Myndi vilja tala við Rashford og Greenwood en selja Maguire Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2024 09:31 Marcus Rashford og Mason Greenwood fagna í apríl 2021. Matthew Peters/Getty Images Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, myndi selja Harry Maguire ef ákvörðunin væri hans. Þá myndi hann vilja tala við þá Marcus Rashford og Mason Greenwood áður en hann tæki ákvörðun. Hinn 45 ára gamli Rio starfar í dag sem sparkspekingur og var í stuttu spjalli við Daily Mail þar sem farið var yfir leikmannahóp Man United og undir Rio komið hvort hann myndi halda téðum leikmanni eða selja hann. Rio virtist furðu ákveðinn í að halda flestum af leikmönnum liðsins eftir slakan árangur á nýafstöðnu tímabili. Hann var þó tilbúinn að selja miðvörðinn Maguire en á sama tíma myndi hann halda Victor Lindelöf í þeirri von um að sænski landsliðsmaðurinn væri sáttur með að vera varaskeifa mestan hluta tímabilsins. Annað svar sem vakti athygli var þegar Rio var spurður út í Rashford: „Ég held ég þyrfti að tala við Rashford og sjá hvar hausinn á honum er, hvað hann vill gera og hver ástæðan sé fyrir slökum frammistöðum. Ef ég fæ rétt svar myndi ég halda honum en ef mér líkar illa við það sem ég heyri þá læt ég hann fara.“ Rio Ferdinand decides who he would 𝐊𝐄𝐄𝐏 or 𝐒𝐄𝐋𝐋 at Man United 😲👹@rioferdy5 | #MUFC pic.twitter.com/Golav4i9ZF— Mail Sport (@MailSport) June 12, 2024 Rio var til í að losa vængmennina Antony og Jadon Sancho en ekki alveg svo viss þegar röðin kom að Greenwood. Sá var á láni hjá spænska félaginu Getafe á nýafstaðinni leiktíð en hann hefur ekki spilað fyrir Man Utd síðan kærasta hans ásakaði hann um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi ásamt því að birta myndir og hljóðbrot máli sínu til stuðnings „Ég þyrfti líka að tala við hann, sjá hvar hausinn á honum er og taka stöðuna í félaginu. Ég myndi líklega jafnvel tala við ákveðna hópa stuðningsfólks, held þetta sé ákvörðun félagsins frekar en ákvörðun um einstakan leikmann,“ sagði Rio um stöðu Greenwood. Hér að ofan má sjá svör Rio við öðrum leikmönnum en hann virðist til í að halda flestum leikmönnum liðsins eins og staðan er í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Rio starfar í dag sem sparkspekingur og var í stuttu spjalli við Daily Mail þar sem farið var yfir leikmannahóp Man United og undir Rio komið hvort hann myndi halda téðum leikmanni eða selja hann. Rio virtist furðu ákveðinn í að halda flestum af leikmönnum liðsins eftir slakan árangur á nýafstöðnu tímabili. Hann var þó tilbúinn að selja miðvörðinn Maguire en á sama tíma myndi hann halda Victor Lindelöf í þeirri von um að sænski landsliðsmaðurinn væri sáttur með að vera varaskeifa mestan hluta tímabilsins. Annað svar sem vakti athygli var þegar Rio var spurður út í Rashford: „Ég held ég þyrfti að tala við Rashford og sjá hvar hausinn á honum er, hvað hann vill gera og hver ástæðan sé fyrir slökum frammistöðum. Ef ég fæ rétt svar myndi ég halda honum en ef mér líkar illa við það sem ég heyri þá læt ég hann fara.“ Rio Ferdinand decides who he would 𝐊𝐄𝐄𝐏 or 𝐒𝐄𝐋𝐋 at Man United 😲👹@rioferdy5 | #MUFC pic.twitter.com/Golav4i9ZF— Mail Sport (@MailSport) June 12, 2024 Rio var til í að losa vængmennina Antony og Jadon Sancho en ekki alveg svo viss þegar röðin kom að Greenwood. Sá var á láni hjá spænska félaginu Getafe á nýafstaðinni leiktíð en hann hefur ekki spilað fyrir Man Utd síðan kærasta hans ásakaði hann um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi ásamt því að birta myndir og hljóðbrot máli sínu til stuðnings „Ég þyrfti líka að tala við hann, sjá hvar hausinn á honum er og taka stöðuna í félaginu. Ég myndi líklega jafnvel tala við ákveðna hópa stuðningsfólks, held þetta sé ákvörðun félagsins frekar en ákvörðun um einstakan leikmann,“ sagði Rio um stöðu Greenwood. Hér að ofan má sjá svör Rio við öðrum leikmönnum en hann virðist til í að halda flestum leikmönnum liðsins eins og staðan er í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira