Fyrsta trans konan til að vinna háskólatitil fær ekki að keppa á ÓL Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júní 2024 21:45 Lia Thomas fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í næsta mánuði. Rich von Biberstein/Icon Sportswire via Getty Images Bandaríska sundkonan Lia Thomas, sem varð á sínum tíma fyrsta trans íþróttamanneskjan til að vinna NCAA háskólatitil, fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa tapað dómsmáli gegn Alþjóðasundsambandinu, World Aquatics. Árið 2022 setti Alþjóðasundsambandið fram reglur um það að trans konur þyrftu að sýna fram á að þær hafi hafið kynleiðréttingarferlið áður en þær gengu í gegnum kynþroska til að mega keppa í kvennaflokki. Thomas reyndi að fá þeim reglum hnekkt hjá Alþjóðaíþróttadómstólnum CAS. Hún hélt því fram að reglurnar ættu að vera dæmdar „ógildar og ólöglegar“ þar sem þær stæðu á skjön við Ólympíusáttmálan og lög Alþjóðasundsambandsins. Hins vegar komst dómstóllinn að þeirri ákvörðun að Thomas hefði „einfaldlega ekki rétt á“ að taka þátt í keppnum á vegum Alþjóðasundsambandsins. Transgender swimmer Lia Thomas out of Olympics after being dealt fatal legal blow https://t.co/ehCeKHWzGT pic.twitter.com/EG3QFHbz3c— Daily Mail Online (@MailOnline) June 12, 2024 „Alþjóðasundsambandið leggur áherslu á það að búa til umhverfi sem stuðlar að sanngirni, virðingu og jöfnum tækifærum fyrir íþróttafólk af öllum kynjum,“ segir meðal annars í niðurstöðu sambandsins. Alþjóðasundsambandið kynnti breytingu á regluverki sambandsins árið 2022 eftir að Thomas tryggði sér gullið í 500 metra skriðsundi á NCAA háskólamóti gegn Emmu Weyant. Weyant hafði tryggt sér silfur á Ólympíuleikunum árið 2020, en Thomas kom í mark 1,75 sekúndum á undan Weyant. Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum Í skjali sem fylgdi ákvörðun Alþjóðaíþróttadómstólsins segir meðal annars að sundfólk eins og Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum eftir að hafa gengið í gegnum kynþroskaskeið karlmanna. Yfirburðum í úthaldi, krafti, hraða, styrk og lungnastærð, jafnvel eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. By dismissing Lia Thomas’ legal challenge against World Aquatics, CAS has denied her fundamental right to access an effective remedy for acts that violate her human rights. This is a sad day for sports and for all who believe in justice and equality. https://t.co/bEtKZAW8JA— Athlete Ally (@AthleteAlly) June 12, 2024 Þrátt fyrir að Alþjóðasundsambandið hafi verið tilbúið að færa rök fyrir máli sínu um vísindalegar hliðar málsins, fjallaði málið fyrir Aljþóðaíþróttadómstólnum aðeins um hvort Thomas hefði rétt á því að mótmæla reglum sambandsins. „Nefndin kemst að þeirri niðustöðu að þar sem að íþróttamaðurinn [Lia Thomas] hefur ekki rétt á því að taka þátt í úrvalsflokkum samkvæmt skilgreiningu bandaríska sundsambandsins, eða að keppa í greinum á vegum Alþjóðasundsambandsins, sem á sér stað við skráningu hjá sambandinu fyrir keppni eða með því að eiga frammistöðu sem leiðir til beiðni um skráningu um heimsmet, á hún einfaldlega ekki rétt á að taka þátt í keppnum á vegum sambandsins.“ Lia Thomas mun því ekki fá að keppa á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í næsta mánuði. Ólympíuleikar 2024 í París Sund Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira
Árið 2022 setti Alþjóðasundsambandið fram reglur um það að trans konur þyrftu að sýna fram á að þær hafi hafið kynleiðréttingarferlið áður en þær gengu í gegnum kynþroska til að mega keppa í kvennaflokki. Thomas reyndi að fá þeim reglum hnekkt hjá Alþjóðaíþróttadómstólnum CAS. Hún hélt því fram að reglurnar ættu að vera dæmdar „ógildar og ólöglegar“ þar sem þær stæðu á skjön við Ólympíusáttmálan og lög Alþjóðasundsambandsins. Hins vegar komst dómstóllinn að þeirri ákvörðun að Thomas hefði „einfaldlega ekki rétt á“ að taka þátt í keppnum á vegum Alþjóðasundsambandsins. Transgender swimmer Lia Thomas out of Olympics after being dealt fatal legal blow https://t.co/ehCeKHWzGT pic.twitter.com/EG3QFHbz3c— Daily Mail Online (@MailOnline) June 12, 2024 „Alþjóðasundsambandið leggur áherslu á það að búa til umhverfi sem stuðlar að sanngirni, virðingu og jöfnum tækifærum fyrir íþróttafólk af öllum kynjum,“ segir meðal annars í niðurstöðu sambandsins. Alþjóðasundsambandið kynnti breytingu á regluverki sambandsins árið 2022 eftir að Thomas tryggði sér gullið í 500 metra skriðsundi á NCAA háskólamóti gegn Emmu Weyant. Weyant hafði tryggt sér silfur á Ólympíuleikunum árið 2020, en Thomas kom í mark 1,75 sekúndum á undan Weyant. Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum Í skjali sem fylgdi ákvörðun Alþjóðaíþróttadómstólsins segir meðal annars að sundfólk eins og Thomas búi yfir miklum líkamlegum yfirburðum eftir að hafa gengið í gegnum kynþroskaskeið karlmanna. Yfirburðum í úthaldi, krafti, hraða, styrk og lungnastærð, jafnvel eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. By dismissing Lia Thomas’ legal challenge against World Aquatics, CAS has denied her fundamental right to access an effective remedy for acts that violate her human rights. This is a sad day for sports and for all who believe in justice and equality. https://t.co/bEtKZAW8JA— Athlete Ally (@AthleteAlly) June 12, 2024 Þrátt fyrir að Alþjóðasundsambandið hafi verið tilbúið að færa rök fyrir máli sínu um vísindalegar hliðar málsins, fjallaði málið fyrir Aljþóðaíþróttadómstólnum aðeins um hvort Thomas hefði rétt á því að mótmæla reglum sambandsins. „Nefndin kemst að þeirri niðustöðu að þar sem að íþróttamaðurinn [Lia Thomas] hefur ekki rétt á því að taka þátt í úrvalsflokkum samkvæmt skilgreiningu bandaríska sundsambandsins, eða að keppa í greinum á vegum Alþjóðasundsambandsins, sem á sér stað við skráningu hjá sambandinu fyrir keppni eða með því að eiga frammistöðu sem leiðir til beiðni um skráningu um heimsmet, á hún einfaldlega ekki rétt á að taka þátt í keppnum á vegum sambandsins.“ Lia Thomas mun því ekki fá að keppa á Ólympíuleikunum í París sem hefjast í næsta mánuði.
Ólympíuleikar 2024 í París Sund Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira