Myndi vilja tala við Rashford og Greenwood en selja Maguire Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 09:31 Marcus Rashford og Mason Greenwood fagna í apríl 2021. Matthew Peters/Getty Images Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, myndi selja Harry Maguire ef ákvörðunin væri hans. Þá myndi hann vilja tala við þá Marcus Rashford og Mason Greenwood áður en hann tæki ákvörðun. Hinn 45 ára gamli Rio starfar í dag sem sparkspekingur og var í stuttu spjalli við Daily Mail þar sem farið var yfir leikmannahóp Man United og undir Rio komið hvort hann myndi halda téðum leikmanni eða selja hann. Rio virtist furðu ákveðinn í að halda flestum af leikmönnum liðsins eftir slakan árangur á nýafstöðnu tímabili. Hann var þó tilbúinn að selja miðvörðinn Maguire en á sama tíma myndi hann halda Victor Lindelöf í þeirri von um að sænski landsliðsmaðurinn væri sáttur með að vera varaskeifa mestan hluta tímabilsins. Annað svar sem vakti athygli var þegar Rio var spurður út í Rashford: „Ég held ég þyrfti að tala við Rashford og sjá hvar hausinn á honum er, hvað hann vill gera og hver ástæðan sé fyrir slökum frammistöðum. Ef ég fæ rétt svar myndi ég halda honum en ef mér líkar illa við það sem ég heyri þá læt ég hann fara.“ Rio Ferdinand decides who he would 𝐊𝐄𝐄𝐏 or 𝐒𝐄𝐋𝐋 at Man United 😲👹@rioferdy5 | #MUFC pic.twitter.com/Golav4i9ZF— Mail Sport (@MailSport) June 12, 2024 Rio var til í að losa vængmennina Antony og Jadon Sancho en ekki alveg svo viss þegar röðin kom að Greenwood. Sá var á láni hjá spænska félaginu Getafe á nýafstaðinni leiktíð en hann hefur ekki spilað fyrir Man Utd síðan kærasta hans ásakaði hann um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi ásamt því að birta myndir og hljóðbrot máli sínu til stuðnings „Ég þyrfti líka að tala við hann, sjá hvar hausinn á honum er og taka stöðuna í félaginu. Ég myndi líklega jafnvel tala við ákveðna hópa stuðningsfólks, held þetta sé ákvörðun félagsins frekar en ákvörðun um einstakan leikmann,“ sagði Rio um stöðu Greenwood. Hér að ofan má sjá svör Rio við öðrum leikmönnum en hann virðist til í að halda flestum leikmönnum liðsins eins og staðan er í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Rio starfar í dag sem sparkspekingur og var í stuttu spjalli við Daily Mail þar sem farið var yfir leikmannahóp Man United og undir Rio komið hvort hann myndi halda téðum leikmanni eða selja hann. Rio virtist furðu ákveðinn í að halda flestum af leikmönnum liðsins eftir slakan árangur á nýafstöðnu tímabili. Hann var þó tilbúinn að selja miðvörðinn Maguire en á sama tíma myndi hann halda Victor Lindelöf í þeirri von um að sænski landsliðsmaðurinn væri sáttur með að vera varaskeifa mestan hluta tímabilsins. Annað svar sem vakti athygli var þegar Rio var spurður út í Rashford: „Ég held ég þyrfti að tala við Rashford og sjá hvar hausinn á honum er, hvað hann vill gera og hver ástæðan sé fyrir slökum frammistöðum. Ef ég fæ rétt svar myndi ég halda honum en ef mér líkar illa við það sem ég heyri þá læt ég hann fara.“ Rio Ferdinand decides who he would 𝐊𝐄𝐄𝐏 or 𝐒𝐄𝐋𝐋 at Man United 😲👹@rioferdy5 | #MUFC pic.twitter.com/Golav4i9ZF— Mail Sport (@MailSport) June 12, 2024 Rio var til í að losa vængmennina Antony og Jadon Sancho en ekki alveg svo viss þegar röðin kom að Greenwood. Sá var á láni hjá spænska félaginu Getafe á nýafstaðinni leiktíð en hann hefur ekki spilað fyrir Man Utd síðan kærasta hans ásakaði hann um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi ásamt því að birta myndir og hljóðbrot máli sínu til stuðnings „Ég þyrfti líka að tala við hann, sjá hvar hausinn á honum er og taka stöðuna í félaginu. Ég myndi líklega jafnvel tala við ákveðna hópa stuðningsfólks, held þetta sé ákvörðun félagsins frekar en ákvörðun um einstakan leikmann,“ sagði Rio um stöðu Greenwood. Hér að ofan má sjá svör Rio við öðrum leikmönnum en hann virðist til í að halda flestum leikmönnum liðsins eins og staðan er í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira