Borða með puttunum á Hellu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. júní 2024 21:04 Friðrik Pálsson á Hótel Rangá, sem segir uppátækið í hellunum við Hellu hafa algjörlega slegið í gegn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikil upplifun fyrir ferðamenn, sem fara í hellana á Hellu til að fá sér að borða því lambakjötið þar er borðað með puttunum að hætti Víkinga. Hellarnir eru taldir vera eldri en landnám Íslands. Það er mjög vinsælt hjá ferðamönnum, ekki síst erlendum að skoða hellana á Hellu enda eru þeir mjög merkilegir. Hellarnir eru í landi Ægissíðu en þar hafa fundist tólf manngerðir hellar, sem talið er að séu jafnvel eldri en landnám Íslands. Það nýjasta í hellunum er matarupplifun að hætti Víkinga en það er Hótel Rangá, sem skipuleggur það. Eldað er inn í einum hellinum og maturinn borinn í gesti. Undirleikurinn er harmonikkuspil þannig að stemningin verði á ljúfum og léttum nótum. „Við borðum bara með puttunum. Við fáum lambaskanka. Það er ein lítil skeið, sem þú færð í sósuna ef þú vilt en flestir rífa þetta bara af eða naga skankana. Sama hvort þetta eru fínar frúr frá New York eða bændur norðan úr landi, það eru allir, sem hafa gaman af þessu,” segir Friðrik Pálsson hjá Hótel Rangá. Maturinn er eldaður inn í hellunum og hafa gestir mjög gaman að því að fylgjast með kokkinum við störf sín.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg að slá í gegn. Við áttum ekki von á því enda vissum við ekki hvað við færum út í hér. Við erum í fjögurra stiga hita hér í þessum yndislegum hellum en þetta er náttúrulega lífsreynsla, sem þú bara færð hvergi annars staðar,” bætir Friðrik við. Einn af hópnum, sem borðaði nýlega með puttunum að hætti Víkinga í hellunum í Ægissíðu við Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega einstök upplifun og ég get ekki ýmindað mér annað en að ferðamenn séu hæstánægðir með þessa upplifun að koma og borða í helli að hætti Víkinga,” segir Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, gestur í hellunum við Hellu. Lambaskanki er aðalrétturinn í hellunum borðaðu með puttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta æðislegt, alveg dásamlegt. Ég var einmitt að segja það, þetta er engu líkt, þú færð þetta hvergi annars staðar í heiminum, upplifunin, maturinn, þjónustan, þetta er engu líkt,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir gestur í hellunum við Hellu. Hellarnir við Hellu eru mjög fjölsóttur ferðamannastaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Lambakjöt Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Það er mjög vinsælt hjá ferðamönnum, ekki síst erlendum að skoða hellana á Hellu enda eru þeir mjög merkilegir. Hellarnir eru í landi Ægissíðu en þar hafa fundist tólf manngerðir hellar, sem talið er að séu jafnvel eldri en landnám Íslands. Það nýjasta í hellunum er matarupplifun að hætti Víkinga en það er Hótel Rangá, sem skipuleggur það. Eldað er inn í einum hellinum og maturinn borinn í gesti. Undirleikurinn er harmonikkuspil þannig að stemningin verði á ljúfum og léttum nótum. „Við borðum bara með puttunum. Við fáum lambaskanka. Það er ein lítil skeið, sem þú færð í sósuna ef þú vilt en flestir rífa þetta bara af eða naga skankana. Sama hvort þetta eru fínar frúr frá New York eða bændur norðan úr landi, það eru allir, sem hafa gaman af þessu,” segir Friðrik Pálsson hjá Hótel Rangá. Maturinn er eldaður inn í hellunum og hafa gestir mjög gaman að því að fylgjast með kokkinum við störf sín.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg að slá í gegn. Við áttum ekki von á því enda vissum við ekki hvað við færum út í hér. Við erum í fjögurra stiga hita hér í þessum yndislegum hellum en þetta er náttúrulega lífsreynsla, sem þú bara færð hvergi annars staðar,” bætir Friðrik við. Einn af hópnum, sem borðaði nýlega með puttunum að hætti Víkinga í hellunum í Ægissíðu við Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er náttúrulega einstök upplifun og ég get ekki ýmindað mér annað en að ferðamenn séu hæstánægðir með þessa upplifun að koma og borða í helli að hætti Víkinga,” segir Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, gestur í hellunum við Hellu. Lambaskanki er aðalrétturinn í hellunum borðaðu með puttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta æðislegt, alveg dásamlegt. Ég var einmitt að segja það, þetta er engu líkt, þú færð þetta hvergi annars staðar í heiminum, upplifunin, maturinn, þjónustan, þetta er engu líkt,” segir Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir gestur í hellunum við Hellu. Hellarnir við Hellu eru mjög fjölsóttur ferðamannastaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Lambakjöt Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira