ár. Síðan hefur Kristján Loftsson, stærsti eigandi Hvals hf. sagt að sér þyki ólíklegt að hann muni veiða hval í sumar, aðallega vegna þess hversu langt er liðið á veiðitímabilið. Rætt var um málið á Alþingi í gær. Þar spurði Bergþór Bjarkeyju út í hvort aðrir ráðherrar hefðu beitt hana þrýstingi við ákvarðanatökuna. „Þeir beittu mig ekki þrýstingi og ég er þakklát fyrir það. Ég tel að það séu eðlileg vinnubrögð innan ríkisstjórnar að ráðherrar fái tækifæri og rými til að taka sínar ákvarðanir, hvort sem það snýr að hvalveiðum eða einhverju öðru slíku. Ég myndi ekki beita annan ráðherra þrýstingi vegna þess að mér fyndist eitthvað um eitthvert tiltekið mál sem væri til umfjöllunar. Svo svarið er nei,“ sagði Bjarkey. Bergþór spurði jafnframt út í lengd veiðileyfisins. Hann vildi fá að vita til hversu langs tíma henni hefði verið ráðlagt að veita leyfið. Bjarkey sagði að þeir hefðu ráðlagt henni að fara ekki fram yfir tvö ár, og því hafi í raun verið í boði að velja eitt ár eða tvö ár og hún valið fyrri kostinn. „Hún fór eins og köttur í kringum heitan graut í svari sínu en gat ekki sagt að hún hefði fengið ráðgjöf um að veita hvalveiðileyfi til eins árs,“ sagði Bergþór við Morgunblaðið um svar hennar. „Þetta segir mér að ráðherrann hefur ekki farið að ráðleggingum sérfræðinga sinna í ráðuneytinu heldur spilað pólitískan leik þvert á lög og reglur. Það kom líka á óvart þegar ráðherrann upplýsti eftir ríkisstjórnarfund síðastliðinn þriðjudag að hún hefði ekki verið beitt neinum þrýstingi í málinu af öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar.” Bergþór segir að hafi aðrir ráðherrar ekki þrýst á hana sé það til marks um að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn séu hættir að líta til með málinu.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira