Óvíst með afdrif vopnahléstillögunnar Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 12:43 Fjölskyldur og stuðningsmenn ísraelskra gísla í haldi Hamas mótmæltu fyrir utan á meðan utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með ísraelskum ráðamönnum í Tel Aviv í gær. AP/Leo Correa Ísraelskir og bandarískir ráðamenn fara enn yfir viðbrögð Hamas-samtakanna við vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í vikunni. Samtökin leggja til breytingar sem eru ólíklegar til að falla í kramið hjá ísraelskum stjórnvöldum. Fyrstu viðbrögðin sem bárust úr ranni Hamas voru að þau „samþykktu“ tillöguna sem gerir ráð fyrir bundinn verði endi á átökin á Gasa í þremur áföngum. Nú segjast samtökin taka „jákvætt“ í tillöguna en krefjast varanlegs vopnahlés og algers brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. AP-fréttastofan segir að formleg viðbrögð Hamas sem samtökin komu til sáttamiðlara í gær feli ekki í sér samþykkt tillögunnar en að þau haldi ferlinu gangandi. Stjórnvöld í Katar og Egyptalandi, sem hafa tekið að sér sáttamiðlun ásamt Bandaríkjastjórn, segjast enn fara ofan í saumana á svari Hamas. Þá er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagður hafa farið yfir svar Hamas fram á nótt. Hann hélt til Katar í dag til þess að þrýsta á um samkomulag um vopnahlé. Blinken fullyrti í gær að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefði skuldbundið sig til þess að fylgja tillögunni eftir en að aðeins Hamas stæði í vegi friðar. Netanjahú hefur þó ekki lýst yfir stuðningi við tillöguna þó að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði sagt Ísraela hafa lagt hana fram þegar hann kynnti hana fyrir tæpum tveimur vikum. Heimildir breska ríkisútvarpsins BBC innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar herma að hún líti á viðbrögð Hamas sem höfnun á tillögunni. Vopnahléstillagan gerir ráð fyrir sex vikna vopnahléi og skiptum á gíslum Hamas fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Ísraelsher yrði dreginn til baka frá þéttbýlisstöðum á Gasa og íbúum þar yrði gert kleift að snúa heim. Þá yrði hjálpagögnum komið til íbúa á Gasa. Í millitíðinni ættu samningamenn Hamas og Ísraels að reyna að ná saman um varanlegan frið, frelsun allra gísla Hamas og algert brotthvarf Ísraelshers. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11. júní 2024 11:13 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Fyrstu viðbrögðin sem bárust úr ranni Hamas voru að þau „samþykktu“ tillöguna sem gerir ráð fyrir bundinn verði endi á átökin á Gasa í þremur áföngum. Nú segjast samtökin taka „jákvætt“ í tillöguna en krefjast varanlegs vopnahlés og algers brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. AP-fréttastofan segir að formleg viðbrögð Hamas sem samtökin komu til sáttamiðlara í gær feli ekki í sér samþykkt tillögunnar en að þau haldi ferlinu gangandi. Stjórnvöld í Katar og Egyptalandi, sem hafa tekið að sér sáttamiðlun ásamt Bandaríkjastjórn, segjast enn fara ofan í saumana á svari Hamas. Þá er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagður hafa farið yfir svar Hamas fram á nótt. Hann hélt til Katar í dag til þess að þrýsta á um samkomulag um vopnahlé. Blinken fullyrti í gær að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefði skuldbundið sig til þess að fylgja tillögunni eftir en að aðeins Hamas stæði í vegi friðar. Netanjahú hefur þó ekki lýst yfir stuðningi við tillöguna þó að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði sagt Ísraela hafa lagt hana fram þegar hann kynnti hana fyrir tæpum tveimur vikum. Heimildir breska ríkisútvarpsins BBC innan ísraelsku ríkisstjórnarinnar herma að hún líti á viðbrögð Hamas sem höfnun á tillögunni. Vopnahléstillagan gerir ráð fyrir sex vikna vopnahléi og skiptum á gíslum Hamas fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Ísraelsher yrði dreginn til baka frá þéttbýlisstöðum á Gasa og íbúum þar yrði gert kleift að snúa heim. Þá yrði hjálpagögnum komið til íbúa á Gasa. Í millitíðinni ættu samningamenn Hamas og Ísraels að reyna að ná saman um varanlegan frið, frelsun allra gísla Hamas og algert brotthvarf Ísraelshers.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11. júní 2024 11:13 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Hamas samþykkir vopnahléstillöguna Fulltrúi Hamas-samtakanna utan Gasa segir að þau samþykki vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir í gær. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir viðbrögð samtakanna góðs viti. 11. júní 2024 11:13