Ósanngjarnt að Íslendingar borgi íbúðina tvisvar eða þrisvar Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 21:02 Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði Íslendinga tapa árlega miklum fjármunum á því að vera með krónuna. Peningum sem hægt væri að verja í önnur og mikilvægari verkefni. Vísir/Arnar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar byrjaði ræðu sína í eldhúsdagsumræðum á því að ræða veðrið á Íslandi og það lága hitastig sem við búum við. Hann sagði á sama tíma það vera alveg sturlað að sama tala væri á stýrivöxtum mánuðum saman og meðalhitastigi á sumrin. „Mánuðum saman, langtímum saman, eru stýrivextir á Íslandi þeir sömu tölu og meðalhiti í sumarmánuði. Þetta er alger sturlun. Þetta er mannanna verk,“ sagði Sigmar í ræðu sinni. Hann sagði hitann stundum fara hærra, jafnvel í 17 gráður. Sem sé einmitt sama tala og vextir á yfirdráttarlánum. Þetta væri staðan í íslenska krónu hagkerfinu. „Við erum að glíma við vaxtaokur og verðbólgu brjálæði. Vextir eru alltaf hærri hérna á Íslandi og verðbólga er alltaf hærri hér á Íslandi heldur en í nágrannalöndunum. Þetta er óréttlátt. Það er óréttlátt að íslensk heimili þurfi að borga meira en tíu prósent í vexti á sinni dýrustu fjárfestingu, sem er húsnæði. Það er staðan í dag, rúmlega tíu prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum. Þetta er óréttlátt. Það er óréttlátt að við Íslendingar þurfum að borga íbúðina okkar, ungt fólk, íbúðina sína, fasteignina sína, tvisvar til þrisvar á meðan fólk í nágrannalöndunum gerir það ekki,“ sagði Sigmar á þingi í kvöld. Viðreisn einu sem vilja breyta Hann sagði sömuleiðis óréttlátt að lítil og millistór fyrirtæki búi við erfitt vaxtaumhverfi og að stærstu fyrirtækin geti labbað út úr krónuhagkerfinu. Hann sagði Viðreisn eina flokkinn sem vilji breyta þessu með því að skipta um gjaldmiðil. „Vandinn okkar er nefnilega gjaldmiðillinn, einn minnsti gjaldmiðill í Evrópu, gjaldmiðill sem er eins og myllusteinn um hálsinn á okkur öllum. Við getum breytt þessu þótt við getum ekki breytt veðrinu, og við eigum að gera það.“ Alþingi Viðreisn Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. 12. júní 2024 20:24 „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08 Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Mánuðum saman, langtímum saman, eru stýrivextir á Íslandi þeir sömu tölu og meðalhiti í sumarmánuði. Þetta er alger sturlun. Þetta er mannanna verk,“ sagði Sigmar í ræðu sinni. Hann sagði hitann stundum fara hærra, jafnvel í 17 gráður. Sem sé einmitt sama tala og vextir á yfirdráttarlánum. Þetta væri staðan í íslenska krónu hagkerfinu. „Við erum að glíma við vaxtaokur og verðbólgu brjálæði. Vextir eru alltaf hærri hérna á Íslandi og verðbólga er alltaf hærri hér á Íslandi heldur en í nágrannalöndunum. Þetta er óréttlátt. Það er óréttlátt að íslensk heimili þurfi að borga meira en tíu prósent í vexti á sinni dýrustu fjárfestingu, sem er húsnæði. Það er staðan í dag, rúmlega tíu prósent vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum. Þetta er óréttlátt. Það er óréttlátt að við Íslendingar þurfum að borga íbúðina okkar, ungt fólk, íbúðina sína, fasteignina sína, tvisvar til þrisvar á meðan fólk í nágrannalöndunum gerir það ekki,“ sagði Sigmar á þingi í kvöld. Viðreisn einu sem vilja breyta Hann sagði sömuleiðis óréttlátt að lítil og millistór fyrirtæki búi við erfitt vaxtaumhverfi og að stærstu fyrirtækin geti labbað út úr krónuhagkerfinu. Hann sagði Viðreisn eina flokkinn sem vilji breyta þessu með því að skipta um gjaldmiðil. „Vandinn okkar er nefnilega gjaldmiðillinn, einn minnsti gjaldmiðill í Evrópu, gjaldmiðill sem er eins og myllusteinn um hálsinn á okkur öllum. Við getum breytt þessu þótt við getum ekki breytt veðrinu, og við eigum að gera það.“
Alþingi Viðreisn Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. 12. júní 2024 20:24 „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08 Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Yngsti þingmaðurinn vill að meira sé gert fyrir ungt fólk Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði flokkinn alltaf halda áfram að ganga í þau mál sem þarf að vinna. Þá skipti ekki máli hvort málin séu umdeild eða hvort þau fái ekki athygli. 12. júní 2024 20:24
„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. 12. júní 2024 20:08
Ríkisstjórnin hafi sett efnahag venjulegs fólks á hvolf Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 12. júní 2024 19:59