Miðflokksmenn íhuga að leggja fram vantrauststillögu Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júní 2024 06:45 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf leyfi til hvalveiða fyrr í vikunni. Stöð 2/Einar Þingflokkur Miðflokksins er með það til skoðunar hjá sér að leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna ákvarðanatöku hennar um hvalveiðar Þetta hefur Morgunblaðið eftir Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins. Í vikunni veitti Bjarkey Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Veiðileyfið nær aðeins yfir þetta ár. Síðan hefur Kristján Loftsson, stærsti eigandi Hvals hf. sagt að sér þyki ólíklegt að hann muni veiða hval í sumar, aðallega vegna þess hversu langt er liðið á veiðitímabilið. Rætt var um málið á Alþingi í gær. Þar spurði Bergþór Bjarkeyju út í hvort aðrir ráðherrar hefðu beitt hana þrýstingi við ákvarðanatökuna. „Þeir beittu mig ekki þrýstingi og ég er þakklát fyrir það. Ég tel að það séu eðlileg vinnubrögð innan ríkisstjórnar að ráðherrar fái tækifæri og rými til að taka sínar ákvarðanir, hvort sem það snýr að hvalveiðum eða einhverju öðru slíku. Ég myndi ekki beita annan ráðherra þrýstingi vegna þess að mér fyndist eitthvað um eitthvert tiltekið mál sem væri til umfjöllunar. Svo svarið er nei,“ sagði Bjarkey. Bergþór spurði jafnframt út í lengd veiðileyfisins. Hann vildi fá að vita til hversu langs tíma henni hefði verið ráðlagt að veita leyfið. Bjarkey sagði að þeir hefðu ráðlagt henni að fara ekki fram yfir tvö ár, og því hafi í raun verið í boði að velja eitt ár eða tvö ár og hún valið fyrri kostinn. „Hún fór eins og köttur í kringum heitan graut í svari sínu en gat ekki sagt að hún hefði fengið ráðgjöf um að veita hvalveiðileyfi til eins árs,“ sagði Bergþór við Morgunblaðið um svar hennar. „Þetta segir mér að ráðherrann hefur ekki farið að ráðleggingum sérfræðinga sinna í ráðuneytinu heldur spilað pólitískan leik þvert á lög og reglur. Það kom líka á óvart þegar ráðherrann upplýsti eftir ríkisstjórnarfund síðastliðinn þriðjudag að hún hefði ekki verið beitt neinum þrýstingi í málinu af öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar.” Bergþór segir að hafi aðrir ráðherrar ekki þrýst á hana sé það til marks um að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn séu hættir að líta til með málinu. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Þetta hefur Morgunblaðið eftir Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins. Í vikunni veitti Bjarkey Hval hf. leyfi til veiða á samtals 128 langreyðum. Veiðileyfið nær aðeins yfir þetta ár. Síðan hefur Kristján Loftsson, stærsti eigandi Hvals hf. sagt að sér þyki ólíklegt að hann muni veiða hval í sumar, aðallega vegna þess hversu langt er liðið á veiðitímabilið. Rætt var um málið á Alþingi í gær. Þar spurði Bergþór Bjarkeyju út í hvort aðrir ráðherrar hefðu beitt hana þrýstingi við ákvarðanatökuna. „Þeir beittu mig ekki þrýstingi og ég er þakklát fyrir það. Ég tel að það séu eðlileg vinnubrögð innan ríkisstjórnar að ráðherrar fái tækifæri og rými til að taka sínar ákvarðanir, hvort sem það snýr að hvalveiðum eða einhverju öðru slíku. Ég myndi ekki beita annan ráðherra þrýstingi vegna þess að mér fyndist eitthvað um eitthvert tiltekið mál sem væri til umfjöllunar. Svo svarið er nei,“ sagði Bjarkey. Bergþór spurði jafnframt út í lengd veiðileyfisins. Hann vildi fá að vita til hversu langs tíma henni hefði verið ráðlagt að veita leyfið. Bjarkey sagði að þeir hefðu ráðlagt henni að fara ekki fram yfir tvö ár, og því hafi í raun verið í boði að velja eitt ár eða tvö ár og hún valið fyrri kostinn. „Hún fór eins og köttur í kringum heitan graut í svari sínu en gat ekki sagt að hún hefði fengið ráðgjöf um að veita hvalveiðileyfi til eins árs,“ sagði Bergþór við Morgunblaðið um svar hennar. „Þetta segir mér að ráðherrann hefur ekki farið að ráðleggingum sérfræðinga sinna í ráðuneytinu heldur spilað pólitískan leik þvert á lög og reglur. Það kom líka á óvart þegar ráðherrann upplýsti eftir ríkisstjórnarfund síðastliðinn þriðjudag að hún hefði ekki verið beitt neinum þrýstingi í málinu af öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar.” Bergþór segir að hafi aðrir ráðherrar ekki þrýst á hana sé það til marks um að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn séu hættir að líta til með málinu.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira